Alþingi hafi átt að vera upplýst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. apríl 2025 20:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að þáverandi utanríkisráðherra hefði átt að upplýsa Alþingi um uppfærslu á varnarsamningnum við Bandaríkin. Vísir Utanríkisráðherra telur að Alþingi hafi átt að vera upplýst um viðauka á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna, sem gerður var fyrir ríflega sjö árum. Af þessu þurfi að draga lærdóm. Hún gerir hins vegar engar athugasemdir við viðaukann og vill auka varnarsamstarf við Bandaríkin og önnur ríki. Í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær kom fram að viðauki, við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna, hafi verið gerður árið 2017 án þess að Alþingi hafi verið upplýst hann. Í viðaukanum, er í nítján liðum er m.a. talið upp hvaða heimildir Bandaríkjaher hefur til að athafna sig við varnir landsins. Til mynda er kveðið á um að herinn og verktakar á hans vegum hafi óhindraðan aðgang að varnarsvæðum sínum eða því sem kallað er Operating Locations. Embættismaður utanríkisráðuneytisins undirritar svo samninginn fyrir hönd Íslands. Mundi ekki eftir þessum þætti málsins Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma furðaði sig á því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að nefndin hafi ekki verið upplýst á sínum tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi utanríkisráðherra mundi ekki eftir þessu tiltekna máli í hádegisfréttum en fagnaði því að öryggis- og varnarmál væru rædd. „Ég man ekki eftir þessum þætti málsins. En það var ekki verið að leyna neinu fyrir þing eða þjóð,“ sagði Guðlaugur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þurfi að upplýsa Alþingi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gerir ekki athugasemdir við viðaukann frá 2017 en segir mikilvægt að Alþingi sé upplýst við afgreiðslu slíkra mála. „Það þarf að gæta vel að því að upplýsa alltaf utanríkismálanefnd og Alþingi um helstu breytingar og áherslur í svona málum. Það virðist hafa skort á að utanríkismálanefnd hafi verið upplýst í þessu máli og við lærum af því,“ segir Þorgerður. Þorgerður segir mikilvægt að rýna enn frekar í varnarsamninginn. Hann þurfi til að mynda að ná yfir netárásir og skemmdarverk á innviðum á sjó og landi. „Það er eðlilegt að við tökum það upp í samtölum við Bandaríkin og aðrar vinaþjóðir innan Nató,“ segir Þorgerður. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær kom fram að viðauki, við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna, hafi verið gerður árið 2017 án þess að Alþingi hafi verið upplýst hann. Í viðaukanum, er í nítján liðum er m.a. talið upp hvaða heimildir Bandaríkjaher hefur til að athafna sig við varnir landsins. Til mynda er kveðið á um að herinn og verktakar á hans vegum hafi óhindraðan aðgang að varnarsvæðum sínum eða því sem kallað er Operating Locations. Embættismaður utanríkisráðuneytisins undirritar svo samninginn fyrir hönd Íslands. Mundi ekki eftir þessum þætti málsins Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma furðaði sig á því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að nefndin hafi ekki verið upplýst á sínum tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi utanríkisráðherra mundi ekki eftir þessu tiltekna máli í hádegisfréttum en fagnaði því að öryggis- og varnarmál væru rædd. „Ég man ekki eftir þessum þætti málsins. En það var ekki verið að leyna neinu fyrir þing eða þjóð,“ sagði Guðlaugur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þurfi að upplýsa Alþingi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gerir ekki athugasemdir við viðaukann frá 2017 en segir mikilvægt að Alþingi sé upplýst við afgreiðslu slíkra mála. „Það þarf að gæta vel að því að upplýsa alltaf utanríkismálanefnd og Alþingi um helstu breytingar og áherslur í svona málum. Það virðist hafa skort á að utanríkismálanefnd hafi verið upplýst í þessu máli og við lærum af því,“ segir Þorgerður. Þorgerður segir mikilvægt að rýna enn frekar í varnarsamninginn. Hann þurfi til að mynda að ná yfir netárásir og skemmdarverk á innviðum á sjó og landi. „Það er eðlilegt að við tökum það upp í samtölum við Bandaríkin og aðrar vinaþjóðir innan Nató,“ segir Þorgerður.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira