Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. mars 2025 18:09 Frá trjáfellingum fyrr í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Reykjavíkurborgar og verktakar hafa nú lokið við að fella þau 1.600 tré í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa gerði kröfu um, svo aflétta mætti takmörkunum á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Yfirmaður skrifstofu borgarlandsins segir fjölmörg tækifæri til að skapa skemmtilegt svæði þar sem trén stóðu áður. „Þannig hafa öll þau tré sem samkvæmt mælingum sem Isavia lét gera skaga upp í svokallaðan VSS hindranaflöt verið felld, eða um það bil 1600 tré. Heildarverkinu er þó ekki lokið en einnig þarf að fjarlægja boli og greinar úr skóginum,“ segir í tilkynningu frá borginni. Allt gengið vonum framar Í samtali við fréttastofu segir Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlands hjá Reykjavíkurborg, að allt hafi gengið að óskum. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Enda erum við með rosalega flott fólk sem stýrir þessu og er að gera þetta. Við erum heppin þar og þetta hefur gengið vonum framar, eigum við ekki bara að orða það þannig?“ segir Hjalti. Hjalti J. Guðmundsson er yfir borgarlandinu.Vísir/Einar Um nokkuð flókna aðgerð hafi verið að ræða, og ekki nóg að vaða bara inn í skóginn með sagir og byrja. Trjáfellingin hafi krafist skipulags og undirbúnings. „Þú þarft að vita hvað þú ert að gera. Við höfum gætt fyllsta öryggis. Bæði varðandi fólkið sem er að vinna að þessu, og gagnvart vegfarendum. Við höfum tryggt umhverfið eins og kostur er og vorum með sérstakt fólk í því að gæta öryggi vegfarenda og brýna fyrir þeim sem unnu verkið að hafa öryggismálin á hreinu. Það tókst gríðarvel.“ Spennandi möguleikar Í tilkynningu borgarinnar segir einnig að nú sé hafið ferli við að endurhanna svæðið, svo tryggja megi gæði þess sem eins vinsælasta útivistarskógar borgarinnar. Hjalti segir ekkert fast í hendi um hvað verði á svæðinu þar sem trén stóðu áður. „Nú er bara landslagsarkitekt að skoða það og móta tillögur. Þarna eru fjöldamörg tækifæri í að skapa skemmtilegt útivistarsvæði,“ segir hann. „Það er alltaf þannig að alls konar svona hlutir, ef maður lítur þannig á málin, skapa ný tækifæri.“ Engar frekari kröfur borist Hjalti segist eiga von á því að nú sé trjáfellingum lokið. Í það minnsta hafi ekki komið kröfur um að fleiri tré verði felld. „En það er bara Samgöngustofu, Isavi, og hvað þessir ágætu aðilar heita, að gera einhverjar kröfur um það.“ Verkefninu sé því lokið og ekki annað að gera en að bíða og sjá hvað framtíðin beri í skauti sér varðandi önnur tré og svæðið sem undir er. „Ég vil bara koma á framfæri þakklæti til þessa frábæra starfsfólks sem skipulagði og vann verkið, á vegum borgar og verktaka.“ Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Tré Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
„Þannig hafa öll þau tré sem samkvæmt mælingum sem Isavia lét gera skaga upp í svokallaðan VSS hindranaflöt verið felld, eða um það bil 1600 tré. Heildarverkinu er þó ekki lokið en einnig þarf að fjarlægja boli og greinar úr skóginum,“ segir í tilkynningu frá borginni. Allt gengið vonum framar Í samtali við fréttastofu segir Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlands hjá Reykjavíkurborg, að allt hafi gengið að óskum. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Enda erum við með rosalega flott fólk sem stýrir þessu og er að gera þetta. Við erum heppin þar og þetta hefur gengið vonum framar, eigum við ekki bara að orða það þannig?“ segir Hjalti. Hjalti J. Guðmundsson er yfir borgarlandinu.Vísir/Einar Um nokkuð flókna aðgerð hafi verið að ræða, og ekki nóg að vaða bara inn í skóginn með sagir og byrja. Trjáfellingin hafi krafist skipulags og undirbúnings. „Þú þarft að vita hvað þú ert að gera. Við höfum gætt fyllsta öryggis. Bæði varðandi fólkið sem er að vinna að þessu, og gagnvart vegfarendum. Við höfum tryggt umhverfið eins og kostur er og vorum með sérstakt fólk í því að gæta öryggi vegfarenda og brýna fyrir þeim sem unnu verkið að hafa öryggismálin á hreinu. Það tókst gríðarvel.“ Spennandi möguleikar Í tilkynningu borgarinnar segir einnig að nú sé hafið ferli við að endurhanna svæðið, svo tryggja megi gæði þess sem eins vinsælasta útivistarskógar borgarinnar. Hjalti segir ekkert fast í hendi um hvað verði á svæðinu þar sem trén stóðu áður. „Nú er bara landslagsarkitekt að skoða það og móta tillögur. Þarna eru fjöldamörg tækifæri í að skapa skemmtilegt útivistarsvæði,“ segir hann. „Það er alltaf þannig að alls konar svona hlutir, ef maður lítur þannig á málin, skapa ný tækifæri.“ Engar frekari kröfur borist Hjalti segist eiga von á því að nú sé trjáfellingum lokið. Í það minnsta hafi ekki komið kröfur um að fleiri tré verði felld. „En það er bara Samgöngustofu, Isavi, og hvað þessir ágætu aðilar heita, að gera einhverjar kröfur um það.“ Verkefninu sé því lokið og ekki annað að gera en að bíða og sjá hvað framtíðin beri í skauti sér varðandi önnur tré og svæðið sem undir er. „Ég vil bara koma á framfæri þakklæti til þessa frábæra starfsfólks sem skipulagði og vann verkið, á vegum borgar og verktaka.“
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Skipulag Tré Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira