Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Sindri Sverrisson skrifar 27. mars 2025 14:02 Gleðin leyndi sér ekki þegar Ísland tryggði sig inn á EM með sigri gegn Tyrkjum. Í dag ræðst hvaða liðum Ísland mætir á mótinu. vísir/Anton Dregið var í riðla í lokakeppni Evrópumóts karla í körfubolta í beinni útsendingu frá Riga í Lettlandi í dag. Frakkland, Ísrael og Belgía verða í riðli Íslands, ásamt Slóveníu og Póllandi eins og áður var ljóst. Riðlarnir á EM 2025. Ísland leikur í D-riðli í Katowice í Póllandi.FIBA Liðin leika í fjórum sex liða riðlum og var þegar ljóst að Ísland yrði í D-riðli í Katowice í Póllandi eftir samkomulag við heimamenn. Í riðlinum verða einnig Slóvenar með Luka Doncic innanborðs, þar sem þeir voru eina lausa liðið úr næstefsta styrkleikaflokki eftir val á gestgjöfum og samstarfsþjóðum. Þrjú lið bættust svo í riðilinn í dag. Ísland fékk Frakkland, líklega með „geimveruna“ Victor Wembanyama innanborðs, úr efsta styrkleikaflokki en Ísrael úr 4. flokki og Belgíu úr 5. flokki. Wemby er þó að glíma við blóðtappa í öxl og ku ekki spilar meira með San Antonio Spurs á þessari leiktíð en hefur lengri tíma til að ná sér fyrir EM sem hefst 27. ágúst. Riðlarnir á EM 2025: A-riðill (Riga): Serbía, Lettland, Tékkland, Tyrkland, Eistland, Portúgal. B-riðill (Tampere): Þýskaland, Litháen, Svartfjallaland, Finnland, Bretland, Svíþjóð. C-riðill (Limassol): Spánn, Grikkland, Ítalía, Georgía, Bosnía, Kýpur. D-riðill (Katowice): Frakkland, Slóvenía, Pólland, Ísrael, Belgía, ÍSLAND. Frakkar hafa unnið silfur á síðustu tvennum Ólympíuleikum sem og á EM 2022. Ísrael hefur verið með á EM samfleytt frá árinu 1993 og hafnaði í 17. sæti á síðasta móti. Belgar hafa verið með á síðustu fimm Evrópumótum og höfnuðu í 14. sæti á mótinu 2022. Leikdagar Íslands í riðlakeppninni eru klárir en þeir eru 28., 30., 31. ágúst, 2.og 4. september. FIBA á eftir að staðfesta það en útlit er fyrir Ísland byrji á leik við Ísrael 28. ágúst. Fjögur lið komast upp úr hverjum riðli og í 16-liða úrslitin en útsláttarkeppni mótsins fer öll fram í Riga. Riðlakeppni mótsins fer fram í fjórum borgum: Tampere í Finnlandi, Riga í Lettlandi, Limassol á Kýpur og Katowice í Póllandi. Íslenskir körfuboltaáhugamenn sem stefna á að fara til Katowice í ágúst ættu að vera á tánum næstu daga því Pólverjar hefja brátt miðasölu og eiga Íslendingar forkaupsrétt að ákveðnum fjölda miða. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars. 20. mars 2025 10:02 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Frakkland, Ísrael og Belgía verða í riðli Íslands, ásamt Slóveníu og Póllandi eins og áður var ljóst. Riðlarnir á EM 2025. Ísland leikur í D-riðli í Katowice í Póllandi.FIBA Liðin leika í fjórum sex liða riðlum og var þegar ljóst að Ísland yrði í D-riðli í Katowice í Póllandi eftir samkomulag við heimamenn. Í riðlinum verða einnig Slóvenar með Luka Doncic innanborðs, þar sem þeir voru eina lausa liðið úr næstefsta styrkleikaflokki eftir val á gestgjöfum og samstarfsþjóðum. Þrjú lið bættust svo í riðilinn í dag. Ísland fékk Frakkland, líklega með „geimveruna“ Victor Wembanyama innanborðs, úr efsta styrkleikaflokki en Ísrael úr 4. flokki og Belgíu úr 5. flokki. Wemby er þó að glíma við blóðtappa í öxl og ku ekki spilar meira með San Antonio Spurs á þessari leiktíð en hefur lengri tíma til að ná sér fyrir EM sem hefst 27. ágúst. Riðlarnir á EM 2025: A-riðill (Riga): Serbía, Lettland, Tékkland, Tyrkland, Eistland, Portúgal. B-riðill (Tampere): Þýskaland, Litháen, Svartfjallaland, Finnland, Bretland, Svíþjóð. C-riðill (Limassol): Spánn, Grikkland, Ítalía, Georgía, Bosnía, Kýpur. D-riðill (Katowice): Frakkland, Slóvenía, Pólland, Ísrael, Belgía, ÍSLAND. Frakkar hafa unnið silfur á síðustu tvennum Ólympíuleikum sem og á EM 2022. Ísrael hefur verið með á EM samfleytt frá árinu 1993 og hafnaði í 17. sæti á síðasta móti. Belgar hafa verið með á síðustu fimm Evrópumótum og höfnuðu í 14. sæti á mótinu 2022. Leikdagar Íslands í riðlakeppninni eru klárir en þeir eru 28., 30., 31. ágúst, 2.og 4. september. FIBA á eftir að staðfesta það en útlit er fyrir Ísland byrji á leik við Ísrael 28. ágúst. Fjögur lið komast upp úr hverjum riðli og í 16-liða úrslitin en útsláttarkeppni mótsins fer öll fram í Riga. Riðlakeppni mótsins fer fram í fjórum borgum: Tampere í Finnlandi, Riga í Lettlandi, Limassol á Kýpur og Katowice í Póllandi. Íslenskir körfuboltaáhugamenn sem stefna á að fara til Katowice í ágúst ættu að vera á tánum næstu daga því Pólverjar hefja brátt miðasölu og eiga Íslendingar forkaupsrétt að ákveðnum fjölda miða.
Riðlarnir á EM 2025: A-riðill (Riga): Serbía, Lettland, Tékkland, Tyrkland, Eistland, Portúgal. B-riðill (Tampere): Þýskaland, Litháen, Svartfjallaland, Finnland, Bretland, Svíþjóð. C-riðill (Limassol): Spánn, Grikkland, Ítalía, Georgía, Bosnía, Kýpur. D-riðill (Katowice): Frakkland, Slóvenía, Pólland, Ísrael, Belgía, ÍSLAND.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars. 20. mars 2025 10:02 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars. 20. mars 2025 10:02