Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar 28. mars 2025 13:30 Fjármálaráðherra fullyrti nýverið úr ræðustól Alþingis að verðmyndun á fiski á Íslandi væri ákveðin með sýndarviðskiptum innan sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þessi fullyrðing er röng og eingöngu til þess fallin að villa almenningi sýn. Meginreglan er að verð á fiski á Íslandi ræðst af endanlegu söluverði þeirra afurða sem unnar eru úr fiskinum. Verðið á fiskinum (hráefninu) er hlutfall af afurðaverði. Íslenskur sjávarútvegur hefur þróast þannig að veiðar og vinnsla eru að mestu á sömu hendi, fyrirkomulag sem hefur skilað íslensku samfélagi miklum ávinningi. Ísland-Noregur Samanburður á tveimur fyrirtækjum – annað í Noregi en hitt á Íslandi – staðfestir þetta með óyggjandi hætti. Norska fyrirtækið, líkt og flest önnur norsk sjávarútvegsfyrirtæki, sinnir einungis lágmarksvinnslu, það er hausun áður en fiskurinn er sendur til vinnslu í láglaunalöndum. Íslenska fyrirtækið fullvinnur aflann hér á landi. Þessi munur á fullvinnslu og frumvinnslu skilar sér í endanlegu afurðaverði: það er 16% hærra fyrir þorsk og 77% hærra fyrir ýsu hjá íslenska fyrirtækinu. Þar að auki er skattspor þess 88% hærra en þess norska, enda fer vinnslan fram á Íslandi og skapar störf og tekjur innanlands. Ríkisstyrkt samkeppni Þeir sem þekkja til sjávarútvegs hafa séð hvernig stórar og hátæknivæddar fiskvinnslur hafa verið reistar á láglaunasvæðum Evrópusambandsins með verulegum opinberum styrkjum. Þessar vinnslur njóta einnig ríkisstyrkja í daglegum rekstri og hafa niðurgreitt forskot í samkeppni um hráefni. Þessar vinnslur hafa verið að færa sig upp á skaftið á íslenskum fiskmörkuðum, ekki síst vegna þess hve kvóti Norðmanna í Barentshafi er lítill. Verð sem myndast við þessar aðstæður á fiskmörkuðum í útlöndum á nú að leggja til grundvallar við breytingu á veiðigjaldi á Íslandi. Vanhugsuð atlaga Með fyrirhuguðum breytingum á gjaldinu er ráðist að grundvallarforsendum íslensks sjávarútvegs, sem hefur skilað landi og þjóð meiri ávinningi af sjávarauðlindinni en flestum öðrum þjóðum. Skattar eru ágætlega skilgreindir í lögum og stjórnarskrá. Það væri því heiðarlegra af ráðherrum fjármála og atvinnuvega að tala um skatta þegar um skatta er að ræða í stað þess að fela sig á bak við orðagjálfur eins og „réttlæti“ og „leiðréttingu“. Atlaga að fyrirkomulagi veiða og vinnslu á Íslandi er vanhugsuð og verður ekki án neikvæðra afleiðinga, en þær hafa stjórnvöld þó ekki lagt neitt mat á. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra fullyrti nýverið úr ræðustól Alþingis að verðmyndun á fiski á Íslandi væri ákveðin með sýndarviðskiptum innan sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þessi fullyrðing er röng og eingöngu til þess fallin að villa almenningi sýn. Meginreglan er að verð á fiski á Íslandi ræðst af endanlegu söluverði þeirra afurða sem unnar eru úr fiskinum. Verðið á fiskinum (hráefninu) er hlutfall af afurðaverði. Íslenskur sjávarútvegur hefur þróast þannig að veiðar og vinnsla eru að mestu á sömu hendi, fyrirkomulag sem hefur skilað íslensku samfélagi miklum ávinningi. Ísland-Noregur Samanburður á tveimur fyrirtækjum – annað í Noregi en hitt á Íslandi – staðfestir þetta með óyggjandi hætti. Norska fyrirtækið, líkt og flest önnur norsk sjávarútvegsfyrirtæki, sinnir einungis lágmarksvinnslu, það er hausun áður en fiskurinn er sendur til vinnslu í láglaunalöndum. Íslenska fyrirtækið fullvinnur aflann hér á landi. Þessi munur á fullvinnslu og frumvinnslu skilar sér í endanlegu afurðaverði: það er 16% hærra fyrir þorsk og 77% hærra fyrir ýsu hjá íslenska fyrirtækinu. Þar að auki er skattspor þess 88% hærra en þess norska, enda fer vinnslan fram á Íslandi og skapar störf og tekjur innanlands. Ríkisstyrkt samkeppni Þeir sem þekkja til sjávarútvegs hafa séð hvernig stórar og hátæknivæddar fiskvinnslur hafa verið reistar á láglaunasvæðum Evrópusambandsins með verulegum opinberum styrkjum. Þessar vinnslur njóta einnig ríkisstyrkja í daglegum rekstri og hafa niðurgreitt forskot í samkeppni um hráefni. Þessar vinnslur hafa verið að færa sig upp á skaftið á íslenskum fiskmörkuðum, ekki síst vegna þess hve kvóti Norðmanna í Barentshafi er lítill. Verð sem myndast við þessar aðstæður á fiskmörkuðum í útlöndum á nú að leggja til grundvallar við breytingu á veiðigjaldi á Íslandi. Vanhugsuð atlaga Með fyrirhuguðum breytingum á gjaldinu er ráðist að grundvallarforsendum íslensks sjávarútvegs, sem hefur skilað landi og þjóð meiri ávinningi af sjávarauðlindinni en flestum öðrum þjóðum. Skattar eru ágætlega skilgreindir í lögum og stjórnarskrá. Það væri því heiðarlegra af ráðherrum fjármála og atvinnuvega að tala um skatta þegar um skatta er að ræða í stað þess að fela sig á bak við orðagjálfur eins og „réttlæti“ og „leiðréttingu“. Atlaga að fyrirkomulagi veiða og vinnslu á Íslandi er vanhugsuð og verður ekki án neikvæðra afleiðinga, en þær hafa stjórnvöld þó ekki lagt neitt mat á. Höfundur er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun