Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 27. mars 2025 13:02 Fjármálaeftirlitið hefur samkvæmt lögum rétt til þess að boða fólk í hæfismat vegna stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. Þetta mat er ekki bara formsatriði – það er fjögurra klukkustunda munnlegt próf, næstum eins og yfirheyrsla, þar sem stjórnarmenn eru metnir á ýmsa vegu. Nýlega fékk ég svona boð um að fara í hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu vegna stjórnarsetu minnar í lífeyrissjóði. Fyrsta viðbragðið mitt var ekki mitt besta augnablik. Ég fann fyrir kvíða, óöryggi og smávægilegri gremju. "Af hverju ég?" hugsaði ég. "Er verið að efast um mína hæfni? Ætlar fjármálaeftirlitið að opinbera það að ég veit í raun ekki neitt og á ekkert erindi í stjórn þessa lífeyrissjóðs?”. Þessar hugsanir eru dæmigerð viðbrögð einhvers sem er að velta sér upp úr fastmótuðu hugarfari, þar sem áskoranir eru túlkaðar sem ógnanir og ótti við mistök getur staðið í vegi fyrir framförum. Fastmótað hugarfar (e. fixed mindset) einkennist af þeirri trú að hæfni sé fastmótuð og að áskoranir geti afhjúpað veikleika frekar en að þær séu tækifæri til vaxtar. Þegar ég greindi viðbrögð mín áttaði ég mig á því að ég var föst í þessum hugsana flóka. Ég var að hugsa um hæfismatið sem próf sem ég annaðhvort myndi falla á eða standast, frekar en sem ferli sem gæti veitt mér nýja innsýn og hjálpað mér að verða betri stjórnarmaður. Á þessum tímapunkti fór ég líka að lista upp allskonar afsakanir fyrir því að þetta væri ekki heppilega tímasetning. Dóttir mín átti afmæli daginn sem prófið átti að vera og ég þurfti einnig að mæta með hana til tannlæknis. Fáránlegar afsakanir sem hugurinn fór að slá upp sem einhverskonar vörn til þess að það væri ekki opinberað á torgum að ég veit ekki allt. En svo mundi ég - ég þarf ekki að vita allt en ég þarf að velja það að vilja læra. Þarna þurfti ég að grípa sjálfa mig og velja að nýta mér vaxtarhugarfar (e. growth mindset). Vaxtarhugarfar snýst um þá sannfæringu að hæfni og færni geti þróast með lærdómi og reynslu. Ég spurði sjálfa mig: "Hvað get ég lært af þessu?" "Hvernig getur þetta gert mig að sterkari stjórnarmanni?". Með þessari nálgun sá ég hæfismatið ekki lengur sem hindrun heldur sem tækifæri til að fá endurgjöf, dýpka skilning minn á reglugerðum og efla mig í hlutverkinu. Þrátt fyrir að ég hafi verið að kenna námskeið um vaxtarhugarfar í nokkur ár og nota það hvívetna í mínu lífi, þá þarf samt að velja það meðvitað í sumum aðstæðum. Þegar ég mætti í hæfismatið var ég ekki lengur í vörn heldur forvitin. Ég lærði vel fyrir prófið með opnum huga, svaraði svo af einlægni og notaði tækifærið til að velta fyrir mér hvernig ég gæti bætt mig í stjórnarhlutverkinu. Í stað þess að finna fyrir ógn við matið, fann ég fyrir stolti yfir því að vera í stöðu þar sem ég fékk að læra og vaxa. Ég ætla samt alveg að viðurkenna að stressið fór ekki alveg - ég var alveg rennsveitt í prófinu. Það var krefjandi en jedúddamía hvað ég er miklu fróðari um þessi mál nú en áður. Þessi reynsla var áminning um að við höfum alltaf val um hvernig við nálgumst áskoranir. Með því að temja okkur vaxtarhugarfar tökum við stjórn á eigin framþróun og getum umbreytt hindrunum í tækifæri. Það er ekki alltaf auðvelt – en það er alltaf þess virði. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur samkvæmt lögum rétt til þess að boða fólk í hæfismat vegna stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum. Þetta mat er ekki bara formsatriði – það er fjögurra klukkustunda munnlegt próf, næstum eins og yfirheyrsla, þar sem stjórnarmenn eru metnir á ýmsa vegu. Nýlega fékk ég svona boð um að fara í hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu vegna stjórnarsetu minnar í lífeyrissjóði. Fyrsta viðbragðið mitt var ekki mitt besta augnablik. Ég fann fyrir kvíða, óöryggi og smávægilegri gremju. "Af hverju ég?" hugsaði ég. "Er verið að efast um mína hæfni? Ætlar fjármálaeftirlitið að opinbera það að ég veit í raun ekki neitt og á ekkert erindi í stjórn þessa lífeyrissjóðs?”. Þessar hugsanir eru dæmigerð viðbrögð einhvers sem er að velta sér upp úr fastmótuðu hugarfari, þar sem áskoranir eru túlkaðar sem ógnanir og ótti við mistök getur staðið í vegi fyrir framförum. Fastmótað hugarfar (e. fixed mindset) einkennist af þeirri trú að hæfni sé fastmótuð og að áskoranir geti afhjúpað veikleika frekar en að þær séu tækifæri til vaxtar. Þegar ég greindi viðbrögð mín áttaði ég mig á því að ég var föst í þessum hugsana flóka. Ég var að hugsa um hæfismatið sem próf sem ég annaðhvort myndi falla á eða standast, frekar en sem ferli sem gæti veitt mér nýja innsýn og hjálpað mér að verða betri stjórnarmaður. Á þessum tímapunkti fór ég líka að lista upp allskonar afsakanir fyrir því að þetta væri ekki heppilega tímasetning. Dóttir mín átti afmæli daginn sem prófið átti að vera og ég þurfti einnig að mæta með hana til tannlæknis. Fáránlegar afsakanir sem hugurinn fór að slá upp sem einhverskonar vörn til þess að það væri ekki opinberað á torgum að ég veit ekki allt. En svo mundi ég - ég þarf ekki að vita allt en ég þarf að velja það að vilja læra. Þarna þurfti ég að grípa sjálfa mig og velja að nýta mér vaxtarhugarfar (e. growth mindset). Vaxtarhugarfar snýst um þá sannfæringu að hæfni og færni geti þróast með lærdómi og reynslu. Ég spurði sjálfa mig: "Hvað get ég lært af þessu?" "Hvernig getur þetta gert mig að sterkari stjórnarmanni?". Með þessari nálgun sá ég hæfismatið ekki lengur sem hindrun heldur sem tækifæri til að fá endurgjöf, dýpka skilning minn á reglugerðum og efla mig í hlutverkinu. Þrátt fyrir að ég hafi verið að kenna námskeið um vaxtarhugarfar í nokkur ár og nota það hvívetna í mínu lífi, þá þarf samt að velja það meðvitað í sumum aðstæðum. Þegar ég mætti í hæfismatið var ég ekki lengur í vörn heldur forvitin. Ég lærði vel fyrir prófið með opnum huga, svaraði svo af einlægni og notaði tækifærið til að velta fyrir mér hvernig ég gæti bætt mig í stjórnarhlutverkinu. Í stað þess að finna fyrir ógn við matið, fann ég fyrir stolti yfir því að vera í stöðu þar sem ég fékk að læra og vaxa. Ég ætla samt alveg að viðurkenna að stressið fór ekki alveg - ég var alveg rennsveitt í prófinu. Það var krefjandi en jedúddamía hvað ég er miklu fróðari um þessi mál nú en áður. Þessi reynsla var áminning um að við höfum alltaf val um hvernig við nálgumst áskoranir. Með því að temja okkur vaxtarhugarfar tökum við stjórn á eigin framþróun og getum umbreytt hindrunum í tækifæri. Það er ekki alltaf auðvelt – en það er alltaf þess virði. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarkona.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun