Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 5. apríl 2025 08:03 Krabbameinsfélagið hefur undanfarið sett málefni þeirra sem glíma við langvinnar og síðbúnar aukaverkanir á oddinn. Þegar krabbameinsmeðferðum lýkur gera sjúklingar og aðstandendur oft ráð fyrir að heilsan verði aftur eins og hún var áður en krabbameinið greindist. Það er þó ekki raunin hjá öllum. Ákveðinn hópur býr við langvinnar og síðbúnar aukaverkanir eftir meðferð og mörg hver þurfa betri stuðning en býðst í dag. Með réttum úrræðum geta fleiri notið lífsins og samfélagið notið krafta þeirra. Hvað eru langvinnar og síðbúnar aukaverkanir? Langvinnar og síðbúnar aukaverkanir geta komið fram í krabbameinsmeðferð og eru til staðar eftir að meðferð lýkur, eða koma upp mánuðum, árum og jafnvel áratugum síðar. Allar krabbameinsmeðferðir geta valdið aukaverkunum. Því umfangsmeiri sem meðferð er og því lengur sem hún stendur, þeim mun meiri líkur eru á að þær geti haft slík áhrif sem eru ýmist líkamleg, andleg eða félagsleg. Hvert svar skiptir máli – fyrir bætt lífsgæði eftir greiningu krabbameins Á Íslandi eru um 18.500 manns sem greinst hafa með krabbamein á lífi og hópurinn stækkar ört þar sem greiningu og meðferð krabbameina fleytir fram. Alltof lítið er þó vitað um líf þeirra sem lokið hafa meðferð og því nauðsynlegt að öðlast frekari vitneskju. Krabbameinsfélagið stendur nú fyrir yfirgripsmikilli rannsókn á lífsgæðum eftir krabbamein sem unnin er í samstarfi við Landspítala, Háskóla Íslands og alþjóðlegan samstarfsaðila þar sem 16.000 manns hefur verið boðið að taka þátt. Um er að ræða stærstu rannsókn sinnar tegundar hér á landi þar sem borin verða saman lífsgæði og heilsa fólks sem hefur greinst með krabbamein og fólks sem aldrei hefur greinst með krabbamein. Niðurstöðurnar munu auka þekkingu á áhrifum krabbameins og krabbameinsmeðferðar á líðan og lífsgæði og leggja til mikilvægar upplýsingar til að þróa nauðsynlega heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að bjóða úrræði og aðstoð sem bætir líf fólks. Forsenda þess að rannsóknin geti haft raunveruleg áhrif og bætt líf þeirra sem búa við langvinn og síðbúin áhrif krabbameins er að þátttaka í rannsókninni verði sem allra best, bæði meðal þeirra sem fengið hafa krabbamein og þeirra sem ekki hafa fengið krabbamein. Við vonumst því til að þau sem fengið hafa bréf eða textaskilaboð leggi rannsókninni lið. Því lífið liggur við. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs - Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu og prófessor við HÍ. Frekari upplýsingar má finna á vef rannsóknarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Krabbameinsfélagið hefur undanfarið sett málefni þeirra sem glíma við langvinnar og síðbúnar aukaverkanir á oddinn. Þegar krabbameinsmeðferðum lýkur gera sjúklingar og aðstandendur oft ráð fyrir að heilsan verði aftur eins og hún var áður en krabbameinið greindist. Það er þó ekki raunin hjá öllum. Ákveðinn hópur býr við langvinnar og síðbúnar aukaverkanir eftir meðferð og mörg hver þurfa betri stuðning en býðst í dag. Með réttum úrræðum geta fleiri notið lífsins og samfélagið notið krafta þeirra. Hvað eru langvinnar og síðbúnar aukaverkanir? Langvinnar og síðbúnar aukaverkanir geta komið fram í krabbameinsmeðferð og eru til staðar eftir að meðferð lýkur, eða koma upp mánuðum, árum og jafnvel áratugum síðar. Allar krabbameinsmeðferðir geta valdið aukaverkunum. Því umfangsmeiri sem meðferð er og því lengur sem hún stendur, þeim mun meiri líkur eru á að þær geti haft slík áhrif sem eru ýmist líkamleg, andleg eða félagsleg. Hvert svar skiptir máli – fyrir bætt lífsgæði eftir greiningu krabbameins Á Íslandi eru um 18.500 manns sem greinst hafa með krabbamein á lífi og hópurinn stækkar ört þar sem greiningu og meðferð krabbameina fleytir fram. Alltof lítið er þó vitað um líf þeirra sem lokið hafa meðferð og því nauðsynlegt að öðlast frekari vitneskju. Krabbameinsfélagið stendur nú fyrir yfirgripsmikilli rannsókn á lífsgæðum eftir krabbamein sem unnin er í samstarfi við Landspítala, Háskóla Íslands og alþjóðlegan samstarfsaðila þar sem 16.000 manns hefur verið boðið að taka þátt. Um er að ræða stærstu rannsókn sinnar tegundar hér á landi þar sem borin verða saman lífsgæði og heilsa fólks sem hefur greinst með krabbamein og fólks sem aldrei hefur greinst með krabbamein. Niðurstöðurnar munu auka þekkingu á áhrifum krabbameins og krabbameinsmeðferðar á líðan og lífsgæði og leggja til mikilvægar upplýsingar til að þróa nauðsynlega heilbrigðisþjónustu svo hægt sé að bjóða úrræði og aðstoð sem bætir líf fólks. Forsenda þess að rannsóknin geti haft raunveruleg áhrif og bætt líf þeirra sem búa við langvinn og síðbúin áhrif krabbameins er að þátttaka í rannsókninni verði sem allra best, bæði meðal þeirra sem fengið hafa krabbamein og þeirra sem ekki hafa fengið krabbamein. Við vonumst því til að þau sem fengið hafa bréf eða textaskilaboð leggi rannsókninni lið. Því lífið liggur við. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs - Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu og prófessor við HÍ. Frekari upplýsingar má finna á vef rannsóknarinnar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun