Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar 24. mars 2025 14:00 Nýlega fjallaði ég um þann mikla mun sem greiddur er fyrir uppsjávarfisk m.a. kolmunna, loðnu og makríl sem veiddur er á sömu slóðum á sama tíma, sem seldur er til tengdra aðila á Íslandi annars vegar og hins vegar í Færeyjum. Þetta lága verð hér á landi hefur bein áhrif á laun sjómanna, veiðigjöldin, hafnargjöld og útsvar sveitarfélaga svo eitthvað sé tínt til. Það er ekki aðeins gríðarlegur munur á verðlagningu á sambærilegum fiski á milli Íslands og næstu nágranna. Á meðfylgjandi mynd sést munurinn á verði á óslægðum þorski á frjálsum markaði á grænu línunni og verð á sama fiski í föstum viðskiptum tengdra aðila, eða á Verðalgsstofuverði dagana 5. til 18. febrúar sl á línunni þar fyrir neðan. Þetta eru sláandi tölur, en mesti verðmunur á sambærilega stórum þorski var nálægt 350 kr. Fyrir kílóið og mesti hlutfallslegi munur var 42 prósent. Þetta má útleggja sem afslátt sem fiskvinnsla sem samþætt er útgerð fær frá raunvirði hráefnis á markaði. Að auki má túlka ívilnandi vigtarreglu sem sérstakan ríkisstuðning við viðkomandi sjávarútvegsfyrirtæki umfram önnur. Ég tel þetta fyrirkomulag einn veigamesta þáttinn í samþjöppun í sjávarútvegi. Það er ekki rétt gefið fyrir þá fiskvinnslu sem ekki er tengd veiðum og sama má segja um minni útgerðir sem ekki reka fiskvinnslu en þau útgerðarfyrirtæki þurfa að greiða hærri laun og hærri hafnargjöld af raunvirði aflans. Núverandi ástand er óþolandi fyrir þjóðina sem eiganda auðlindarinnar og sjómenn. Samkeppnisstaða í greininni er rammskökk. Þeir sem reyna að réttlæta núverandi ástand halda því gjarnan fram að verð á frjálsum markaði endurspegli miklu frekar hátt jaðarverð sem myndi snarlækka ef meira magn færi á frjálsan markað á Íslandi. Það er auðvitað af og frá að þannig yrði það nema um skamman tíma, þar sem verðið ræðst af því þegar til lengdar lætur sem erlendir markaðir gefa í aðra hönd. Það er ekkert séríslenskt fiskverð til, þar sem aflinn er fluttur út að stærstum hluta á erlenda markaði. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega fjallaði ég um þann mikla mun sem greiddur er fyrir uppsjávarfisk m.a. kolmunna, loðnu og makríl sem veiddur er á sömu slóðum á sama tíma, sem seldur er til tengdra aðila á Íslandi annars vegar og hins vegar í Færeyjum. Þetta lága verð hér á landi hefur bein áhrif á laun sjómanna, veiðigjöldin, hafnargjöld og útsvar sveitarfélaga svo eitthvað sé tínt til. Það er ekki aðeins gríðarlegur munur á verðlagningu á sambærilegum fiski á milli Íslands og næstu nágranna. Á meðfylgjandi mynd sést munurinn á verði á óslægðum þorski á frjálsum markaði á grænu línunni og verð á sama fiski í föstum viðskiptum tengdra aðila, eða á Verðalgsstofuverði dagana 5. til 18. febrúar sl á línunni þar fyrir neðan. Þetta eru sláandi tölur, en mesti verðmunur á sambærilega stórum þorski var nálægt 350 kr. Fyrir kílóið og mesti hlutfallslegi munur var 42 prósent. Þetta má útleggja sem afslátt sem fiskvinnsla sem samþætt er útgerð fær frá raunvirði hráefnis á markaði. Að auki má túlka ívilnandi vigtarreglu sem sérstakan ríkisstuðning við viðkomandi sjávarútvegsfyrirtæki umfram önnur. Ég tel þetta fyrirkomulag einn veigamesta þáttinn í samþjöppun í sjávarútvegi. Það er ekki rétt gefið fyrir þá fiskvinnslu sem ekki er tengd veiðum og sama má segja um minni útgerðir sem ekki reka fiskvinnslu en þau útgerðarfyrirtæki þurfa að greiða hærri laun og hærri hafnargjöld af raunvirði aflans. Núverandi ástand er óþolandi fyrir þjóðina sem eiganda auðlindarinnar og sjómenn. Samkeppnisstaða í greininni er rammskökk. Þeir sem reyna að réttlæta núverandi ástand halda því gjarnan fram að verð á frjálsum markaði endurspegli miklu frekar hátt jaðarverð sem myndi snarlækka ef meira magn færi á frjálsan markað á Íslandi. Það er auðvitað af og frá að þannig yrði það nema um skamman tíma, þar sem verðið ræðst af því þegar til lengdar lætur sem erlendir markaðir gefa í aðra hönd. Það er ekkert séríslenskt fiskverð til, þar sem aflinn er fluttur út að stærstum hluta á erlenda markaði. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun