Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2025 07:34 Stærstur hluti þeirra sem fékk dánaraðstoð í fyrra þjáðist af langvinnum sjúkdóm á borð við krabbamein. Getty Einstaklingum sem fengu dánaraðstoð fjölgaði um tíu prósent í Hollandi í fyrra. Alls fengu 9.958 dánaraðstoð árið 2024, samanborið við 9.068 árið 2023. Athygli vekur að meðal þeirra sem fengu dánaraðstoð voru 219 einstaklingar sem þjáðust af einhvers konar andlegum veikindum. Þeir voru 138 árið 2023 og tveir árið 2010. 86 prósent þeirra sem fengu dánaraðstoð í fyrra þjáðust hins vegar af langt gengnum líkamlegum sjúkdómum á borð við krabbamein. Eftirlitsnefndir um framkvæmd dánaraðstoðar (RTE) hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þær hvetja lækna til að fara afar varlega þegar kemur að einstaklingum sem þjást af andlegum veikindum og ráðfæra sig við sérfræðinga í geðheilbrigðismálum og lækna sem sérhæfa sig í dánaraðstoð. Málsmeðferð ábótavant í sex tilvikum RTE komust að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð hefði verið ábótavant í sex tilvikum í fyrra, þar sem andleg veikindi komu við sögu. Þar á meðal í máli eldri konu sem vildi fá að deyja eftir að áverkar gerðu það að verkum að hún gat ekki lengur fengið útrás fyrir þrifatengdar áráttur sínar. Sumir sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum af þróun mála, sérstaklega fjölgun tilvika þar sem ungt fólk vill fá að deyja sökum andlegra erfiðleika. Damiaan Denys, prófessor í geðlækningum við Amsterdam University Medical Center, segir vafa leika á um getu ungs fólks til að taka svo afdrifaríka ákvörðun. Dánaraðstoð var lögleidd í Hollandi árið 2002. Aðeins læknir má veita dánaraðstoðina og hana má aðeins samþykkja að vel ígrunduðu máli. Þá verða einstaklingar sem fá dánaraðstoð að þjást óbærilega og eiga enga von um bata. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Holland Dánaraðstoð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Athygli vekur að meðal þeirra sem fengu dánaraðstoð voru 219 einstaklingar sem þjáðust af einhvers konar andlegum veikindum. Þeir voru 138 árið 2023 og tveir árið 2010. 86 prósent þeirra sem fengu dánaraðstoð í fyrra þjáðust hins vegar af langt gengnum líkamlegum sjúkdómum á borð við krabbamein. Eftirlitsnefndir um framkvæmd dánaraðstoðar (RTE) hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þær hvetja lækna til að fara afar varlega þegar kemur að einstaklingum sem þjást af andlegum veikindum og ráðfæra sig við sérfræðinga í geðheilbrigðismálum og lækna sem sérhæfa sig í dánaraðstoð. Málsmeðferð ábótavant í sex tilvikum RTE komust að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð hefði verið ábótavant í sex tilvikum í fyrra, þar sem andleg veikindi komu við sögu. Þar á meðal í máli eldri konu sem vildi fá að deyja eftir að áverkar gerðu það að verkum að hún gat ekki lengur fengið útrás fyrir þrifatengdar áráttur sínar. Sumir sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum af þróun mála, sérstaklega fjölgun tilvika þar sem ungt fólk vill fá að deyja sökum andlegra erfiðleika. Damiaan Denys, prófessor í geðlækningum við Amsterdam University Medical Center, segir vafa leika á um getu ungs fólks til að taka svo afdrifaríka ákvörðun. Dánaraðstoð var lögleidd í Hollandi árið 2002. Aðeins læknir má veita dánaraðstoðina og hana má aðeins samþykkja að vel ígrunduðu máli. Þá verða einstaklingar sem fá dánaraðstoð að þjást óbærilega og eiga enga von um bata. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Holland Dánaraðstoð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira