Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar 29. mars 2025 18:02 Undanfarin misseri hefur íslensk samfélagsumræða um öryggis- og varnarmál verið fyrirferðameiri en áður. Þar sem Ísland hefur, enn sem komið er, ekki sett á laggirnar her þá hefur athyglin beinst að því hvaða stofnanir innanlands kunni að koma að vörnum landsins á hættutímum. Í því samhengi hefur verið bent á að stofnanir eins og lögreglan, Landhelgisgæslan og Almannavarnir gegni lykilhlutverki í öryggismálum landsins – jafnvel á stríðstímum. Í opinberri umræðu hafa jafnvel komið fram hugmyndir um að íslensk löggæsluyfirvöld gætu kallað til fólk úr röðum almennings til að sinna tilteknum verkefnum í hættuaðstæðum eins og hugsanlegu stríði. Grundvallarregla alþjóðlegs mannúðarréttar Þessar hugmyndir kalla á gaumgæfilega skoðun á einni af fjórum meginreglum alþjóðlegs mannúðarréttar: Aðgreiningarskyldunni (e. principle of distinction). Reglan felur í sér að til þess að hægt sé að tryggja virðingu og vernd gagnvart almenningi og borgaralegum eignum skulu aðilar átaka ávallt gera greinarmun á almenningi og stríðandi aðilum (e. combatants), svo og á borgaralegum eignum og hernaðarlegum skotmörkum. Í samræmi við það skulu sömu aðilar beina aðgerðum sínum að hernaðarlegum skotmörkum eingöngu. Í stuttu máli þá felur reglan í sér skyldu til að greina skýrt á milli hins borgaralega og hernaðarlega. Skýrustu birtingarmynd hennar er að finna í 48. gr. fyrsta viðaukans frá 1977 við Genfarsamningana frá 1949, sem Ísland hefur fullgilt. Löggæsla, borgarar og lagaleg staða í átökum Af þessari meginreglu leiðir að hernaðaraðgerðir mega aldrei beinast gegn þeim sem ekki taka þátt í átökum, nema þeir hafi glatað réttarvernd sinni með beinum hætti – til dæmis með því að taka sjálfir þátt í ófriði. Í þessu samhengi er brýnt að spyrja: Ef íslensk yfirvöld ætla að fela löggæsluyfirvöldum, og jafnvel almenningi, ákveðin hlutverk í tilviki vopnaðra átaka, með hvaða hætti hyggjast þau tryggja að greint sé á milli borgaralegrar og hernaðarlegra verkefna? Æskilegt er að stjórnvöld svari þeirri spurningu. Hvorki íslenska lögreglan né Landhelgisgæslan eru skilgreind sem her. Borgarar sem gegna lögbundnum borgaralegum skyldum, til dæmis í almannavörnum, njóta sérstakrar verndar svo lengi sem þeir taka ekki þátt í hernaðarlegum verkefnum. Ef slíkir aðilar hefja þátttöku í slíkum verkefnum, hvort heldur af sjálfsdáðum eða vegna kröfu stjórnvalda, geta þeir glatað þeirri vernd sem þeim ella ber samkvæmt Genfarsamningunum. Þá verða þeir að lögmætum skotmörkum og taka sér stöðu stríðandi aðila – jafnvel þótt þeir hafi enga hernaðarlega þjálfun fengið. Ábyrgð stjórnvalda og réttarríkið í reynd Óljós aðgreining milli borgaralegra og hernaðartengdra hlutverka getur skapað réttaróvissu, aukið hættu fyrir einstaklinga og grafið undan þeirri vernd sem alþjóðlegur mannúðarréttur á að tryggja óbreyttum borgurum á átakatímum. Genfarsamningarnir og viðaukar þeirra eru ekki óljósar yfirlýsingar heldur skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist og fela í sér skýra ábyrgð – bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Þeir ættu að vera hluti af öllum stefnumótandi áætlunum sem snúa að viðbúnaði á hættutímum. Ef stjórnvöld ætla að fela borgaralegum stofnunum og almenningi hlutverk í vopnuðum átökum, verða þau að gera það af fullri meðvitund um lagalegar afleiðingar slíkrar stefnu. Það er afar óvenjulegt í alþjóðlegum samanburði að ríki treysti á borgaralegar stofnanir og almenning til að sinna vörnum ríkisins í vopnuðum átökum. Slík hlutverk eru annars jafnan í höndum sérþjálfaðs herafla sem nýtur réttarstöðu sem stríðandi aðili samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti. Að fela borgarlegum stofnum og almenningi slík hlutverk vekur alvarlegar spurningar – bæði um lagalega vernd og siðferðilega ábyrgð ríkisvaldsins sem ekki verða sniðgengnar. Slíkar spurningar kalla ekki endilega á einföld svör, en þær eiga skilið að vera ræddar af yfirvegun. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur íslensk samfélagsumræða um öryggis- og varnarmál verið fyrirferðameiri en áður. Þar sem Ísland hefur, enn sem komið er, ekki sett á laggirnar her þá hefur athyglin beinst að því hvaða stofnanir innanlands kunni að koma að vörnum landsins á hættutímum. Í því samhengi hefur verið bent á að stofnanir eins og lögreglan, Landhelgisgæslan og Almannavarnir gegni lykilhlutverki í öryggismálum landsins – jafnvel á stríðstímum. Í opinberri umræðu hafa jafnvel komið fram hugmyndir um að íslensk löggæsluyfirvöld gætu kallað til fólk úr röðum almennings til að sinna tilteknum verkefnum í hættuaðstæðum eins og hugsanlegu stríði. Grundvallarregla alþjóðlegs mannúðarréttar Þessar hugmyndir kalla á gaumgæfilega skoðun á einni af fjórum meginreglum alþjóðlegs mannúðarréttar: Aðgreiningarskyldunni (e. principle of distinction). Reglan felur í sér að til þess að hægt sé að tryggja virðingu og vernd gagnvart almenningi og borgaralegum eignum skulu aðilar átaka ávallt gera greinarmun á almenningi og stríðandi aðilum (e. combatants), svo og á borgaralegum eignum og hernaðarlegum skotmörkum. Í samræmi við það skulu sömu aðilar beina aðgerðum sínum að hernaðarlegum skotmörkum eingöngu. Í stuttu máli þá felur reglan í sér skyldu til að greina skýrt á milli hins borgaralega og hernaðarlega. Skýrustu birtingarmynd hennar er að finna í 48. gr. fyrsta viðaukans frá 1977 við Genfarsamningana frá 1949, sem Ísland hefur fullgilt. Löggæsla, borgarar og lagaleg staða í átökum Af þessari meginreglu leiðir að hernaðaraðgerðir mega aldrei beinast gegn þeim sem ekki taka þátt í átökum, nema þeir hafi glatað réttarvernd sinni með beinum hætti – til dæmis með því að taka sjálfir þátt í ófriði. Í þessu samhengi er brýnt að spyrja: Ef íslensk yfirvöld ætla að fela löggæsluyfirvöldum, og jafnvel almenningi, ákveðin hlutverk í tilviki vopnaðra átaka, með hvaða hætti hyggjast þau tryggja að greint sé á milli borgaralegrar og hernaðarlegra verkefna? Æskilegt er að stjórnvöld svari þeirri spurningu. Hvorki íslenska lögreglan né Landhelgisgæslan eru skilgreind sem her. Borgarar sem gegna lögbundnum borgaralegum skyldum, til dæmis í almannavörnum, njóta sérstakrar verndar svo lengi sem þeir taka ekki þátt í hernaðarlegum verkefnum. Ef slíkir aðilar hefja þátttöku í slíkum verkefnum, hvort heldur af sjálfsdáðum eða vegna kröfu stjórnvalda, geta þeir glatað þeirri vernd sem þeim ella ber samkvæmt Genfarsamningunum. Þá verða þeir að lögmætum skotmörkum og taka sér stöðu stríðandi aðila – jafnvel þótt þeir hafi enga hernaðarlega þjálfun fengið. Ábyrgð stjórnvalda og réttarríkið í reynd Óljós aðgreining milli borgaralegra og hernaðartengdra hlutverka getur skapað réttaróvissu, aukið hættu fyrir einstaklinga og grafið undan þeirri vernd sem alþjóðlegur mannúðarréttur á að tryggja óbreyttum borgurum á átakatímum. Genfarsamningarnir og viðaukar þeirra eru ekki óljósar yfirlýsingar heldur skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist og fela í sér skýra ábyrgð – bæði innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Þeir ættu að vera hluti af öllum stefnumótandi áætlunum sem snúa að viðbúnaði á hættutímum. Ef stjórnvöld ætla að fela borgaralegum stofnunum og almenningi hlutverk í vopnuðum átökum, verða þau að gera það af fullri meðvitund um lagalegar afleiðingar slíkrar stefnu. Það er afar óvenjulegt í alþjóðlegum samanburði að ríki treysti á borgaralegar stofnanir og almenning til að sinna vörnum ríkisins í vopnuðum átökum. Slík hlutverk eru annars jafnan í höndum sérþjálfaðs herafla sem nýtur réttarstöðu sem stríðandi aðili samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti. Að fela borgarlegum stofnum og almenningi slík hlutverk vekur alvarlegar spurningar – bæði um lagalega vernd og siðferðilega ábyrgð ríkisvaldsins sem ekki verða sniðgengnar. Slíkar spurningar kalla ekki endilega á einföld svör, en þær eiga skilið að vera ræddar af yfirvegun. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun