Lífið gott en ítalskan strembin Valur Páll Eiríksson skrifar 3. apríl 2025 09:31 Cecilía hefur fundið fjöl sína á Ítalíu. Image Photo Agency/Getty Images Cecilía Rán Rúnarsdóttir veit ekki hvað bíður hennar næsta vetur. Hún hefur fundið sig vel í Mílanó á Ítalíu og segir lífið einfaldara þegar hún spilar fótbolta reglulega. Cecilía hefur verið leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi frá árinu 2022 en fá tækifæri fengið í Bæjaralandi. Hún fór á lán til Inter Milan á Ítalíu síðasta sumar og hefur þar heldur betur fundið fjölina með sterku liði. Hún er nú komin hingað til lands fyrir komandi leiki Íslands í Þjóðadeild Evrópu og það ánægð eftir magnaðan endurkomusigur Inter á Juventus um helgina. Juventus dugði sigur fyrir titlinum og komst yfir á 88. mínútu en ótrúleg endurkoma heldur vonum Inter á lífi. „Ég er svona aðeins að ná mér niður núna. Þetta var rosalegur leikur. Það var loksins okkur í hag að við skorum mörk seint. Við höfum verið að missa mikið af stigum með því að fá á okkur mörk síðustu fimm mínúturnar. Þetta var mjög ljúft,“ segir Cecilía og bætir við: „Þetta var ótrúlega mikilvægt. Núna er fullur fókus á þessa síðustu fjóra leiki og vonandi getum við komist fyrir ofan þær.“ Ekki farin að huga að næsta tímabili Henni líkar vel við lífið á Norður-Ítalíu. „Mér hefur liðið ótrúlega vel. Það verður allt miklu betra þegar þú byrjar að spila. Lífið verður miklu betra. Þetta er ótrúlega ljúft. Ítalska lífið er aðeins léttara og einfaldara en í Þýskalandi. Það hefur verið gaman að spila hverja einustu helgi,“ segir Cecilía sem reynir sitt besta í að ná tökum á ítölskunni. Cecilía hefur unnið sér inn byrjunarliðssæti hjá Íslandi með frammistöðu sinni í Mílanó. Hér er hún í leiknum við Frakka í febrúar.Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images „Ítalskan kemur. Ég er í kennslu tvisvar í viku. Ég gæti ekki sagt þér neitt á ítölsku á núna. Hún kemur,“ segir Cecilía. Hún er láni á Ítalíu þar til í sumar og framhaldið óljóst. „Ég á eitt ár eftir á samningi hjá Bayern en ég hef enga hugmynd eins og staðan er núna. Það er fullur fókus á landsleikina og síðustu fjóra leiki í deildinni. Svo fer maður að skoða sín mál,“ segir Cecilía. Ná vel saman Cecilía er í harðri samkeppni við Telmu Ívarsdóttur og Fanney Ingu Birkisdóttur um markmannsstöðu Íslands en segir þær þrjár vinna vel saman. Cecilía spilaði fyrstu tvo leikina í Þjóðadeildinni en hefur verið á bekknum hjá landsliðinu síðustu misseri. Íslenska liðið er ekki á flæðiskeri statt þegar markvarðamálin eru annars vegar. Telma, Cecilía og Fanney ná þá vel saman.Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Aðspurð hvort hún sé ekki harðákveðin í því að halda í byrjunarliðssætið segir hún: „Það er ekki undir mér komið en ég reyni að gera mitt besta þegar ég fæ tækifærið. Í mínu félagsliði, það er ótrúlega mikilvægt að spila vel þar. Ég geri bara mitt besta og vona að fái kallið áfram.“ „(Við erum) þrír hörkumarkmenn sem gera æfingarnar ótrúlega góðar. Við ýtum hvorri annarri. Þetta eru þrír mjög góðir markmenn en líka góðar manneskjur. Við erum allar mjög góðar vinkonur og þetta hefur gengið allt mjög vel,“ segir Cecilía. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Gott samstarf markvarðanna Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira
Cecilía hefur verið leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi frá árinu 2022 en fá tækifæri fengið í Bæjaralandi. Hún fór á lán til Inter Milan á Ítalíu síðasta sumar og hefur þar heldur betur fundið fjölina með sterku liði. Hún er nú komin hingað til lands fyrir komandi leiki Íslands í Þjóðadeild Evrópu og það ánægð eftir magnaðan endurkomusigur Inter á Juventus um helgina. Juventus dugði sigur fyrir titlinum og komst yfir á 88. mínútu en ótrúleg endurkoma heldur vonum Inter á lífi. „Ég er svona aðeins að ná mér niður núna. Þetta var rosalegur leikur. Það var loksins okkur í hag að við skorum mörk seint. Við höfum verið að missa mikið af stigum með því að fá á okkur mörk síðustu fimm mínúturnar. Þetta var mjög ljúft,“ segir Cecilía og bætir við: „Þetta var ótrúlega mikilvægt. Núna er fullur fókus á þessa síðustu fjóra leiki og vonandi getum við komist fyrir ofan þær.“ Ekki farin að huga að næsta tímabili Henni líkar vel við lífið á Norður-Ítalíu. „Mér hefur liðið ótrúlega vel. Það verður allt miklu betra þegar þú byrjar að spila. Lífið verður miklu betra. Þetta er ótrúlega ljúft. Ítalska lífið er aðeins léttara og einfaldara en í Þýskalandi. Það hefur verið gaman að spila hverja einustu helgi,“ segir Cecilía sem reynir sitt besta í að ná tökum á ítölskunni. Cecilía hefur unnið sér inn byrjunarliðssæti hjá Íslandi með frammistöðu sinni í Mílanó. Hér er hún í leiknum við Frakka í febrúar.Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images „Ítalskan kemur. Ég er í kennslu tvisvar í viku. Ég gæti ekki sagt þér neitt á ítölsku á núna. Hún kemur,“ segir Cecilía. Hún er láni á Ítalíu þar til í sumar og framhaldið óljóst. „Ég á eitt ár eftir á samningi hjá Bayern en ég hef enga hugmynd eins og staðan er núna. Það er fullur fókus á landsleikina og síðustu fjóra leiki í deildinni. Svo fer maður að skoða sín mál,“ segir Cecilía. Ná vel saman Cecilía er í harðri samkeppni við Telmu Ívarsdóttur og Fanney Ingu Birkisdóttur um markmannsstöðu Íslands en segir þær þrjár vinna vel saman. Cecilía spilaði fyrstu tvo leikina í Þjóðadeildinni en hefur verið á bekknum hjá landsliðinu síðustu misseri. Íslenska liðið er ekki á flæðiskeri statt þegar markvarðamálin eru annars vegar. Telma, Cecilía og Fanney ná þá vel saman.Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Aðspurð hvort hún sé ekki harðákveðin í því að halda í byrjunarliðssætið segir hún: „Það er ekki undir mér komið en ég reyni að gera mitt besta þegar ég fæ tækifærið. Í mínu félagsliði, það er ótrúlega mikilvægt að spila vel þar. Ég geri bara mitt besta og vona að fái kallið áfram.“ „(Við erum) þrír hörkumarkmenn sem gera æfingarnar ótrúlega góðar. Við ýtum hvorri annarri. Þetta eru þrír mjög góðir markmenn en líka góðar manneskjur. Við erum allar mjög góðar vinkonur og þetta hefur gengið allt mjög vel,“ segir Cecilía. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Gott samstarf markvarðanna
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira