Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. mars 2025 11:02 Öryggis- og varnarmál okkar Íslendinga snúast í grunninn um frið og frelsi. Það er markmið okkar allra að tryggja stöðugleika, öryggi og friðsamt samfélag. En friður er ekki sjálfgefinn. Hvað þá frelsið. Frelsið er tryggt með fyrirhyggju, traustum vörnum og öflugu alþjóðlegu samstarfi. Og með skýrri sýn og hugrekki til að standa með þessum grundvallargildum okkar þegar þrengt er að þeim úr ýmsum áttum. Sem betur fer eru eldsvoðar sjaldgæfir. Engu að síður eigum við slökkvitæki heima hjá okkur og vitum hvert við eigum að hringja ef eldur kviknar. Við viljum ekki að húsið brenni, og við viljum geta brugðist við ef hætta steðjar að. Sú staðreynd að við eigum slökkvitæki veldur ekki eldsvoða. Það sama á við um öryggis- og varnarmál. Við viljum ekki stríð, við viljum frið. En við þurfum að vera viðbúin og hafa skýra áætlun um hvernig við stöndum vörð um okkar grundvallargildi, sjálfstæði og öryggi – en ekki síður okkar mikilvægu innviði. Ísland mikilvægur hlekkur í öryggiskeðjunni Íslensk öryggis- og varnarmál byggja á skýrri sýn: Að tryggja öryggi landsins í nánu samstarfi við vina- og bandalagsþjóðir. Við gerum það með aðild okkar að NATO, samstarfi við Norðurlöndin og aðrar bandalagsþjóðir og með varnarsamningi við Bandaríkin. Þessar stoðir verðum við að styrkja og efla enn frekar með víðtækara samstarfi. Það blasir við í ljósi þróunar heimsmála síðustu vikur og mánuði enda grunnhlutverk ríkisins að tryggja öryggi borgaranna. Við búum í heimi þar sem ógnir eru raunverulegar – bæði hefðbundnar hernaðarógnir og nýjar áskoranir á borð við netárásir, skemmdir á innviðum og upplýsingaóreiðu. Það er ekki ógnarstefna að vilja öflugar varnir, rétt eins og það er ekki hræðslustefna að eiga slökkvitæki. Þetta snýst um skynsemi, ábyrgð og fyrirhyggju. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann, styrkja alþjóðlegar stoðir okkar og tryggja að Ísland sé traustur hlekkur í sameiginlegri öryggiskeðju lýðræðisríkja. Öflugar varnir forsenda friðar Frelsi krefst ábyrgðar. Það sama gildir um frið. Öflug varnarstefna er ekki andstæða friðar – hún er forsenda hans. Við viljum öryggi án þess að þurfa að óttast. Við viljum geta sofið rólega að næturlagi, vitandi að við eigum okkar „slökkvitæki“ og getum brugðist við ef hætta steðjar að. Við vonumst öll til þess að aldrei þurfi að kalla á slökkviliðið eða á aðstoð bandalagsþjóða okkar. En ef til þess kemur, þá viljum við vita að það sé einhver sem svarar kallinu, tilbúinn að bregðast við. Við viljum líka vita að fleiri en einn viðbragðsaðili mæti á svæðið til að slökkva eldinn. Rétt eins og við eigum fullt af vel hæfum slökkviliðsmönnum, þá er samstarf þeirra er lykilforsenda þess að verkið sé unnið. Þess vegna byggjum við upp varnir okkar í samvinnu við aðrar þjóðir og stöndum með þeim þegar vegið er að frelsi þeirra og fullveldi, því öryggi okkar er samofið öryggi bandamanna okkar. Og stoðirnar sem við treystum á þurfa að vera fleiri en ein. Við þurfum öflugt samstarf bæði austur um haf og vestur svo slökkviliðið sé samsett af þjóðum sem við höfum treyst tengslin við og sýnt að við erum verðugur bandamaður. Við kjósum öryggi fram yfir varnarleysi, samstöðu fram yfir einangrun, fyrirhyggju fram yfir aðgerðarleysi. Þess vegna þurfum við sterka öryggisinnviði og öflugar varnir – ekki vegna þess að við viljum átök og stríð, heldur vegna þess að við viljum frelsi og frið. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Öryggis- og varnarmál okkar Íslendinga snúast í grunninn um frið og frelsi. Það er markmið okkar allra að tryggja stöðugleika, öryggi og friðsamt samfélag. En friður er ekki sjálfgefinn. Hvað þá frelsið. Frelsið er tryggt með fyrirhyggju, traustum vörnum og öflugu alþjóðlegu samstarfi. Og með skýrri sýn og hugrekki til að standa með þessum grundvallargildum okkar þegar þrengt er að þeim úr ýmsum áttum. Sem betur fer eru eldsvoðar sjaldgæfir. Engu að síður eigum við slökkvitæki heima hjá okkur og vitum hvert við eigum að hringja ef eldur kviknar. Við viljum ekki að húsið brenni, og við viljum geta brugðist við ef hætta steðjar að. Sú staðreynd að við eigum slökkvitæki veldur ekki eldsvoða. Það sama á við um öryggis- og varnarmál. Við viljum ekki stríð, við viljum frið. En við þurfum að vera viðbúin og hafa skýra áætlun um hvernig við stöndum vörð um okkar grundvallargildi, sjálfstæði og öryggi – en ekki síður okkar mikilvægu innviði. Ísland mikilvægur hlekkur í öryggiskeðjunni Íslensk öryggis- og varnarmál byggja á skýrri sýn: Að tryggja öryggi landsins í nánu samstarfi við vina- og bandalagsþjóðir. Við gerum það með aðild okkar að NATO, samstarfi við Norðurlöndin og aðrar bandalagsþjóðir og með varnarsamningi við Bandaríkin. Þessar stoðir verðum við að styrkja og efla enn frekar með víðtækara samstarfi. Það blasir við í ljósi þróunar heimsmála síðustu vikur og mánuði enda grunnhlutverk ríkisins að tryggja öryggi borgaranna. Við búum í heimi þar sem ógnir eru raunverulegar – bæði hefðbundnar hernaðarógnir og nýjar áskoranir á borð við netárásir, skemmdir á innviðum og upplýsingaóreiðu. Það er ekki ógnarstefna að vilja öflugar varnir, rétt eins og það er ekki hræðslustefna að eiga slökkvitæki. Þetta snýst um skynsemi, ábyrgð og fyrirhyggju. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann, styrkja alþjóðlegar stoðir okkar og tryggja að Ísland sé traustur hlekkur í sameiginlegri öryggiskeðju lýðræðisríkja. Öflugar varnir forsenda friðar Frelsi krefst ábyrgðar. Það sama gildir um frið. Öflug varnarstefna er ekki andstæða friðar – hún er forsenda hans. Við viljum öryggi án þess að þurfa að óttast. Við viljum geta sofið rólega að næturlagi, vitandi að við eigum okkar „slökkvitæki“ og getum brugðist við ef hætta steðjar að. Við vonumst öll til þess að aldrei þurfi að kalla á slökkviliðið eða á aðstoð bandalagsþjóða okkar. En ef til þess kemur, þá viljum við vita að það sé einhver sem svarar kallinu, tilbúinn að bregðast við. Við viljum líka vita að fleiri en einn viðbragðsaðili mæti á svæðið til að slökkva eldinn. Rétt eins og við eigum fullt af vel hæfum slökkviliðsmönnum, þá er samstarf þeirra er lykilforsenda þess að verkið sé unnið. Þess vegna byggjum við upp varnir okkar í samvinnu við aðrar þjóðir og stöndum með þeim þegar vegið er að frelsi þeirra og fullveldi, því öryggi okkar er samofið öryggi bandamanna okkar. Og stoðirnar sem við treystum á þurfa að vera fleiri en ein. Við þurfum öflugt samstarf bæði austur um haf og vestur svo slökkviliðið sé samsett af þjóðum sem við höfum treyst tengslin við og sýnt að við erum verðugur bandamaður. Við kjósum öryggi fram yfir varnarleysi, samstöðu fram yfir einangrun, fyrirhyggju fram yfir aðgerðarleysi. Þess vegna þurfum við sterka öryggisinnviði og öflugar varnir – ekki vegna þess að við viljum átök og stríð, heldur vegna þess að við viljum frelsi og frið. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun