„Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2025 10:32 Sindri Kristinn verður í marki Keflvíkinga í sumar. vísir/ívar Sindri Kristinn Ólafsson segist vera stoltur af tíma sínum í FH og ákvörðunin að yfirgefa klúbbinn hafi verið erfið. FH og Keflavík hafa náð samkomulagi um félagaskipti markvarðarins og er hann á leiðinni aftur í uppeldisfélagið. Sindri Kristinn er 28 ára gamall og kom til FH frá Keflavík fyrir 2023 tímabilið. Hann spilaði 20 leiki með FH í Bestu deildinni 2023 og 23 leiki í Bestu deildinni í fyrra. „Ég hugsaði mikið um það hvort maður vildi halda sér í efstu deild og auðvitað vildi maður það en Keflavík var eina liðið sem kæmi til greina ef ég væri að fara stíga skref aftur á bak,“ segir Sindri í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er rétt búinn að ná viku með liðinu og við erum aðeins að reyna slípa okkur saman. Við eigum eftir að taka betri fund allir saman og sjá síðan hver markmiðin eru en ég ætla nú að fá að gefa það út og held að það sé þannig að liðið stefni upp.“ Keflavíkurliðið var einum leik frá því að komast upp í Bestu deildina í fyrra en liðið tapaði úrslitaleik um sætið á móti Aftureldingu. Verðum bara að vinna deildina „Það er gríðarlega erfitt að komast upp úr þessari deild því það er bara eitt lið sem fer beint upp og síðan þarft þú að fara í hörku úrslitakeppni. Ég fór nú á þennan leik Keflavík Afturelding í fyrra og sagði nú þá að Keflavík þyrfti bara að drullast til að vinna deildina til að þurfa ekki að standa í þessu, þó þetta hafi verið mjög gaman að fara á Laugardalsvöllinn og horfa á þennan leik, en liðið vill fyrst og fremst bara fara beint upp.“ Síðasta sumar fékk Sindri á sig 39 mörk í 23 leikjum og hélt marki sínu þrisvar hreinu. Hann fékk á sig töluverða gagnrýni á tíma sínum hjá FH og gekk Mathias Rosenörn gekk í raðir FH í byrjun síðasta mánaðar og var þá ljóst að Sindri yrði varamarkvörður í sumar. „Ég er alveg ofboðslega stoltur af því að fengið tækifæri að spila fyrir stærsta félag landsins sem FH er og sakna mjög mikið þess fólks og klúbbsins. En þetta var auðvitað upp og niður tími hjá mér og ég er fullmeðvitaður um það sjálfur. En ég kannski horfi öðruvísi á þetta. Fyrsta tímabilið hjá mér horfi ég á sem ekki nægilega gott. Það er mjög kaflaskipt hjá mér sjálfum en við endum það ágætlega eftir mjög erfitt tímabil árinu á undan hjá FH. En seinna tímabilið horfi ég á fínasta tímabil hjá sjálfum mér og er mjög stoltur af því en þetta fer auðvitað í hausinn á manni, gagnrýnisraddir,“ segir Sindri og heldur áfram. „En það er gott fólk í Krikanum og t.d. má nefna Davíð Viðarsson sem bakkaði mig mikið upp og talaði mikið um það að maður ætti ekki að vera að hlusta á þetta. Ég er líka orðinn reynslumikill leikmaður og maður lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað maður á ekki að hlusta á.“ Lengjudeild karla Besta deild karla Keflavík ÍF FH Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
FH og Keflavík hafa náð samkomulagi um félagaskipti markvarðarins og er hann á leiðinni aftur í uppeldisfélagið. Sindri Kristinn er 28 ára gamall og kom til FH frá Keflavík fyrir 2023 tímabilið. Hann spilaði 20 leiki með FH í Bestu deildinni 2023 og 23 leiki í Bestu deildinni í fyrra. „Ég hugsaði mikið um það hvort maður vildi halda sér í efstu deild og auðvitað vildi maður það en Keflavík var eina liðið sem kæmi til greina ef ég væri að fara stíga skref aftur á bak,“ segir Sindri í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er rétt búinn að ná viku með liðinu og við erum aðeins að reyna slípa okkur saman. Við eigum eftir að taka betri fund allir saman og sjá síðan hver markmiðin eru en ég ætla nú að fá að gefa það út og held að það sé þannig að liðið stefni upp.“ Keflavíkurliðið var einum leik frá því að komast upp í Bestu deildina í fyrra en liðið tapaði úrslitaleik um sætið á móti Aftureldingu. Verðum bara að vinna deildina „Það er gríðarlega erfitt að komast upp úr þessari deild því það er bara eitt lið sem fer beint upp og síðan þarft þú að fara í hörku úrslitakeppni. Ég fór nú á þennan leik Keflavík Afturelding í fyrra og sagði nú þá að Keflavík þyrfti bara að drullast til að vinna deildina til að þurfa ekki að standa í þessu, þó þetta hafi verið mjög gaman að fara á Laugardalsvöllinn og horfa á þennan leik, en liðið vill fyrst og fremst bara fara beint upp.“ Síðasta sumar fékk Sindri á sig 39 mörk í 23 leikjum og hélt marki sínu þrisvar hreinu. Hann fékk á sig töluverða gagnrýni á tíma sínum hjá FH og gekk Mathias Rosenörn gekk í raðir FH í byrjun síðasta mánaðar og var þá ljóst að Sindri yrði varamarkvörður í sumar. „Ég er alveg ofboðslega stoltur af því að fengið tækifæri að spila fyrir stærsta félag landsins sem FH er og sakna mjög mikið þess fólks og klúbbsins. En þetta var auðvitað upp og niður tími hjá mér og ég er fullmeðvitaður um það sjálfur. En ég kannski horfi öðruvísi á þetta. Fyrsta tímabilið hjá mér horfi ég á sem ekki nægilega gott. Það er mjög kaflaskipt hjá mér sjálfum en við endum það ágætlega eftir mjög erfitt tímabil árinu á undan hjá FH. En seinna tímabilið horfi ég á fínasta tímabil hjá sjálfum mér og er mjög stoltur af því en þetta fer auðvitað í hausinn á manni, gagnrýnisraddir,“ segir Sindri og heldur áfram. „En það er gott fólk í Krikanum og t.d. má nefna Davíð Viðarsson sem bakkaði mig mikið upp og talaði mikið um það að maður ætti ekki að vera að hlusta á þetta. Ég er líka orðinn reynslumikill leikmaður og maður lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað maður á ekki að hlusta á.“
Lengjudeild karla Besta deild karla Keflavík ÍF FH Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport Fleiri fréttir Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira