Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. mars 2025 14:04 Að sjálfssögðu mætti eiginmaður Höllu, Björn Skúlason með henni á Búnaðarþingið en þau eru hér með framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, Margréti Ágústu Sigurðardóttur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands er vön ýmsum sveitastörfum því hún var í sveit í Skagafirði, sem barn og unglingur þar sem hún lærði meðal annars að strokka smjör, búa til skyr og hún sá um að gefa hænunum alla matarafganga af bænum. Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands flutti ávarp við setningu Búnaðarþings í vikunni þar sem hún fjallaði um stöðu landbúnaðarins eins og hún er í dag, auk þess að ræða framtíðina og þær áskoranir, sem bíða bænda við fjölbreytt verkefni sín. Halla var í sveit í fimm sumur í Skagafirði og þekkir því vel til landbúnaðar eins og kom fram í máli hennar. „Mitt fyrsta starf var í sveit í Skagafirðinum. Ég var sjö ára fyrsta sumarið, sem ég dvaldi þar og í nokkur ár vann ég þar frá sauðburði og oft fram yfir réttir. Í sveitinni lærði ég margt, sem ég bý enn að í dag, margt sem gerði mig að þeirri manneskju, sem ég er. Líklega ber þar helst að nefna vinnusemi og velvild í garð dýra og náttúrunnar,” sagði Halla og hélt áfram að segja frá sveitastörfum sínum. „Og ég vona að hljómi ekki eins og aldagömul kona þegar ég segi ykkur að þar lærði ég ekki bara að mjólka kýr, rýja kindur og raka í garða heldur líka að strokka smjör, búa til skyr og gefa hænsnum allar matarafganga. Engu var sóað, allt var nýtt, unnið var frá morgni til kvölds. Sumarfrí var ekki sjálfgefið og sjaldan tekið.” Frú Halla Tómasdóttir í ræðustóli við setningu Búnaðarþings fimmtudaginn 20. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla var alltaf mjög ánægð í sveitinni og það gaf henni mikið af vinna við fjölbreytt störf landbúnaðarins. „En þessi lífs og starfsreynsla gaf mér ástríður fyrir landinu okkar og öllu því, sem það gefur af sér og einnig fyrir þeim, sem það rækta af vinnusemi og alúð,” sagði frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands við setningu Búnaðarþings. Fjölmenni sótti Búnaðarþing 2025.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands flutti ávarp við setningu Búnaðarþings í vikunni þar sem hún fjallaði um stöðu landbúnaðarins eins og hún er í dag, auk þess að ræða framtíðina og þær áskoranir, sem bíða bænda við fjölbreytt verkefni sín. Halla var í sveit í fimm sumur í Skagafirði og þekkir því vel til landbúnaðar eins og kom fram í máli hennar. „Mitt fyrsta starf var í sveit í Skagafirðinum. Ég var sjö ára fyrsta sumarið, sem ég dvaldi þar og í nokkur ár vann ég þar frá sauðburði og oft fram yfir réttir. Í sveitinni lærði ég margt, sem ég bý enn að í dag, margt sem gerði mig að þeirri manneskju, sem ég er. Líklega ber þar helst að nefna vinnusemi og velvild í garð dýra og náttúrunnar,” sagði Halla og hélt áfram að segja frá sveitastörfum sínum. „Og ég vona að hljómi ekki eins og aldagömul kona þegar ég segi ykkur að þar lærði ég ekki bara að mjólka kýr, rýja kindur og raka í garða heldur líka að strokka smjör, búa til skyr og gefa hænsnum allar matarafganga. Engu var sóað, allt var nýtt, unnið var frá morgni til kvölds. Sumarfrí var ekki sjálfgefið og sjaldan tekið.” Frú Halla Tómasdóttir í ræðustóli við setningu Búnaðarþings fimmtudaginn 20. mars.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla var alltaf mjög ánægð í sveitinni og það gaf henni mikið af vinna við fjölbreytt störf landbúnaðarins. „En þessi lífs og starfsreynsla gaf mér ástríður fyrir landinu okkar og öllu því, sem það gefur af sér og einnig fyrir þeim, sem það rækta af vinnusemi og alúð,” sagði frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands við setningu Búnaðarþings. Fjölmenni sótti Búnaðarþing 2025.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira