Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Árni Sæberg skrifar 26. mars 2025 10:51 Salóme Guðmundsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Ísorku. Ísorka Salóme Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ísorku. Hún tekur við starfinu af Sigurði Ástgeirssyni stofnanda fyrirtækisins. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Ísorka hafi formlega hafið starfsemi í árslok 2016 og verið fyrst fyrirtækja á Íslandi til að hefja gjaldtöku fyrir hleðslu á hleðslustöðvum. Fyrirtækið sé að stærstum hluta í eigu EGG ehf., sem sé meðal annars móðurfélag bílaumboðsins BL og bílaleigu Hertz á Íslandi. EGG sé í jafnri eigu Ernu Gísladóttur og Jóns Þórs Gunnarssonar. Mikil reynsla af nýsköpun Salóme hafi starfað í hringiðu nýsköpunar og tækni frá árinu 2014, lengst af sem framkvæmdastjóri Klaks. Árið 2021 hafi hún tekið sæti í stjórn hjá Eyri Ventures og sinnt ýmsum verkefnum fyrir sjóðinn og félög í eignasafni hans. Hún hafi þá starfað sem forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAnalytics og síðar sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justikal. Salóme hafi jafnframt starfað sem leiðbeinandi við MBA nám Háskólans í Reykjavík frá árinu 2021 þar sem hún hafi umsjón með lokaverkefni MBA nema, sem unnið sé í samstarfi við MIT háskóla. Salóme hafi einnig verið forstöðumaður Opna háskólans í HR á árunum 2011-2014. Salóme sé með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi lokið AMP stjórnendanámi við IESE í Barcelona árið 2019. Hún hafi víðtæka reynslu af ýmsum nefndar- og stjórnarstörfum í íslensku atvinnulífi og sitji í stjórn Viðskiptaráðs Íslands, Hönnunarmars og sem varamaður í stjórn Fossa fjárfestingabanka. Salóme sé jafnframt stofnandi og formaður félags Kvenna í stjórnum. Spennandi áskorun „Við í stjórn Ísorku erum gríðarlega ánægð með að fá Salóme til liðs við okkur. Hún hefur viðtæka reynslu sem mun styrkja teymið okkar enn frekar og við hlökkum til að vinna með henni að þeim spennandi verkefnum sem eru framundan,“ er haft eftir Írisi Ansnes, stjórnarformanni Ísorku. „Ísorka er frumkvöðull á sviði hleðslulausna og hefur náð mikilvægum árangri á undanförnum árum á ört vaxandi markaði þar sem ríkir mikil samkeppni. Það er spennandi áskorun að fá að leiða fyrirtækið inn í næsta vaxtarfasa með metnaðarfullu teymi og traustum samstarfsaðilum þar sem framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini, nýsköpun og sjálfbærni eru í forgrunni,“ er haft eftir Salóme. Nýsköpun Vistaskipti Orkumál Orkuskipti Bílar Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Ísorka hafi formlega hafið starfsemi í árslok 2016 og verið fyrst fyrirtækja á Íslandi til að hefja gjaldtöku fyrir hleðslu á hleðslustöðvum. Fyrirtækið sé að stærstum hluta í eigu EGG ehf., sem sé meðal annars móðurfélag bílaumboðsins BL og bílaleigu Hertz á Íslandi. EGG sé í jafnri eigu Ernu Gísladóttur og Jóns Þórs Gunnarssonar. Mikil reynsla af nýsköpun Salóme hafi starfað í hringiðu nýsköpunar og tækni frá árinu 2014, lengst af sem framkvæmdastjóri Klaks. Árið 2021 hafi hún tekið sæti í stjórn hjá Eyri Ventures og sinnt ýmsum verkefnum fyrir sjóðinn og félög í eignasafni hans. Hún hafi þá starfað sem forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAnalytics og síðar sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justikal. Salóme hafi jafnframt starfað sem leiðbeinandi við MBA nám Háskólans í Reykjavík frá árinu 2021 þar sem hún hafi umsjón með lokaverkefni MBA nema, sem unnið sé í samstarfi við MIT háskóla. Salóme hafi einnig verið forstöðumaður Opna háskólans í HR á árunum 2011-2014. Salóme sé með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi lokið AMP stjórnendanámi við IESE í Barcelona árið 2019. Hún hafi víðtæka reynslu af ýmsum nefndar- og stjórnarstörfum í íslensku atvinnulífi og sitji í stjórn Viðskiptaráðs Íslands, Hönnunarmars og sem varamaður í stjórn Fossa fjárfestingabanka. Salóme sé jafnframt stofnandi og formaður félags Kvenna í stjórnum. Spennandi áskorun „Við í stjórn Ísorku erum gríðarlega ánægð með að fá Salóme til liðs við okkur. Hún hefur viðtæka reynslu sem mun styrkja teymið okkar enn frekar og við hlökkum til að vinna með henni að þeim spennandi verkefnum sem eru framundan,“ er haft eftir Írisi Ansnes, stjórnarformanni Ísorku. „Ísorka er frumkvöðull á sviði hleðslulausna og hefur náð mikilvægum árangri á undanförnum árum á ört vaxandi markaði þar sem ríkir mikil samkeppni. Það er spennandi áskorun að fá að leiða fyrirtækið inn í næsta vaxtarfasa með metnaðarfullu teymi og traustum samstarfsaðilum þar sem framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini, nýsköpun og sjálfbærni eru í forgrunni,“ er haft eftir Salóme.
Nýsköpun Vistaskipti Orkumál Orkuskipti Bílar Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira