Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 30. mars 2025 20:00 Niðurstöður PISA hafa verið mikið til umræðu og versnandi árangur íslenskra ungmenna í alþjóðlegum samanburði. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD sem framkvæmir PISA kannanirnar, kom hingað til lands á dögunum í tengslum við alþjóðlegan leiðtogafund um málefni kennara. Andreas lét hafa eftir sér að honum fyndist íslenskir kennarar mjög næmir á aðstæður og að hann væri hrifinn af þeirri nemendamiðuðu nálgun sem viðhöfð er í íslensku skólakerfi. Honum finnst íslenska kerfið ekki alslæmt og nefndi í því samhengi að íslenskir nemendur séu sjálfstæðir, sýni almennt góða líðan og tilfinningu fyrir félagslegum tengslum. Þegar hann var spurður út í það sem mætti betur fara í íslensku skólakerfi þá nefndi hann að honum fyndist skorta skipulag í íslenskum skólum og að íslenskir kennarar væru að gefa ungu fólki röng skilaboð með því að gefa góðar einkunnir fyrir slaka vinnu. Varðandi samanburð Íslands við önnur lönd sem hafa staðið sig betur í PISA þá vildi hann meina að þau lönd sem standa sig betur en við sýndu meiri metnað og gerðar væru meiri og stöðugri væntingar til nemenda þar en á Íslandi. Auk þess væru kerfi þeirra góð og virðast laða að sér hæfileikaríkustu kennarana sem hann taldi mikilvægt því að hann segir að gæði menntunar verði aldrei meiri en gæði kennaranna. Honum finnst skipta miklu máli að fjárfesta í góðum reynslumiklum kennurum til að tækla krefjandi aðstæður og vill meina að íslenskir kennarar séu of linir en telur þá samt meina vel. Ég verð að segja að ég er hugsi yfir því sem þessi yfirmaður menntamála hjá OECD lætur hafa eftir sér um mín störf og annarra sem starfa á gólfinu í íslenskum skólum. Hvorki ég né kollegar mínir eru hafnir yfir gagnrýni en mér finnst svolítið djúpt í árinni tekið að segja að íslenska kennara vanti að skipuleggja sig betur, séu of linir og gefi nemendum röng skilaboð um hæfni þeirra. Ég veit ekki hvað maðurinn er að tala um né hvaðan hann hefur þessar upplýsingar. Það fagfólk sem ég hef unnið með í íslensku skólakerfi skipuleggur sig upp til hópa vel, sækir sér nýjustu upplýsingar varðandi menntamál og fer eftir þeim matsviðmiðum sem ber að fara eftir. Hvað mig sjálfa varðar þá hef ég alla tíð haft mikinn áhuga á skólamálum og atferli barna. Hef menntað mig sérstaklega hvað atferli barna varðar og tekist vel að halda utan um mína námshópa fram að þessu. Það er helst síðustu ár sem borið hefur á því að þær aðferðir sem ég hef beitt í gegnum tíðina hafa ekki verið að virka sem skyldi og fer því alltaf meiri tími í að finna leiðir til að halda uppi aga svo allir nemendur búi við góðar námsaðstæður. Og því miður eru alltaf að bætast fleiri nemendur í þann hóp sem er alveg sama um aðra og hafa engan vilja til að bæta sig, hvorki hvað nám varðar né samskipti við aðra. Þessir nemendur sjá oft ekki tilganginn með því að vera í skóla og það er erfitt að kenna þeim að setja sér markmið því þeir hafa ekki áhuga á neinu. Þetta finnst mér vera mesta áskorunin í íslensku skólakerfi, að eiga við þessa nemendur. Því miður þá líða hinir sem vilja læra fyrir það að mestur tími kennarans fer í að tækla þá sem trufla mikið og oft er áreitið í kennslustofunni hvorki börnum né fullorðnum bjóðandi. Við ykkur sem eruð að leita leiða til að bæta nám og líðan barna þá segi ég að það er ekki nóg að rýna bara í kennarann, hans aðferðir og leiðir til árangurs heldur þarf að rýna í fleiri þætti sem hafa áhrif í umhverfi barna. Er ekki kominn tími til að við hér á landi tökum heildræna nálgun á þetta og rýnum í alla þá þætti sem hafa áhrif í lífi barna. Þá þarf að skoða aðkomu stjórnvalda, þátt foreldra og allra þeirra sem koma að börnum svo við gleymum nú ekki áhrif barnanna sjálfra hvert á annað því að keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar. Við sem störfum í skólunum finnum fyrir afturkipp hvað ýmsa þætti varðar þó að margt gangi mjög vel. Það sem veldur mér mestum áhyggjum er það sem tengist jafnrétti, skynsegin og hinsegin málefnum. Það er erfitt að standa frammi fyrir því að eiga orðræðu við nemendur sem trúa því að sumir hópar eigi ekki að hafa sama rétt og aðrir. Við getum gert betur en til þess þurfum við öll að leggjast á eitt við að uppræta meinið. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Niðurstöður PISA hafa verið mikið til umræðu og versnandi árangur íslenskra ungmenna í alþjóðlegum samanburði. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD sem framkvæmir PISA kannanirnar, kom hingað til lands á dögunum í tengslum við alþjóðlegan leiðtogafund um málefni kennara. Andreas lét hafa eftir sér að honum fyndist íslenskir kennarar mjög næmir á aðstæður og að hann væri hrifinn af þeirri nemendamiðuðu nálgun sem viðhöfð er í íslensku skólakerfi. Honum finnst íslenska kerfið ekki alslæmt og nefndi í því samhengi að íslenskir nemendur séu sjálfstæðir, sýni almennt góða líðan og tilfinningu fyrir félagslegum tengslum. Þegar hann var spurður út í það sem mætti betur fara í íslensku skólakerfi þá nefndi hann að honum fyndist skorta skipulag í íslenskum skólum og að íslenskir kennarar væru að gefa ungu fólki röng skilaboð með því að gefa góðar einkunnir fyrir slaka vinnu. Varðandi samanburð Íslands við önnur lönd sem hafa staðið sig betur í PISA þá vildi hann meina að þau lönd sem standa sig betur en við sýndu meiri metnað og gerðar væru meiri og stöðugri væntingar til nemenda þar en á Íslandi. Auk þess væru kerfi þeirra góð og virðast laða að sér hæfileikaríkustu kennarana sem hann taldi mikilvægt því að hann segir að gæði menntunar verði aldrei meiri en gæði kennaranna. Honum finnst skipta miklu máli að fjárfesta í góðum reynslumiklum kennurum til að tækla krefjandi aðstæður og vill meina að íslenskir kennarar séu of linir en telur þá samt meina vel. Ég verð að segja að ég er hugsi yfir því sem þessi yfirmaður menntamála hjá OECD lætur hafa eftir sér um mín störf og annarra sem starfa á gólfinu í íslenskum skólum. Hvorki ég né kollegar mínir eru hafnir yfir gagnrýni en mér finnst svolítið djúpt í árinni tekið að segja að íslenska kennara vanti að skipuleggja sig betur, séu of linir og gefi nemendum röng skilaboð um hæfni þeirra. Ég veit ekki hvað maðurinn er að tala um né hvaðan hann hefur þessar upplýsingar. Það fagfólk sem ég hef unnið með í íslensku skólakerfi skipuleggur sig upp til hópa vel, sækir sér nýjustu upplýsingar varðandi menntamál og fer eftir þeim matsviðmiðum sem ber að fara eftir. Hvað mig sjálfa varðar þá hef ég alla tíð haft mikinn áhuga á skólamálum og atferli barna. Hef menntað mig sérstaklega hvað atferli barna varðar og tekist vel að halda utan um mína námshópa fram að þessu. Það er helst síðustu ár sem borið hefur á því að þær aðferðir sem ég hef beitt í gegnum tíðina hafa ekki verið að virka sem skyldi og fer því alltaf meiri tími í að finna leiðir til að halda uppi aga svo allir nemendur búi við góðar námsaðstæður. Og því miður eru alltaf að bætast fleiri nemendur í þann hóp sem er alveg sama um aðra og hafa engan vilja til að bæta sig, hvorki hvað nám varðar né samskipti við aðra. Þessir nemendur sjá oft ekki tilganginn með því að vera í skóla og það er erfitt að kenna þeim að setja sér markmið því þeir hafa ekki áhuga á neinu. Þetta finnst mér vera mesta áskorunin í íslensku skólakerfi, að eiga við þessa nemendur. Því miður þá líða hinir sem vilja læra fyrir það að mestur tími kennarans fer í að tækla þá sem trufla mikið og oft er áreitið í kennslustofunni hvorki börnum né fullorðnum bjóðandi. Við ykkur sem eruð að leita leiða til að bæta nám og líðan barna þá segi ég að það er ekki nóg að rýna bara í kennarann, hans aðferðir og leiðir til árangurs heldur þarf að rýna í fleiri þætti sem hafa áhrif í umhverfi barna. Er ekki kominn tími til að við hér á landi tökum heildræna nálgun á þetta og rýnum í alla þá þætti sem hafa áhrif í lífi barna. Þá þarf að skoða aðkomu stjórnvalda, þátt foreldra og allra þeirra sem koma að börnum svo við gleymum nú ekki áhrif barnanna sjálfra hvert á annað því að keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar. Við sem störfum í skólunum finnum fyrir afturkipp hvað ýmsa þætti varðar þó að margt gangi mjög vel. Það sem veldur mér mestum áhyggjum er það sem tengist jafnrétti, skynsegin og hinsegin málefnum. Það er erfitt að standa frammi fyrir því að eiga orðræðu við nemendur sem trúa því að sumir hópar eigi ekki að hafa sama rétt og aðrir. Við getum gert betur en til þess þurfum við öll að leggjast á eitt við að uppræta meinið. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun