Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Sindri Sverrisson skrifar 27. mars 2025 14:02 Gleðin leyndi sér ekki þegar Ísland tryggði sig inn á EM með sigri gegn Tyrkjum. Í dag ræðst hvaða liðum Ísland mætir á mótinu. vísir/Anton Dregið var í riðla í lokakeppni Evrópumóts karla í körfubolta í beinni útsendingu frá Riga í Lettlandi í dag. Frakkland, Ísrael og Belgía verða í riðli Íslands, ásamt Slóveníu og Póllandi eins og áður var ljóst. Riðlarnir á EM 2025. Ísland leikur í D-riðli í Katowice í Póllandi.FIBA Liðin leika í fjórum sex liða riðlum og var þegar ljóst að Ísland yrði í D-riðli í Katowice í Póllandi eftir samkomulag við heimamenn. Í riðlinum verða einnig Slóvenar með Luka Doncic innanborðs, þar sem þeir voru eina lausa liðið úr næstefsta styrkleikaflokki eftir val á gestgjöfum og samstarfsþjóðum. Þrjú lið bættust svo í riðilinn í dag. Ísland fékk Frakkland, líklega með „geimveruna“ Victor Wembanyama innanborðs, úr efsta styrkleikaflokki en Ísrael úr 4. flokki og Belgíu úr 5. flokki. Wemby er þó að glíma við blóðtappa í öxl og ku ekki spilar meira með San Antonio Spurs á þessari leiktíð en hefur lengri tíma til að ná sér fyrir EM sem hefst 27. ágúst. Riðlarnir á EM 2025: A-riðill (Riga): Serbía, Lettland, Tékkland, Tyrkland, Eistland, Portúgal. B-riðill (Tampere): Þýskaland, Litháen, Svartfjallaland, Finnland, Bretland, Svíþjóð. C-riðill (Limassol): Spánn, Grikkland, Ítalía, Georgía, Bosnía, Kýpur. D-riðill (Katowice): Frakkland, Slóvenía, Pólland, Ísrael, Belgía, ÍSLAND. Frakkar hafa unnið silfur á síðustu tvennum Ólympíuleikum sem og á EM 2022. Ísrael hefur verið með á EM samfleytt frá árinu 1993 og hafnaði í 17. sæti á síðasta móti. Belgar hafa verið með á síðustu fimm Evrópumótum og höfnuðu í 14. sæti á mótinu 2022. Leikdagar Íslands í riðlakeppninni eru klárir en þeir eru 28., 30., 31. ágúst, 2.og 4. september. FIBA á eftir að staðfesta það en útlit er fyrir Ísland byrji á leik við Ísrael 28. ágúst. Fjögur lið komast upp úr hverjum riðli og í 16-liða úrslitin en útsláttarkeppni mótsins fer öll fram í Riga. Riðlakeppni mótsins fer fram í fjórum borgum: Tampere í Finnlandi, Riga í Lettlandi, Limassol á Kýpur og Katowice í Póllandi. Íslenskir körfuboltaáhugamenn sem stefna á að fara til Katowice í ágúst ættu að vera á tánum næstu daga því Pólverjar hefja brátt miðasölu og eiga Íslendingar forkaupsrétt að ákveðnum fjölda miða. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars. 20. mars 2025 10:02 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
Frakkland, Ísrael og Belgía verða í riðli Íslands, ásamt Slóveníu og Póllandi eins og áður var ljóst. Riðlarnir á EM 2025. Ísland leikur í D-riðli í Katowice í Póllandi.FIBA Liðin leika í fjórum sex liða riðlum og var þegar ljóst að Ísland yrði í D-riðli í Katowice í Póllandi eftir samkomulag við heimamenn. Í riðlinum verða einnig Slóvenar með Luka Doncic innanborðs, þar sem þeir voru eina lausa liðið úr næstefsta styrkleikaflokki eftir val á gestgjöfum og samstarfsþjóðum. Þrjú lið bættust svo í riðilinn í dag. Ísland fékk Frakkland, líklega með „geimveruna“ Victor Wembanyama innanborðs, úr efsta styrkleikaflokki en Ísrael úr 4. flokki og Belgíu úr 5. flokki. Wemby er þó að glíma við blóðtappa í öxl og ku ekki spilar meira með San Antonio Spurs á þessari leiktíð en hefur lengri tíma til að ná sér fyrir EM sem hefst 27. ágúst. Riðlarnir á EM 2025: A-riðill (Riga): Serbía, Lettland, Tékkland, Tyrkland, Eistland, Portúgal. B-riðill (Tampere): Þýskaland, Litháen, Svartfjallaland, Finnland, Bretland, Svíþjóð. C-riðill (Limassol): Spánn, Grikkland, Ítalía, Georgía, Bosnía, Kýpur. D-riðill (Katowice): Frakkland, Slóvenía, Pólland, Ísrael, Belgía, ÍSLAND. Frakkar hafa unnið silfur á síðustu tvennum Ólympíuleikum sem og á EM 2022. Ísrael hefur verið með á EM samfleytt frá árinu 1993 og hafnaði í 17. sæti á síðasta móti. Belgar hafa verið með á síðustu fimm Evrópumótum og höfnuðu í 14. sæti á mótinu 2022. Leikdagar Íslands í riðlakeppninni eru klárir en þeir eru 28., 30., 31. ágúst, 2.og 4. september. FIBA á eftir að staðfesta það en útlit er fyrir Ísland byrji á leik við Ísrael 28. ágúst. Fjögur lið komast upp úr hverjum riðli og í 16-liða úrslitin en útsláttarkeppni mótsins fer öll fram í Riga. Riðlakeppni mótsins fer fram í fjórum borgum: Tampere í Finnlandi, Riga í Lettlandi, Limassol á Kýpur og Katowice í Póllandi. Íslenskir körfuboltaáhugamenn sem stefna á að fara til Katowice í ágúst ættu að vera á tánum næstu daga því Pólverjar hefja brátt miðasölu og eiga Íslendingar forkaupsrétt að ákveðnum fjölda miða.
Riðlarnir á EM 2025: A-riðill (Riga): Serbía, Lettland, Tékkland, Tyrkland, Eistland, Portúgal. B-riðill (Tampere): Þýskaland, Litháen, Svartfjallaland, Finnland, Bretland, Svíþjóð. C-riðill (Limassol): Spánn, Grikkland, Ítalía, Georgía, Bosnía, Kýpur. D-riðill (Katowice): Frakkland, Slóvenía, Pólland, Ísrael, Belgía, ÍSLAND.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars. 20. mars 2025 10:02 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars. 20. mars 2025 10:02