Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2025 12:21 Miðar vegna sekta heyra sögunni til og hafa gert undanfarið ár. Vísir/Vilhelm Ákvörðun um sekt vegna stöðvunarbrotagjalda í Reykjavík verður framvegis í höndum starfsfólks á skrifstofu. Eftirlit verður fyrst og fremst rafrænt þótt eftirlit gangandi stöðumælavarða hverfi ekki alveg. Þetta kemur fram á vef Bílastæðasjóðs sem hefur um tíma undirbúið rafrænt eftirlit með stöðvun og lagningu bifreiða í borgarlandi. Fyrsta skrefið var tekið fyrir rúmu ári, þegar hætt var að prenta út miða til að setja undir rúðuþurrku. Nú er komið að næsta skrefi, myndavélaálestri. Eftirlitið verður rafrænt, ekið verður um og notaður sjálfvirkur bílnúmera álestur til að finna út hvort búið sé að greiða fyrir ökutæki eða til að athuga hvort því sé lagt löglega. Eitthvað verður áfram um eftirlit gangandi stöðuvarða en ákvörðun um hvort sett sé gjald á bifreið eða ekki færist að langmestu leyti yfir á stöðuverði sem vinna í bakendakerfi á skrifstofu. P1 er dýrasta götugjaldið en það er að finna í hjarta miðbæjarins.Vísir/vilhelm „Þegar ákvörðun um gjald er að mestu leyti komin úr höndum stöðuvarða á vettvangi er það vonin að starfsaðstæður þeirra verði betri,“ segir í tilkynningu. Aukin sjálfvirkni og færri rangar álagningar Stöðvunarbrotagjöld hafa síðustu árin birst í heimabanka og á Island.is um leið og gjald hefur verið stofnað. Þar sem vinnsla gjaldanna færist yfir í bakendakerfi þá mun í rafrænu eftirliti verða einhver töf á útgáfu stöðvunarbrotagjaldanna, í einhverjum tilvikum birtist gjaldið ekki fyrr en næsta dag. Hægt er að greiða fyrir bílastæði í Höfðatorgi í þessari vél.Vísir/Vilhelm Áfram verður sá möguleiki fyrir þá sem telja sig ekki hafa átt að fá gjald að óska eftir endurupptöku á heimasíðu Bílastæðasjóðs. Sambærilegt eftirlit er að ryðja sér rúms víða í nálægum löndum og með aukinni sjálfvirkni er vonast til að rangar álagningar muni minnka verulega frá því sem nú er. Stefnan sé alltaf sú að sem flestir greiði fyrir stæðin og leggi löglega. Þannig muni þörf fyrir eftirlit minnka. Af hverju er gjald fyrir bílastæði? Markmiðið með gjöldum á gjaldskyldum svæðum er að tryggja að laus bílastæði séu í boði þar sem eftirspurn er mikil. Þegar greitt sé fyrir bílastæði sé verið að borga fyrir aðgang að lausu stæði, ekki fyrir sjálft stæðið. Gjöld vegna stöðvunarbrota: 4.500 kr. – Aukastöðugjald (ef ekki er greitt fyrir gjaldskylt stæði). 10.000 kr. – Stöðubrotagjald (lagt ólöglega). 20.000 kr. – Ólögleg notkun stæðis fyrir hreyfihamlaða. Afsláttur: 1.100 kr. afsláttur ef greitt innan þriggja virkra daga. Hækkun: Gjald hækkar um 50% eftir 14 daga og aftur um 50% eftir 28 daga ef það er ekki greitt. Hægt er að greiða í stöðumælum, greiðsluöppum og á vefsíðu Bílastæðasjóðs Bílastæði Bílar Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Bílastæðasjóðs sem hefur um tíma undirbúið rafrænt eftirlit með stöðvun og lagningu bifreiða í borgarlandi. Fyrsta skrefið var tekið fyrir rúmu ári, þegar hætt var að prenta út miða til að setja undir rúðuþurrku. Nú er komið að næsta skrefi, myndavélaálestri. Eftirlitið verður rafrænt, ekið verður um og notaður sjálfvirkur bílnúmera álestur til að finna út hvort búið sé að greiða fyrir ökutæki eða til að athuga hvort því sé lagt löglega. Eitthvað verður áfram um eftirlit gangandi stöðuvarða en ákvörðun um hvort sett sé gjald á bifreið eða ekki færist að langmestu leyti yfir á stöðuverði sem vinna í bakendakerfi á skrifstofu. P1 er dýrasta götugjaldið en það er að finna í hjarta miðbæjarins.Vísir/vilhelm „Þegar ákvörðun um gjald er að mestu leyti komin úr höndum stöðuvarða á vettvangi er það vonin að starfsaðstæður þeirra verði betri,“ segir í tilkynningu. Aukin sjálfvirkni og færri rangar álagningar Stöðvunarbrotagjöld hafa síðustu árin birst í heimabanka og á Island.is um leið og gjald hefur verið stofnað. Þar sem vinnsla gjaldanna færist yfir í bakendakerfi þá mun í rafrænu eftirliti verða einhver töf á útgáfu stöðvunarbrotagjaldanna, í einhverjum tilvikum birtist gjaldið ekki fyrr en næsta dag. Hægt er að greiða fyrir bílastæði í Höfðatorgi í þessari vél.Vísir/Vilhelm Áfram verður sá möguleiki fyrir þá sem telja sig ekki hafa átt að fá gjald að óska eftir endurupptöku á heimasíðu Bílastæðasjóðs. Sambærilegt eftirlit er að ryðja sér rúms víða í nálægum löndum og með aukinni sjálfvirkni er vonast til að rangar álagningar muni minnka verulega frá því sem nú er. Stefnan sé alltaf sú að sem flestir greiði fyrir stæðin og leggi löglega. Þannig muni þörf fyrir eftirlit minnka. Af hverju er gjald fyrir bílastæði? Markmiðið með gjöldum á gjaldskyldum svæðum er að tryggja að laus bílastæði séu í boði þar sem eftirspurn er mikil. Þegar greitt sé fyrir bílastæði sé verið að borga fyrir aðgang að lausu stæði, ekki fyrir sjálft stæðið. Gjöld vegna stöðvunarbrota: 4.500 kr. – Aukastöðugjald (ef ekki er greitt fyrir gjaldskylt stæði). 10.000 kr. – Stöðubrotagjald (lagt ólöglega). 20.000 kr. – Ólögleg notkun stæðis fyrir hreyfihamlaða. Afsláttur: 1.100 kr. afsláttur ef greitt innan þriggja virkra daga. Hækkun: Gjald hækkar um 50% eftir 14 daga og aftur um 50% eftir 28 daga ef það er ekki greitt. Hægt er að greiða í stöðumælum, greiðsluöppum og á vefsíðu Bílastæðasjóðs
Bílastæði Bílar Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira