Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2025 23:20 Sjálfa sem Curiosity tók á mars árið 2023. NASA/JPL-Caltech/MSSS Könnunarfarið Curiosity, sem er statt á yfirborð Mars, hefur fundið stærstu lífrænu sameindirnar hingað til. Fundurinn gefur til kynna að líffræðilegir ferlar hafi verið komnir lengra á Mars en áður hefur verið talið. Um er að ræða langar sameindir kolefna sem fundust í grjóti og er talið að hafi verið brot úr fitusýru. Slíkar sýrur eru meðal frumeininga lífs á jörðinni, samkvæmt grein á vef Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) um uppgötvunina. I came, I saw, I detected some of the largest organic molecules on Mars using my onboard science lab. 👀It could be the best evidence yet that organic chemistry advanced toward the kind of complexity required for an origin of life on the Red Planet. https://t.co/gheRVvhmrd pic.twitter.com/2bWEkkK9zm— Curiosity Rover (@MarsCuriosity) March 25, 2025 Lífverur mynda frumuhimnur úr fitusýrum, meðal annars til að verja frumuveggi. Þær geta þó einnig orðið til í lífrænum ferlum án lífvera, eins og þegar vatn blandast við steinefni í kringum við hveri neðansjávar. Sýnið var tekið í maí 2013 á stað í Gale-gígnum sem var eitt sinn botn stöðuvatns. Sýni sem tekin voru þar innihalda fjölmörg efni sem hafa varpað ljósi á sögu svæðisins. Í grein NASA segir ómögulegt að skera úr um við hvaða aðstæður þessar sameindir urðu til en fundurinn hefur þó gert vísindamenn spennta. Þessar stóru sameindir auka líkurnar á því að líf hafi fundist á Mars á árum áður. Sömuleiðis þykir þessi uppgötvun auka líkurnar á því að hægt verði að finna ummerki lífs einhvern tímann og dregur hún úr áhyggjum vísindamanna varðandi það að allar slíkar sameindir hafi eyðilagst vegna mikillar geislunar og slæmra aðstæðna á Mars undanfarna tuga milljóna ára. „Það eru vísbendingar um að fljótandi vatn hafi mátt finna í Gale-gíg í milljónir ára og jafnvel mun lengur, sem þýðir að það var nægur tími fyrir líffræðilega ferla í þessum gígum á Mars,“ er haft eftir einum vísindamannanna sem greindu sýnið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Curiosity finnur lífrænar sameindir á Mars en það hefur bandaríski könnunarjeppinn Perseverence einnig gert. Sjá einnig: Fundu óvænt merki um mögulegt örverulíf á Mars Uppgötvunin þykir einnig jákvæð varðandi ætlanir forsvarsmanna NASA þegar kemur að því að sækja sýni til Mars. Perseverance hefur safnað sýnum í og við Jezero-gíginn, sem var fullur af vatni á árum áður. Með því að koma sýnunum til jarðar vonast vísindamenn til að geta grandskoðað þau og mögulega svara þeirri spurningu hvort líf hafi á einhverjum tímapunkti fundist á Mars. Sjá einnig: Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sýnið sem stóru sameindirnar fundust í gætu innihaldið enn stærri sameindir en rannsóknarbúnaður Curiosity er ekki nægilega öflugur til að greina það betur. Geimurinn Mars Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Gífurlegt magn af ís undir yfirborði Mars Mögulegt er að finna megi gífurlegt magn af ís undir yfirborðinu á Mars. Talið er að ef ísinn yrði bræddur gæti hann þakið reikistjörnuna með 1,5 til 2,7 metra djúpu hafi. 19. janúar 2024 14:22 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Sjá meira
Um er að ræða langar sameindir kolefna sem fundust í grjóti og er talið að hafi verið brot úr fitusýru. Slíkar sýrur eru meðal frumeininga lífs á jörðinni, samkvæmt grein á vef Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) um uppgötvunina. I came, I saw, I detected some of the largest organic molecules on Mars using my onboard science lab. 👀It could be the best evidence yet that organic chemistry advanced toward the kind of complexity required for an origin of life on the Red Planet. https://t.co/gheRVvhmrd pic.twitter.com/2bWEkkK9zm— Curiosity Rover (@MarsCuriosity) March 25, 2025 Lífverur mynda frumuhimnur úr fitusýrum, meðal annars til að verja frumuveggi. Þær geta þó einnig orðið til í lífrænum ferlum án lífvera, eins og þegar vatn blandast við steinefni í kringum við hveri neðansjávar. Sýnið var tekið í maí 2013 á stað í Gale-gígnum sem var eitt sinn botn stöðuvatns. Sýni sem tekin voru þar innihalda fjölmörg efni sem hafa varpað ljósi á sögu svæðisins. Í grein NASA segir ómögulegt að skera úr um við hvaða aðstæður þessar sameindir urðu til en fundurinn hefur þó gert vísindamenn spennta. Þessar stóru sameindir auka líkurnar á því að líf hafi fundist á Mars á árum áður. Sömuleiðis þykir þessi uppgötvun auka líkurnar á því að hægt verði að finna ummerki lífs einhvern tímann og dregur hún úr áhyggjum vísindamanna varðandi það að allar slíkar sameindir hafi eyðilagst vegna mikillar geislunar og slæmra aðstæðna á Mars undanfarna tuga milljóna ára. „Það eru vísbendingar um að fljótandi vatn hafi mátt finna í Gale-gíg í milljónir ára og jafnvel mun lengur, sem þýðir að það var nægur tími fyrir líffræðilega ferla í þessum gígum á Mars,“ er haft eftir einum vísindamannanna sem greindu sýnið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Curiosity finnur lífrænar sameindir á Mars en það hefur bandaríski könnunarjeppinn Perseverence einnig gert. Sjá einnig: Fundu óvænt merki um mögulegt örverulíf á Mars Uppgötvunin þykir einnig jákvæð varðandi ætlanir forsvarsmanna NASA þegar kemur að því að sækja sýni til Mars. Perseverance hefur safnað sýnum í og við Jezero-gíginn, sem var fullur af vatni á árum áður. Með því að koma sýnunum til jarðar vonast vísindamenn til að geta grandskoðað þau og mögulega svara þeirri spurningu hvort líf hafi á einhverjum tímapunkti fundist á Mars. Sjá einnig: Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sýnið sem stóru sameindirnar fundust í gætu innihaldið enn stærri sameindir en rannsóknarbúnaður Curiosity er ekki nægilega öflugur til að greina það betur.
Geimurinn Mars Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Gífurlegt magn af ís undir yfirborði Mars Mögulegt er að finna megi gífurlegt magn af ís undir yfirborðinu á Mars. Talið er að ef ísinn yrði bræddur gæti hann þakið reikistjörnuna með 1,5 til 2,7 metra djúpu hafi. 19. janúar 2024 14:22 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Sjá meira
Gífurlegt magn af ís undir yfirborði Mars Mögulegt er að finna megi gífurlegt magn af ís undir yfirborðinu á Mars. Talið er að ef ísinn yrði bræddur gæti hann þakið reikistjörnuna með 1,5 til 2,7 metra djúpu hafi. 19. janúar 2024 14:22