Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Lovísa Arnardóttir skrifar 27. mars 2025 09:08 Ljóst verður í dag hvort Magnús Karl eða Silja Bára verði næsti rektor Háskóla Íslands. Háskóli Íslands Seinni umferð rektorskjörs í Háskóla Íslands stendur nú yfir en kosið er á milli Magnúsar Karls Magnússonar, prófessors við Læknadeild, og Silju Báru R. Ómarsdóttur, prófessors við Stjórnmálafræðideild. Kjörfundi lýkur klukkan 17 í dag. Í tilkynningu frá Háskóla Íslands kemur fram að stefnt sé að því að tilkynna um úrslit kjörsins í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands á milli klukkan 18 og 18.30. Fyrri atkvæðagreiðslu í rektorskjöri lauk í síðustu viku með þeirri niðurstöðu að enginn frambjóðandi fékk meirihluta greiddra atkvæða. Þess vegna er nú kosið aftur um tvo efstu, þau Magnús Karl og Silju Báru. Atkvæði starfsfólk vega meira en atkvæði nemenda Á kjörskrá eru 14.557 einstaklingar, 1.752 starfsmenn og 12.805 nemendur. Atkvæði starfsfólks vega 70 prósent í kjörinu og atkvæði nemenda 30 prósent. Öll sem skipuð eru eða ráðin í starf við háskólann og stofnanir hans í samræmi við gildan ráðningarsamning hafa atkvæðisrétt. Starfsfólk í 75 prósent starfshlutfalli eða hærra hefur heilt atkvæði, starfsfólk í 37 til 74 prósent starfshlutfalli hefur hálft atkvæði og síðast hefur starfsfólk í lægra hlutfalli en 37 prósent ekki atkvæðisrétt. Allir nemendur, sem skrásettir eru í Háskóla Íslands við upphaf kjörfundar, hafa atkvæðisrétt. Skipaður til fimm ára Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, skipar háskólarektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs að loknum kosningunum. Nýr rektor Háskóla Íslands tekur við embætti 1. júlí næstkomandi og er skipunartíminn til 30. júní 2030. Kjörstjórn vegna rektorskjörs er skipuð af háskólaráði. Hún annast framkvæmd kosningarinnar fyrir hönd háskólaráðs. Formaður nefndarinnar er Víðir Smári Petersen, prófessor við Lagadeild. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag kjörsins eru á vef Háskóla Íslands. Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Í tilkynningu frá Háskóla Íslands kemur fram að stefnt sé að því að tilkynna um úrslit kjörsins í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands á milli klukkan 18 og 18.30. Fyrri atkvæðagreiðslu í rektorskjöri lauk í síðustu viku með þeirri niðurstöðu að enginn frambjóðandi fékk meirihluta greiddra atkvæða. Þess vegna er nú kosið aftur um tvo efstu, þau Magnús Karl og Silju Báru. Atkvæði starfsfólk vega meira en atkvæði nemenda Á kjörskrá eru 14.557 einstaklingar, 1.752 starfsmenn og 12.805 nemendur. Atkvæði starfsfólks vega 70 prósent í kjörinu og atkvæði nemenda 30 prósent. Öll sem skipuð eru eða ráðin í starf við háskólann og stofnanir hans í samræmi við gildan ráðningarsamning hafa atkvæðisrétt. Starfsfólk í 75 prósent starfshlutfalli eða hærra hefur heilt atkvæði, starfsfólk í 37 til 74 prósent starfshlutfalli hefur hálft atkvæði og síðast hefur starfsfólk í lægra hlutfalli en 37 prósent ekki atkvæðisrétt. Allir nemendur, sem skrásettir eru í Háskóla Íslands við upphaf kjörfundar, hafa atkvæðisrétt. Skipaður til fimm ára Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, skipar háskólarektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs að loknum kosningunum. Nýr rektor Háskóla Íslands tekur við embætti 1. júlí næstkomandi og er skipunartíminn til 30. júní 2030. Kjörstjórn vegna rektorskjörs er skipuð af háskólaráði. Hún annast framkvæmd kosningarinnar fyrir hönd háskólaráðs. Formaður nefndarinnar er Víðir Smári Petersen, prófessor við Lagadeild. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag kjörsins eru á vef Háskóla Íslands.
Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira