„Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. mars 2025 10:32 Sindri Kristinn verður í marki Keflvíkinga í sumar. vísir/ívar Sindri Kristinn Ólafsson segist vera stoltur af tíma sínum í FH og ákvörðunin að yfirgefa klúbbinn hafi verið erfið. FH og Keflavík hafa náð samkomulagi um félagaskipti markvarðarins og er hann á leiðinni aftur í uppeldisfélagið. Sindri Kristinn er 28 ára gamall og kom til FH frá Keflavík fyrir 2023 tímabilið. Hann spilaði 20 leiki með FH í Bestu deildinni 2023 og 23 leiki í Bestu deildinni í fyrra. „Ég hugsaði mikið um það hvort maður vildi halda sér í efstu deild og auðvitað vildi maður það en Keflavík var eina liðið sem kæmi til greina ef ég væri að fara stíga skref aftur á bak,“ segir Sindri í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er rétt búinn að ná viku með liðinu og við erum aðeins að reyna slípa okkur saman. Við eigum eftir að taka betri fund allir saman og sjá síðan hver markmiðin eru en ég ætla nú að fá að gefa það út og held að það sé þannig að liðið stefni upp.“ Keflavíkurliðið var einum leik frá því að komast upp í Bestu deildina í fyrra en liðið tapaði úrslitaleik um sætið á móti Aftureldingu. Verðum bara að vinna deildina „Það er gríðarlega erfitt að komast upp úr þessari deild því það er bara eitt lið sem fer beint upp og síðan þarft þú að fara í hörku úrslitakeppni. Ég fór nú á þennan leik Keflavík Afturelding í fyrra og sagði nú þá að Keflavík þyrfti bara að drullast til að vinna deildina til að þurfa ekki að standa í þessu, þó þetta hafi verið mjög gaman að fara á Laugardalsvöllinn og horfa á þennan leik, en liðið vill fyrst og fremst bara fara beint upp.“ Síðasta sumar fékk Sindri á sig 39 mörk í 23 leikjum og hélt marki sínu þrisvar hreinu. Hann fékk á sig töluverða gagnrýni á tíma sínum hjá FH og gekk Mathias Rosenörn gekk í raðir FH í byrjun síðasta mánaðar og var þá ljóst að Sindri yrði varamarkvörður í sumar. „Ég er alveg ofboðslega stoltur af því að fengið tækifæri að spila fyrir stærsta félag landsins sem FH er og sakna mjög mikið þess fólks og klúbbsins. En þetta var auðvitað upp og niður tími hjá mér og ég er fullmeðvitaður um það sjálfur. En ég kannski horfi öðruvísi á þetta. Fyrsta tímabilið hjá mér horfi ég á sem ekki nægilega gott. Það er mjög kaflaskipt hjá mér sjálfum en við endum það ágætlega eftir mjög erfitt tímabil árinu á undan hjá FH. En seinna tímabilið horfi ég á fínasta tímabil hjá sjálfum mér og er mjög stoltur af því en þetta fer auðvitað í hausinn á manni, gagnrýnisraddir,“ segir Sindri og heldur áfram. „En það er gott fólk í Krikanum og t.d. má nefna Davíð Viðarsson sem bakkaði mig mikið upp og talaði mikið um það að maður ætti ekki að vera að hlusta á þetta. Ég er líka orðinn reynslumikill leikmaður og maður lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað maður á ekki að hlusta á.“ Lengjudeild karla Besta deild karla Keflavík ÍF FH Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira
FH og Keflavík hafa náð samkomulagi um félagaskipti markvarðarins og er hann á leiðinni aftur í uppeldisfélagið. Sindri Kristinn er 28 ára gamall og kom til FH frá Keflavík fyrir 2023 tímabilið. Hann spilaði 20 leiki með FH í Bestu deildinni 2023 og 23 leiki í Bestu deildinni í fyrra. „Ég hugsaði mikið um það hvort maður vildi halda sér í efstu deild og auðvitað vildi maður það en Keflavík var eina liðið sem kæmi til greina ef ég væri að fara stíga skref aftur á bak,“ segir Sindri í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég er rétt búinn að ná viku með liðinu og við erum aðeins að reyna slípa okkur saman. Við eigum eftir að taka betri fund allir saman og sjá síðan hver markmiðin eru en ég ætla nú að fá að gefa það út og held að það sé þannig að liðið stefni upp.“ Keflavíkurliðið var einum leik frá því að komast upp í Bestu deildina í fyrra en liðið tapaði úrslitaleik um sætið á móti Aftureldingu. Verðum bara að vinna deildina „Það er gríðarlega erfitt að komast upp úr þessari deild því það er bara eitt lið sem fer beint upp og síðan þarft þú að fara í hörku úrslitakeppni. Ég fór nú á þennan leik Keflavík Afturelding í fyrra og sagði nú þá að Keflavík þyrfti bara að drullast til að vinna deildina til að þurfa ekki að standa í þessu, þó þetta hafi verið mjög gaman að fara á Laugardalsvöllinn og horfa á þennan leik, en liðið vill fyrst og fremst bara fara beint upp.“ Síðasta sumar fékk Sindri á sig 39 mörk í 23 leikjum og hélt marki sínu þrisvar hreinu. Hann fékk á sig töluverða gagnrýni á tíma sínum hjá FH og gekk Mathias Rosenörn gekk í raðir FH í byrjun síðasta mánaðar og var þá ljóst að Sindri yrði varamarkvörður í sumar. „Ég er alveg ofboðslega stoltur af því að fengið tækifæri að spila fyrir stærsta félag landsins sem FH er og sakna mjög mikið þess fólks og klúbbsins. En þetta var auðvitað upp og niður tími hjá mér og ég er fullmeðvitaður um það sjálfur. En ég kannski horfi öðruvísi á þetta. Fyrsta tímabilið hjá mér horfi ég á sem ekki nægilega gott. Það er mjög kaflaskipt hjá mér sjálfum en við endum það ágætlega eftir mjög erfitt tímabil árinu á undan hjá FH. En seinna tímabilið horfi ég á fínasta tímabil hjá sjálfum mér og er mjög stoltur af því en þetta fer auðvitað í hausinn á manni, gagnrýnisraddir,“ segir Sindri og heldur áfram. „En það er gott fólk í Krikanum og t.d. má nefna Davíð Viðarsson sem bakkaði mig mikið upp og talaði mikið um það að maður ætti ekki að vera að hlusta á þetta. Ég er líka orðinn reynslumikill leikmaður og maður lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað maður á ekki að hlusta á.“
Lengjudeild karla Besta deild karla Keflavík ÍF FH Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira