TikTok hólpið í bili Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. apríl 2025 19:49 Donald Trump hefur frestað fyrirhuguðu TikTok banni um að minnsta kosti 75 daga á meðan viðræður um mögulega sölu til Bandaríkjanna standa yfir. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur framlengt frest á fyrirhuguðu TikTok banni í Bandaríkjunum um 75 daga. Lögin áttu að taka gildi á morgun. Hann segir að samningaviðræður við yfirvöld í Kína hafi gengið vel og hann ætli áfram að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir bannið. „Ríkisstjórnin hefur unnið hörðum höndum að samningi til þess að bjarga TikTok, og við höfum náð miklum árangri. Samningurinn þarfnast meiri vinnu ... þess vegna ætla ég að skrifa undir forsetatilskipun sem heldur TikTok gangandi í 75 daga til viðbótar,“ sagði Trump í færslu á samfélagsmiðlum. Þurfa að selja til Bandaríkjanna Lög sem voru til þess ætluð að þvinga kínverska eigendur TikTok til að selja starfsemi miðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum áttu að taka gildi í janúar, en Trump frestaði gildistöku þeirra um 90 daga þegar hann tók við embætti forseta 20. janúar. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af TikTok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur yfir miðlinum. Youtube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, er meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa starfsemi TikTok í Bandaríkjunum. Í gær var svo greint frá því að Amazon hefði gert tilboð í miðilinn. Í frétt New York Times sagði að Amazon hefði skilað tilboði í TikTok inn til J.D Vance, varaforseta BAndaríkjanna og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra. Haft var eftir heimildarmönnum að tilboðinu hefði ekki verið tekið sérstaklega alvarlega. Donald Trump segir að vonir standi til að viðræður við kínversk yfirvöld muni áfram ganga vel, þótt þau séu ekki ánægð með nýja tolla Bandaríkjamanna. Kínverskir eigendur miðilsins, Bytedance, hafa sagt hann ekki vera til sölu. Í síðustu viku sagði Trump að til greina kæmi að lækka tolla gagnvart Kína ef þeir myndu fallast á að selja TikTok. TikTok er einn vinsælasti samfélagsmiðill Bandaríkjanna með um 170 milljónir notenda. Færsla Trumps á Truth Social.Skjáskot TikTok Samfélagsmiðlar Donald Trump Kína Bandaríkin Tengdar fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er. 22. janúar 2025 11:32 Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. 19. janúar 2025 19:02 Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
„Ríkisstjórnin hefur unnið hörðum höndum að samningi til þess að bjarga TikTok, og við höfum náð miklum árangri. Samningurinn þarfnast meiri vinnu ... þess vegna ætla ég að skrifa undir forsetatilskipun sem heldur TikTok gangandi í 75 daga til viðbótar,“ sagði Trump í færslu á samfélagsmiðlum. Þurfa að selja til Bandaríkjanna Lög sem voru til þess ætluð að þvinga kínverska eigendur TikTok til að selja starfsemi miðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum áttu að taka gildi í janúar, en Trump frestaði gildistöku þeirra um 90 daga þegar hann tók við embætti forseta 20. janúar. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af TikTok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur yfir miðlinum. Youtube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, er meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa starfsemi TikTok í Bandaríkjunum. Í gær var svo greint frá því að Amazon hefði gert tilboð í miðilinn. Í frétt New York Times sagði að Amazon hefði skilað tilboði í TikTok inn til J.D Vance, varaforseta BAndaríkjanna og Howard Lutnick, viðskiptaráðherra. Haft var eftir heimildarmönnum að tilboðinu hefði ekki verið tekið sérstaklega alvarlega. Donald Trump segir að vonir standi til að viðræður við kínversk yfirvöld muni áfram ganga vel, þótt þau séu ekki ánægð með nýja tolla Bandaríkjamanna. Kínverskir eigendur miðilsins, Bytedance, hafa sagt hann ekki vera til sölu. Í síðustu viku sagði Trump að til greina kæmi að lækka tolla gagnvart Kína ef þeir myndu fallast á að selja TikTok. TikTok er einn vinsælasti samfélagsmiðill Bandaríkjanna með um 170 milljónir notenda. Færsla Trumps á Truth Social.Skjáskot
TikTok Samfélagsmiðlar Donald Trump Kína Bandaríkin Tengdar fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er. 22. janúar 2025 11:32 Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. 19. janúar 2025 19:02 Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
MrBeast gerir tilboð í TikTok YouTube stjarnan og áhrifavaldurinn Jimmy Donaldson, sem gengur undir nafninu MrBeast, segist vilja kaupa kínverska samfélagsmiðilinn TikTok í Bandaríkjunum. Hann hefur tekið höndum saman með Jesse Tinsley, stofnanda employer.com og fleiri aðila en ekki liggur fyrir hver hátt tilboð þeirra til ByteDance, eiganda TikTok er. 22. janúar 2025 11:32
Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. 19. janúar 2025 19:02
Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41