Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2025 21:43 Kvikugangurinn sem myndaðist í gær nær langleiðina að flugvallarstæði í Hvassahrauni, miðað við þá mynd sem skjálftavirknin teiknar upp. Minni ferningurinn táknar 3x3 kílómetra svæði sem Hvassahraunsnefndin markaði undir innanlandsflugvöll en sá stærri 5x5 kílómetra svæði fyrir millilandaflugvöll. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hvernig mynd af skjálftavirkni frá því í gærmorgun teiknar að mati vísindamanna Veðurstofunnar legu kvikugangsins, sem þeir segja að sé sá stærsti til þessa frá því umbrotin hófust. Eldgosið í gær kom upp rétt við Grindavík en kvikugangurinn virðist hafa náð langleiðina í átt að Kúagerði. Hraun frá Sundhnúksgígaröðinni náði að renna sex kílómetra leið þegar það fór yfir Nesveg vestan Grindavíkur.Vilhelm Gunnarsson Fjarlægðin frá kvikuganginum að Reykjanesbraut er um þrír kílómetrar. Fjarlægðin frá kvikuganginum í átt að Vogum er um sex kílómetrar. Það er ekki mikið þegar haft er í huga að lengstu hrauntaumarnir, sem eldgosin við Sundhnúka sendu frá sér á síðasta ári, náðu að renna sex kílómetra vegalengd vestur fyrir Grindavík á fáum klukkustundum og fjóra til fimm kílómetra til Bláa lónsins. Veðurstofan telur kvikuganginn um tuttugu kílómetra langan.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Ef eldgos kæmi upp á norðausturhluta kvikugangsins verður þannig að telja verulega hættu á að hraun gæti bæði tekið Suðurnesjalínu í sundur og einnig Reykjanesbraut. Þá er það áleitin spurning hvort byggð í Vogum gæti verið ógnað. Séð yfir Voga á Vatnsleysuströnd.Vísir/Egill Það er einnig umhugsunarvert að það eru aðeins sex mánuðir frá því Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, og Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, kynntu skýrslu starfshóps um flugvöll í Hvassahrauni. Þar var staðsetning hans sýnd annarsvegar fyrir innanlandsflugvöll og hins vegar fyrir stóran millilandaflugvöll. Skýrsluhöfundar komust að þeirri niðurstöðu að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. Ráðherrann Svandís og borgarstjórinn Einar voru bæði á því að það ætti að setja meiri fjármuni í að rannsaka flugvöll í Hvassahrauni. Núna sýnir mynd Veðurstofunnar kvikugang sem er innan við þrjá kílómetra frá flugvallarstæðinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Vogar Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Flugvöllur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. 1. október 2024 11:15 Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. 18. maí 2022 22:40 Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hvernig mynd af skjálftavirkni frá því í gærmorgun teiknar að mati vísindamanna Veðurstofunnar legu kvikugangsins, sem þeir segja að sé sá stærsti til þessa frá því umbrotin hófust. Eldgosið í gær kom upp rétt við Grindavík en kvikugangurinn virðist hafa náð langleiðina í átt að Kúagerði. Hraun frá Sundhnúksgígaröðinni náði að renna sex kílómetra leið þegar það fór yfir Nesveg vestan Grindavíkur.Vilhelm Gunnarsson Fjarlægðin frá kvikuganginum að Reykjanesbraut er um þrír kílómetrar. Fjarlægðin frá kvikuganginum í átt að Vogum er um sex kílómetrar. Það er ekki mikið þegar haft er í huga að lengstu hrauntaumarnir, sem eldgosin við Sundhnúka sendu frá sér á síðasta ári, náðu að renna sex kílómetra vegalengd vestur fyrir Grindavík á fáum klukkustundum og fjóra til fimm kílómetra til Bláa lónsins. Veðurstofan telur kvikuganginn um tuttugu kílómetra langan.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Ef eldgos kæmi upp á norðausturhluta kvikugangsins verður þannig að telja verulega hættu á að hraun gæti bæði tekið Suðurnesjalínu í sundur og einnig Reykjanesbraut. Þá er það áleitin spurning hvort byggð í Vogum gæti verið ógnað. Séð yfir Voga á Vatnsleysuströnd.Vísir/Egill Það er einnig umhugsunarvert að það eru aðeins sex mánuðir frá því Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, og Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, kynntu skýrslu starfshóps um flugvöll í Hvassahrauni. Þar var staðsetning hans sýnd annarsvegar fyrir innanlandsflugvöll og hins vegar fyrir stóran millilandaflugvöll. Skýrsluhöfundar komust að þeirri niðurstöðu að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. Ráðherrann Svandís og borgarstjórinn Einar voru bæði á því að það ætti að setja meiri fjármuni í að rannsaka flugvöll í Hvassahrauni. Núna sýnir mynd Veðurstofunnar kvikugang sem er innan við þrjá kílómetra frá flugvallarstæðinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Vogar Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Flugvöllur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. 1. október 2024 11:15 Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. 18. maí 2022 22:40 Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Sjá meira
Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20
Flugvöllur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. 1. október 2024 11:15
Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. 18. maí 2022 22:40
Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25