Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2025 21:42 Einar Birgir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tandrabrettis. Trjáafellingarvélin fyrir aftan. Sigurjón Ólason Eftir nærri sjö vikna lokun er núna vonast til að hægt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar fyrir almenna flugumferð á miðnætti annaðkvöld. Trjáfellingum í Öskuhlíð lauk síðdegis. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá trjáfellingarvél austfirska fyrirtækisins Tandrabrettis saga síðasta tréð á fimmta tímanum síðdegis. „Við vorum búnir í fyrradag en svo var bara gerð önnur mæling og þá kom bara eitthvað í ljós. En við erum búnir núna með það sem bættist við,“ segir Einar Birgir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tandrabrettis. Trjáfellingarvél austfirska fyrirtækisins Tandrabrettis.Sigurjón Ólason Þeir eiga þó eftir að snyrta svæðið, sem Einar áætlar að taki tvo til þrjá daga. Síðan eigi eftir að keyra öllu timbrinu í veg fyrir skip í Hafnarfirði. Tvær vikur eru frá því starfsmenn Tandrabrettis mættu með tæki sín og tól í Öskjuhlíðina. Núna má víða um skóginn sjá myndarlega timburstafla sem fluttir verða með skipinu austur á Eskifjörð til timburvinnslu. Þetta er nefnilega nytjaviður. Timbrið úr skóginum verður flutt með skipi til Austfjarða í timburvinnslu.Sigurjón ólason „Mjög flott timbur. Þetta er beint og flott timbur,“ segir Einar. Þar sem áður var kafþykkur skógur hefur núna opnast útsýni úr Öskjuhlíð yfir Skerjafjörð. Með ruðningi skógarins hefur myndast víðáttumikið rjóður. Beneventum-klettarnir eru komnir í ljós. Þar voru nýnemar MH látnir beygja sig fyrir eldri nemum.Sigurjón Ólason Og Beneventum-klettarnir, sem huldir hafa verið nánast skógarmyrkviði undanfarna áratugi, eru komnir í ljós. Þar fóru áður fram busavígslur nýnema Menntaskólans við Hamrahlíð en klettarnir eru sagðir hafa verið samkomustaður skólapilta Lærða skólans á 19. öld. Stórt rjóður hefur núna opnast í miðri Öskjuhlíð með útsýni yfir Skerjafjörð.Sigurjón ólason Vakið hefur athygli að Austfirðingar vinna verkið fyrir mun lægri fjárhæð en ráðamenn borgarinnar töldu að það myndi kosta. „Ég las það í Morgunblaðinu að það munar 400 milljónum. Eða 450 milljónum,“ segir Einar og vísar til fréttar af mismunandi háum tilboðum í verkið. -Og þið fáið hvað mikið? „Við fáum 20 milljónir fyrir þetta,“ svarar Einar Birgir. Horft úr Öskjuhlíð niður að flugbrautinni.Sigurjón Ólason Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er stefnt að því að morgundagurinn verði notaður til að sannreyna hvort aðflugslínan sé núna laus við hindranir. Ef svo reynist gæti austur/vestur brautin opnast á miðnætti annaðkvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Tré Skógrækt og landgræðsla Borgarstjórn Fréttir af flugi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Starfsfólk Reykjavíkurborgar og verktakar hafa nú lokið við að fella þau 1.600 tré í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa gerði kröfu um, svo aflétta mætti takmörkunum á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Yfirmaður skrifstofu borgarlandsins segir fjölmörg tækifæri til að skapa skemmtilegt svæði þar sem trén stóðu áður. 26. mars 2025 18:09 Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Fyrirhugað er að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga aðgerðaáætlunar um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis. Nú þegar er búið að fella 730 tré. 12. mars 2025 14:26 Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. 26. febrúar 2025 18:31 Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Fjögurhundruð tré verða felld í Öskjuhlíð, samkvæmt forgangsáætlun sem hefur verið að mótast í samskiptum Reykjavíkurborgar og Isavia. Vonast er til að unnt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar eftir viku til tíu daga, en þá með takmörkunum. 17. febrúar 2025 21:00 Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Flugmenn hafa mátt takast á við krefjandi hliðarvindslendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugrekstrarstjóri Norlandair segir þetta sorglegt og hefur flugfélagið sótt um undanþágu fyrir sjúkraflug til lendinga á lokuðu flugbrautinni. 12. febrúar 2025 21:45 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá trjáfellingarvél austfirska fyrirtækisins Tandrabrettis saga síðasta tréð á fimmta tímanum síðdegis. „Við vorum búnir í fyrradag en svo var bara gerð önnur mæling og þá kom bara eitthvað í ljós. En við erum búnir núna með það sem bættist við,“ segir Einar Birgir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tandrabrettis. Trjáfellingarvél austfirska fyrirtækisins Tandrabrettis.Sigurjón Ólason Þeir eiga þó eftir að snyrta svæðið, sem Einar áætlar að taki tvo til þrjá daga. Síðan eigi eftir að keyra öllu timbrinu í veg fyrir skip í Hafnarfirði. Tvær vikur eru frá því starfsmenn Tandrabrettis mættu með tæki sín og tól í Öskjuhlíðina. Núna má víða um skóginn sjá myndarlega timburstafla sem fluttir verða með skipinu austur á Eskifjörð til timburvinnslu. Þetta er nefnilega nytjaviður. Timbrið úr skóginum verður flutt með skipi til Austfjarða í timburvinnslu.Sigurjón ólason „Mjög flott timbur. Þetta er beint og flott timbur,“ segir Einar. Þar sem áður var kafþykkur skógur hefur núna opnast útsýni úr Öskjuhlíð yfir Skerjafjörð. Með ruðningi skógarins hefur myndast víðáttumikið rjóður. Beneventum-klettarnir eru komnir í ljós. Þar voru nýnemar MH látnir beygja sig fyrir eldri nemum.Sigurjón Ólason Og Beneventum-klettarnir, sem huldir hafa verið nánast skógarmyrkviði undanfarna áratugi, eru komnir í ljós. Þar fóru áður fram busavígslur nýnema Menntaskólans við Hamrahlíð en klettarnir eru sagðir hafa verið samkomustaður skólapilta Lærða skólans á 19. öld. Stórt rjóður hefur núna opnast í miðri Öskjuhlíð með útsýni yfir Skerjafjörð.Sigurjón ólason Vakið hefur athygli að Austfirðingar vinna verkið fyrir mun lægri fjárhæð en ráðamenn borgarinnar töldu að það myndi kosta. „Ég las það í Morgunblaðinu að það munar 400 milljónum. Eða 450 milljónum,“ segir Einar og vísar til fréttar af mismunandi háum tilboðum í verkið. -Og þið fáið hvað mikið? „Við fáum 20 milljónir fyrir þetta,“ svarar Einar Birgir. Horft úr Öskjuhlíð niður að flugbrautinni.Sigurjón Ólason Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er stefnt að því að morgundagurinn verði notaður til að sannreyna hvort aðflugslínan sé núna laus við hindranir. Ef svo reynist gæti austur/vestur brautin opnast á miðnætti annaðkvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Tré Skógrækt og landgræðsla Borgarstjórn Fréttir af flugi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Starfsfólk Reykjavíkurborgar og verktakar hafa nú lokið við að fella þau 1.600 tré í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa gerði kröfu um, svo aflétta mætti takmörkunum á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Yfirmaður skrifstofu borgarlandsins segir fjölmörg tækifæri til að skapa skemmtilegt svæði þar sem trén stóðu áður. 26. mars 2025 18:09 Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Fyrirhugað er að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga aðgerðaáætlunar um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis. Nú þegar er búið að fella 730 tré. 12. mars 2025 14:26 Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. 26. febrúar 2025 18:31 Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Fjögurhundruð tré verða felld í Öskjuhlíð, samkvæmt forgangsáætlun sem hefur verið að mótast í samskiptum Reykjavíkurborgar og Isavia. Vonast er til að unnt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar eftir viku til tíu daga, en þá með takmörkunum. 17. febrúar 2025 21:00 Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Flugmenn hafa mátt takast á við krefjandi hliðarvindslendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugrekstrarstjóri Norlandair segir þetta sorglegt og hefur flugfélagið sótt um undanþágu fyrir sjúkraflug til lendinga á lokuðu flugbrautinni. 12. febrúar 2025 21:45 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira
Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Starfsfólk Reykjavíkurborgar og verktakar hafa nú lokið við að fella þau 1.600 tré í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa gerði kröfu um, svo aflétta mætti takmörkunum á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Yfirmaður skrifstofu borgarlandsins segir fjölmörg tækifæri til að skapa skemmtilegt svæði þar sem trén stóðu áður. 26. mars 2025 18:09
Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Fyrirhugað er að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga aðgerðaáætlunar um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis. Nú þegar er búið að fella 730 tré. 12. mars 2025 14:26
Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. 26. febrúar 2025 18:31
Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Fjögurhundruð tré verða felld í Öskjuhlíð, samkvæmt forgangsáætlun sem hefur verið að mótast í samskiptum Reykjavíkurborgar og Isavia. Vonast er til að unnt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar eftir viku til tíu daga, en þá með takmörkunum. 17. febrúar 2025 21:00
Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Flugmenn hafa mátt takast á við krefjandi hliðarvindslendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugrekstrarstjóri Norlandair segir þetta sorglegt og hefur flugfélagið sótt um undanþágu fyrir sjúkraflug til lendinga á lokuðu flugbrautinni. 12. febrúar 2025 21:45
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20