Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2025 10:49 Þeir Sepp Blatter (t.v.) og Michel Platini (t.h.) fyrir utan dómshúsið í Sviss í gær. Á vakt þeirra var alþjóðaknattspyrnuhreyfingin gegnsýrð af spillingu. Lítið hefur breyst síðan. Vísir/EPA Svissneskur áfrýjunardómstóll staðfesti sýknu í spillingarmáli Sepps Blatter, fyrrverandi forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, og Michels Platini, fyrrverandi forseta Knattspyrnusambands Evrópu, í gær. Málinu gæti enn verið áfrýjað til æðri dómstóls. Blatter og Platini voru ákærðir fyrir fjársvik sem tengdust milljóna greiðslum Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) til þess síðarnefnda fyrir ráðgjafarstörf. Upp komst um greiðslurnar árið 2015 þegar meiriháttar spillingarmál og rannsókn skók FIFA. Saksóknarar héldu því fram að Platini hefði ekki átt rétt á tveimur milljónum svissneskra franka sem FIFA greiddi honum að undirlagi Blatter árið 2011. Greiðslurnar áttu að vera fyrir ráðgjafarstörf sem Platini átti að hafa innt af hendi fyrir Blatter á árunum 1998 til 2002. Í ákæru voru þeir báðir sakaðir um að hafa blekkt starfsmenn FIFA til þess að greiða Platini féð á árunum 2010 til 2011. Tvímenningarnir voru sýknaðir árið 2022 þar sem dómari taldi ekki hægt að afsanna fullyrðingar þeirra um að munnlegt samkomulag hefði legið fyrir um greiðslurnar. Framburður þeirra beggja um þær hefði verið stöðugur. „Ekki er hægt að álykta að fyrir sakborningunum hafi vakað að auðga sjálfa sig í skilningi þeirra brota sem þeir eru ákærðir fyrir,“ sagði í dómsorðinu. „Ofsóknum“ lokið Áfrýjunardómstóllinn staðfesti sýknuna í gær. Svissneski ríkissaksóknarinn sagðist ætla að fara yfir dóminn áður en ákvörðun væri tekin um að áfrýja til æðsta dómstóls landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákæruvaldið fór fram á tuttugu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir knattspyrnuforkólfunum fyrrverandi. Þegar spillingarmálið varð opinbert var Platini forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) og talinn líklegur til þess að leysa Blatter af hólmi sem forseti FIFA. Báðir mennirnir voru hins vegar útilokaðir frá stjórn knattspyrnumála vegna siðabrota. Platini fagnaði niðurstöðunni í gær og sagði tíu ára „ofsóknum“ FIFA og ákveðinna svissneskra saksóknara væri nú lokið. Málið hefði komið í veg fyrir að hann yrði forseti FIFA en nú væri hann orðinn of gamall til þess að snúa aftur í knattspyrnuheiminn. Frakkinn er 69 ára gamall. Blatter er 89 ára gamall. Hann sagði málið hafa hangið yfir honum eins og sverð Damoklesar. Nú gæti hann loks andað léttar. Rannsókn og saksókn gegn stjórnendum FIFA vegna spillingar árið 2015 virðist ekki hafa breytt sambandinu til betri vegar. Sambandið hefur þegar undið ofan að ýmsum ráðstöfunum og umbótum sem voru gerðar til þess að fyrirbyggja frekari spillingu. Þá hefur forseti sambandsins, Svisslendingurinn Gianni Infantino, sankað að sér völdum á undanförnum árum og nýtt sér gjafmildi olíuríkja eins og Katar og Sádi-Arabíu sem vilja nota knattspyrnuna til þess að fegra ímynd sína. FIFA Efnahagsbrot Fótbolti Sviss Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Blatter og Platini voru ákærðir fyrir fjársvik sem tengdust milljóna greiðslum Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) til þess síðarnefnda fyrir ráðgjafarstörf. Upp komst um greiðslurnar árið 2015 þegar meiriháttar spillingarmál og rannsókn skók FIFA. Saksóknarar héldu því fram að Platini hefði ekki átt rétt á tveimur milljónum svissneskra franka sem FIFA greiddi honum að undirlagi Blatter árið 2011. Greiðslurnar áttu að vera fyrir ráðgjafarstörf sem Platini átti að hafa innt af hendi fyrir Blatter á árunum 1998 til 2002. Í ákæru voru þeir báðir sakaðir um að hafa blekkt starfsmenn FIFA til þess að greiða Platini féð á árunum 2010 til 2011. Tvímenningarnir voru sýknaðir árið 2022 þar sem dómari taldi ekki hægt að afsanna fullyrðingar þeirra um að munnlegt samkomulag hefði legið fyrir um greiðslurnar. Framburður þeirra beggja um þær hefði verið stöðugur. „Ekki er hægt að álykta að fyrir sakborningunum hafi vakað að auðga sjálfa sig í skilningi þeirra brota sem þeir eru ákærðir fyrir,“ sagði í dómsorðinu. „Ofsóknum“ lokið Áfrýjunardómstóllinn staðfesti sýknuna í gær. Svissneski ríkissaksóknarinn sagðist ætla að fara yfir dóminn áður en ákvörðun væri tekin um að áfrýja til æðsta dómstóls landsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákæruvaldið fór fram á tuttugu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir knattspyrnuforkólfunum fyrrverandi. Þegar spillingarmálið varð opinbert var Platini forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) og talinn líklegur til þess að leysa Blatter af hólmi sem forseti FIFA. Báðir mennirnir voru hins vegar útilokaðir frá stjórn knattspyrnumála vegna siðabrota. Platini fagnaði niðurstöðunni í gær og sagði tíu ára „ofsóknum“ FIFA og ákveðinna svissneskra saksóknara væri nú lokið. Málið hefði komið í veg fyrir að hann yrði forseti FIFA en nú væri hann orðinn of gamall til þess að snúa aftur í knattspyrnuheiminn. Frakkinn er 69 ára gamall. Blatter er 89 ára gamall. Hann sagði málið hafa hangið yfir honum eins og sverð Damoklesar. Nú gæti hann loks andað léttar. Rannsókn og saksókn gegn stjórnendum FIFA vegna spillingar árið 2015 virðist ekki hafa breytt sambandinu til betri vegar. Sambandið hefur þegar undið ofan að ýmsum ráðstöfunum og umbótum sem voru gerðar til þess að fyrirbyggja frekari spillingu. Þá hefur forseti sambandsins, Svisslendingurinn Gianni Infantino, sankað að sér völdum á undanförnum árum og nýtt sér gjafmildi olíuríkja eins og Katar og Sádi-Arabíu sem vilja nota knattspyrnuna til þess að fegra ímynd sína.
FIFA Efnahagsbrot Fótbolti Sviss Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira