Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2025 15:45 Ísland þarf mikinn viðsnúning frá leikjunum við Kósovó til þess að eiga möguleika í undankeppni HM í haust. Þá ætti liðið þó að geta spilað heimaleiki sína á Íslandi. EPA-EFE/Marcial Guillen Nýja-Sjáland varð í nótt fimmta liðið til þess að festa sér sæti á HM karla í fótbolta sumarið 2026. Nýsjálendingar verða þá með í þriðja sinn en leiðin hefur aldrei verið greiðari fyrir þá. Ísland á hins vegar erfiða leið fyrir höndum. Eftir fjölgun liða á HM úr 32 í 48 fékk Eyjaálfa í fyrsta sinn eitt öruggt sæti á HM og nú hefur Nýja-Sjáland tryggt sér það. Ástralía spilar í undankeppni Asíu líkt og liðið hóf að gera fyrir mörgum árum og því er samkeppnin lítil fyrir Nýsjálendinga sem þó þurftu að hafa fyrir hlutunum í úrslitaleik við Nýju Kaledóníu í nótt. Staðan var markalaus í hálfleik og Chris Wood, markahrókur Nottingham Forest, fór svo meiddur af velli snemma í seinni hálfleik. Það kom þó ekki að sök og Nýja-Sjáland tryggði sér HM-farseðilinn með 3-0 sigri. Áður hafði Japan orðið fyrsta þjóðin til að vinna sér inn HM-farseðil og svo eiga gestgjafarnir (Bandaríkin, Mexíkó og Kanada) öruggt sæti á mótinu. Ísland fékk Frakkland og Heimir glímir við Portúgal Undankeppnin í Evrópu hefur svo loks tekið á sig skýrari mynd eftir að 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar lauk í gær. Sigurliðin þar fóru nefnilega í ákveðin laus pláss í fjögurra liða riðlum en tapliðin í fimm liða riðla. Frakkland bættist í riðil Íslands með því að slá út Króatíu sem því spilar í L-riðli. Heimir Hallgrímsson og Írarnir hans þurfa að kljást við Portúgal eftir að Portúgalar slógu Dani út. Það er nefnilega svo að liðin sem komust í undanúrslit Þjóðadeildar, eins og Frakkland og Portúgal, urðu að vera í fjögurra liða riðlum til að allt passaði í leikjadagatalinu en fullmótaða riðla í evrópsku undankeppni HM má sjá hér að neðan. Undanriðlar HM í Evrópu. Keppni er þegar hafin í fimm liða riðlunum.@footrankings Mbappé til Reykjavíkur í október Ísland leikur í riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og Frakklandi og fer hún fram frá september fram í nóvember. Efsta liðið kemst beint á HM og liðið í 2. sæti í umspil. Heimaleikur Íslands við Kylian Mbappé og félaga í franska landsliðinu er settur á 13. október, fimm dögum eftir að Ísland tekur á móti Úkraínu. Áætlað er að heimaleikir Íslands fari allir fram á endurbættum Laugardalsvelli, eftir að liðið neyddist til að spila heimaleik sinn gegn Kósovó í gær í Murcia á Spáni. Leikir Íslands í undankeppni HM: 5. sept: Ísland – Aserbaísjan 9. sept: Frakkland – Ísland 10. okt: Ísland – Úkraína 13. okt: Ísland – Frakkland 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland 16. nóv: Úkraína - Ísland HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Eftir fjölgun liða á HM úr 32 í 48 fékk Eyjaálfa í fyrsta sinn eitt öruggt sæti á HM og nú hefur Nýja-Sjáland tryggt sér það. Ástralía spilar í undankeppni Asíu líkt og liðið hóf að gera fyrir mörgum árum og því er samkeppnin lítil fyrir Nýsjálendinga sem þó þurftu að hafa fyrir hlutunum í úrslitaleik við Nýju Kaledóníu í nótt. Staðan var markalaus í hálfleik og Chris Wood, markahrókur Nottingham Forest, fór svo meiddur af velli snemma í seinni hálfleik. Það kom þó ekki að sök og Nýja-Sjáland tryggði sér HM-farseðilinn með 3-0 sigri. Áður hafði Japan orðið fyrsta þjóðin til að vinna sér inn HM-farseðil og svo eiga gestgjafarnir (Bandaríkin, Mexíkó og Kanada) öruggt sæti á mótinu. Ísland fékk Frakkland og Heimir glímir við Portúgal Undankeppnin í Evrópu hefur svo loks tekið á sig skýrari mynd eftir að 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar lauk í gær. Sigurliðin þar fóru nefnilega í ákveðin laus pláss í fjögurra liða riðlum en tapliðin í fimm liða riðla. Frakkland bættist í riðil Íslands með því að slá út Króatíu sem því spilar í L-riðli. Heimir Hallgrímsson og Írarnir hans þurfa að kljást við Portúgal eftir að Portúgalar slógu Dani út. Það er nefnilega svo að liðin sem komust í undanúrslit Þjóðadeildar, eins og Frakkland og Portúgal, urðu að vera í fjögurra liða riðlum til að allt passaði í leikjadagatalinu en fullmótaða riðla í evrópsku undankeppni HM má sjá hér að neðan. Undanriðlar HM í Evrópu. Keppni er þegar hafin í fimm liða riðlunum.@footrankings Mbappé til Reykjavíkur í október Ísland leikur í riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og Frakklandi og fer hún fram frá september fram í nóvember. Efsta liðið kemst beint á HM og liðið í 2. sæti í umspil. Heimaleikur Íslands við Kylian Mbappé og félaga í franska landsliðinu er settur á 13. október, fimm dögum eftir að Ísland tekur á móti Úkraínu. Áætlað er að heimaleikir Íslands fari allir fram á endurbættum Laugardalsvelli, eftir að liðið neyddist til að spila heimaleik sinn gegn Kósovó í gær í Murcia á Spáni. Leikir Íslands í undankeppni HM: 5. sept: Ísland – Aserbaísjan 9. sept: Frakkland – Ísland 10. okt: Ísland – Úkraína 13. okt: Ísland – Frakkland 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland 16. nóv: Úkraína - Ísland
Leikir Íslands í undankeppni HM: 5. sept: Ísland – Aserbaísjan 9. sept: Frakkland – Ísland 10. okt: Ísland – Úkraína 13. okt: Ísland – Frakkland 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland 16. nóv: Úkraína - Ísland
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira