Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar 26. mars 2025 13:01 Nýverið og margendurtekið segir Örn Pálsson, framkv.stj. LS, að 72% þjóðarinnar sé fylgjandi strandveiðum og ríkisstjórnin ætli sér nú, í þessum málaflokki, að fara að vilja þjóðarinnar. Örn veit samt, þótt hann eigi þessar tölur eftir einhverja könnun, að stór hluti þjóðarinnar hefur ekki hugmynd um það hvernig strandveiðar ganga fyrir sig og hve mikil óþarfa sóun fylgir þeim. Undirritaður ákvað því, eina ferðina enn, að skýra málið í stuttri grein ef einhver vildi fræðast um þessi mál. Veiðikerfið eins og það hefur verið: Bátur sem fengið hefur strandveiðileyfi má fara 12 róðra í hverjum mánuði. Hann má samt ekki róa föstud, laugard, og sunnudaga. Þetta þýðir m.a. að margir eiga í erfiðleikum, vegna veðurs, með að ná þessum 12 dögum. Það þýðir þá líka að menn verða að róa litlum bátum í verri veðrum sem er alls ekki til þess fallið að auka öryggi þessara aðila. Annars missa menn bara af dögum. Þetta þýðir líka að til að ná degi og menn komast ekki langt út þá fara þeir í lélegan og verðlítinn fisk bara til að fá eitthvað út úr annars ónýttum degi. Hver bátur má veiða 775 kg af ósl. þorski á hverjum róðrardegi. Ef hann kemur með meira þá þarf hann að endurgreiða fullt aflaverðmæti þess til ríkissjóðs (Fiskistofu), ásamt löndunarkostnaði o.fl. Það er nánast ómögulegt að hitta nákvæmlega á þessa vigt og því fara menn oft yfir vigtina til þess að vera öruggir um að hafa náð skammti. Þetta getur líka þýtt að ef menn hafa verið í verðlitlum fiski í byrjun dags og enda svo í dýrari fiski í lokin þá henda þeir dauðum smáfiski á heimleiðinni. Við þessa iðju hafa menn verið staðnir að verki. Þetta gera þeir til að minnka sektina sem hlýst af því að fara yfir á magninu. Ætli umrædd 72% þjóðarinnar átti sig á þessum sóðaskap? Hver bátur má hafa 4 færarúllur og má hann aðeins vera 14 tíma úr höfn og aftur í höfn. Þetta er auðvitað fáránlegt þegar það er svo líka þak á magninu. En þetta kemur sér vel fyrir hraðskreiðari báta. Þá fer styttri tími í ferðalög út og aftur heim. Hins vegar afleitt fyrir hæggenga báta. Sumir bátar ganga mest 8sm á klst. Aðrir ganga upp í 22sm á klukkustund. Þessir hraðskreiðari bátar eru eðlilega dýrari og flestir þeirra eru í eigu manna sem selt hafa frá sér kvóta og eru alveg himinlifandi yfir því að fá að koma aftur inn í kerfið til að leika sér. Þeim er skítsama um olíueyðsluna og annan kostnað og þ.a.l. afkomuna af veiðunum. Þeir eru bara komnir ,,út að leika“ í boði þess sem eitt sinn voru Vinstri Grænir og komu þessari vitleysu í gang, þá á atkvæðaveiðum líkt og Flokkur Fólksins gerði núna. Þetta eru eðlilega líka bátarnir sem hafa mestu möguleikana á að ná skammtinum. Svo er heildarpottur fyrir allan pakkann kannski 11.000 tonn. Þegar hann er búinn þá er leikurinn flautaður af. Undanfarin ár ca. viku af júlí. Þetta er því kapphlaup, bæði við tímann (klukkuna, 14 tíma reglan) og hina bátana í kerfinu. Ef þeim gengur illa þá verður heildarpotturinn drýgri. Í kapphlaupi (ólympískum veiðum) er miklu til kostað og í þessum veiðum þá er olíukostnaður helsti breytilegi kostnaðarliðurinn. Þarna er mikil sóun innbyggð í sjálft kerfið eins og gefur að skilja. Gríðarlega hátt hlutfall olíumagns per. kg. af fiski. Gangi allt upp, dagarnir 12 nást og skammtur alla daga þá getur mánaðaraflinn orðið 9,3 t. af þorski. Fari bátur með 200 olíulítra í róður, sem er sjálfssagt nærri meðaltali, þá verður mánaðareyðslan 2.400 l. á þessi 9,3 t. Þetta þýðir 258 l. á tonnið. Það hefur verið sýnt fram á það að með gáfulegra fyrirkomulagi þessara veiða má minnka olíueyðsluna um 60%. Undirritaður hefur ekkert á móti ,,strandveiðum“ og hefur tekið þátt í þeim flest árin fram að þessu, fyrst og fremst til að drýgja aðrar aflaheimildir. Einhver mynd af frelsi til handfæraveiða styður við aflamarkskerfið í heild og það er af því góða. Hitt er svo önnur saga hvernig aðferðarfræðin er. Núverandi fyrirkomulag er fiskveiðiþjóðinni til skammar. Þegar veiðarnar hafa verið stöðvaðar í júlí þá hafa verið komnir ca 12d í maí og 12 í júní og kannski 9 í júlí: samtals kannski 33d á bát þegar potturinn er búinn. Ef við breytum kerfinu í 48 daga þá mundu bætast við 15d. Þá gildir eftirfarandi reikningsdæmi ef meðaltalseyðsla er 200l. á dag og viðbótin yrði 15 dagar og bátarnir 710 (200l. X 15d. X 710 b.) Þetta eru 2,1 milljón lítrar. Kosta kannski 430 milljónir. Hvert verður kolefnissporið við brennsluna og flutninginn til landsins? Samt dettur mönnum það ennþá í hug að þetta séu umhverfisvænar veiðar. Hefur 72% þjóðarinnar verið talin trú um það? Athugið að hvað olíueyðslu varðar og smáfiskadráp þá eru handfæraveiðar alls ekki það sama og strandveiðar. Vonandi eru lesendur einhverju nær. Höfundur er sjómaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýverið og margendurtekið segir Örn Pálsson, framkv.stj. LS, að 72% þjóðarinnar sé fylgjandi strandveiðum og ríkisstjórnin ætli sér nú, í þessum málaflokki, að fara að vilja þjóðarinnar. Örn veit samt, þótt hann eigi þessar tölur eftir einhverja könnun, að stór hluti þjóðarinnar hefur ekki hugmynd um það hvernig strandveiðar ganga fyrir sig og hve mikil óþarfa sóun fylgir þeim. Undirritaður ákvað því, eina ferðina enn, að skýra málið í stuttri grein ef einhver vildi fræðast um þessi mál. Veiðikerfið eins og það hefur verið: Bátur sem fengið hefur strandveiðileyfi má fara 12 róðra í hverjum mánuði. Hann má samt ekki róa föstud, laugard, og sunnudaga. Þetta þýðir m.a. að margir eiga í erfiðleikum, vegna veðurs, með að ná þessum 12 dögum. Það þýðir þá líka að menn verða að róa litlum bátum í verri veðrum sem er alls ekki til þess fallið að auka öryggi þessara aðila. Annars missa menn bara af dögum. Þetta þýðir líka að til að ná degi og menn komast ekki langt út þá fara þeir í lélegan og verðlítinn fisk bara til að fá eitthvað út úr annars ónýttum degi. Hver bátur má veiða 775 kg af ósl. þorski á hverjum róðrardegi. Ef hann kemur með meira þá þarf hann að endurgreiða fullt aflaverðmæti þess til ríkissjóðs (Fiskistofu), ásamt löndunarkostnaði o.fl. Það er nánast ómögulegt að hitta nákvæmlega á þessa vigt og því fara menn oft yfir vigtina til þess að vera öruggir um að hafa náð skammti. Þetta getur líka þýtt að ef menn hafa verið í verðlitlum fiski í byrjun dags og enda svo í dýrari fiski í lokin þá henda þeir dauðum smáfiski á heimleiðinni. Við þessa iðju hafa menn verið staðnir að verki. Þetta gera þeir til að minnka sektina sem hlýst af því að fara yfir á magninu. Ætli umrædd 72% þjóðarinnar átti sig á þessum sóðaskap? Hver bátur má hafa 4 færarúllur og má hann aðeins vera 14 tíma úr höfn og aftur í höfn. Þetta er auðvitað fáránlegt þegar það er svo líka þak á magninu. En þetta kemur sér vel fyrir hraðskreiðari báta. Þá fer styttri tími í ferðalög út og aftur heim. Hins vegar afleitt fyrir hæggenga báta. Sumir bátar ganga mest 8sm á klst. Aðrir ganga upp í 22sm á klukkustund. Þessir hraðskreiðari bátar eru eðlilega dýrari og flestir þeirra eru í eigu manna sem selt hafa frá sér kvóta og eru alveg himinlifandi yfir því að fá að koma aftur inn í kerfið til að leika sér. Þeim er skítsama um olíueyðsluna og annan kostnað og þ.a.l. afkomuna af veiðunum. Þeir eru bara komnir ,,út að leika“ í boði þess sem eitt sinn voru Vinstri Grænir og komu þessari vitleysu í gang, þá á atkvæðaveiðum líkt og Flokkur Fólksins gerði núna. Þetta eru eðlilega líka bátarnir sem hafa mestu möguleikana á að ná skammtinum. Svo er heildarpottur fyrir allan pakkann kannski 11.000 tonn. Þegar hann er búinn þá er leikurinn flautaður af. Undanfarin ár ca. viku af júlí. Þetta er því kapphlaup, bæði við tímann (klukkuna, 14 tíma reglan) og hina bátana í kerfinu. Ef þeim gengur illa þá verður heildarpotturinn drýgri. Í kapphlaupi (ólympískum veiðum) er miklu til kostað og í þessum veiðum þá er olíukostnaður helsti breytilegi kostnaðarliðurinn. Þarna er mikil sóun innbyggð í sjálft kerfið eins og gefur að skilja. Gríðarlega hátt hlutfall olíumagns per. kg. af fiski. Gangi allt upp, dagarnir 12 nást og skammtur alla daga þá getur mánaðaraflinn orðið 9,3 t. af þorski. Fari bátur með 200 olíulítra í róður, sem er sjálfssagt nærri meðaltali, þá verður mánaðareyðslan 2.400 l. á þessi 9,3 t. Þetta þýðir 258 l. á tonnið. Það hefur verið sýnt fram á það að með gáfulegra fyrirkomulagi þessara veiða má minnka olíueyðsluna um 60%. Undirritaður hefur ekkert á móti ,,strandveiðum“ og hefur tekið þátt í þeim flest árin fram að þessu, fyrst og fremst til að drýgja aðrar aflaheimildir. Einhver mynd af frelsi til handfæraveiða styður við aflamarkskerfið í heild og það er af því góða. Hitt er svo önnur saga hvernig aðferðarfræðin er. Núverandi fyrirkomulag er fiskveiðiþjóðinni til skammar. Þegar veiðarnar hafa verið stöðvaðar í júlí þá hafa verið komnir ca 12d í maí og 12 í júní og kannski 9 í júlí: samtals kannski 33d á bát þegar potturinn er búinn. Ef við breytum kerfinu í 48 daga þá mundu bætast við 15d. Þá gildir eftirfarandi reikningsdæmi ef meðaltalseyðsla er 200l. á dag og viðbótin yrði 15 dagar og bátarnir 710 (200l. X 15d. X 710 b.) Þetta eru 2,1 milljón lítrar. Kosta kannski 430 milljónir. Hvert verður kolefnissporið við brennsluna og flutninginn til landsins? Samt dettur mönnum það ennþá í hug að þetta séu umhverfisvænar veiðar. Hefur 72% þjóðarinnar verið talin trú um það? Athugið að hvað olíueyðslu varðar og smáfiskadráp þá eru handfæraveiðar alls ekki það sama og strandveiðar. Vonandi eru lesendur einhverju nær. Höfundur er sjómaður.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun