Ferðamönnum til landsins fækkar og fækkar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. mars 2025 14:04 Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sem var mjög ánægður með aðalfundinn á Hótel Örk. Hann segir blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Erlendum ferðamönnum, sem heimsækja Ísland fækkar og fækkar og eru ýmsar ástæður fyrir því, meðal annars gistináttaskattur og miklar hækkanir á öllum kostnaðarliðum fyrirtækja í ferðaþjónustu. Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldin á Hótel Örk í Hveragerði á fimmtudaginn þar sem á annað hundrað eigendur eða starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja mættu til að hlusta á erindi og taka þátt í umræðu um stöðu ferðaþjónustunnar í dag. Pétur Óskarsson er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það eru blikur á lofti. Farþegatölurnar fyrstu mánuði ársins eru niður á við. Það er aðeins minnkandi áhugi á Íslandi á leitarvélum og samfélagsmiðlum þannig að við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni. Þetta eru kannski ekki stórar tölur, þrjú til fimm prósent, sem eru niður miðað við árið í fyrra,” segir Pétur og bætir við. „Fimm prósent samdráttur í ferðaþjónustu er eins og ein loðnuvertíð þannig að það er bara mjög alvarlegt og stórt mál ef að það yrði niðurstaðan.” En hver er ástæðan að mati Péturs fyrir fækkun ferðamanna til landsins? „Ég held að það veigi auðvitað mjög þungt verðlag á ferðum til Íslands samanborið til dæmis til Noregs eða Finnlands. Lítil markaðssetning síðustu ár á Íslandi, svona almenn markaðssetning. Finnar og Norðmenn okkar helstu samkeppnis þjóðir hafa verið mjög öflugir í þessu og við höfum ekki gert neitt eða mjög lítið,” segir Pétur. Fólk í ferðaþjónustu af öllu landinu mætti á aðalfundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst sumarið í Pétur og hans fólk í ferðaþjónustunni? „Sumarið leggst náttúrulega alltaf vel í okkur því það er þá, sem stærsti hluti af veltunni kemur í hús hjá mjög mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum en afkoman byggist á því að okkur takist að nýta allar fjárfestingar í greininni allt árið um kring. Þannig að gott sumar dugar ekki, við þurfum líka að fá góðan vetur og þurfum að fá réttu gestina hingað til lands, sem ferðast um allt landið, sem er eitt af stóru markmiðunum hjá okkur að Ísland, landið allt árið.” Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að það sé aðeins minnkandi áhugi á Íslandi á leitarvélum og samfélagsmiðlum þannig að þeir, sem starfa við ferðaþjónustu hafi auðvitað áhyggjur af stöðunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Ferðaþjónusta Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldin á Hótel Örk í Hveragerði á fimmtudaginn þar sem á annað hundrað eigendur eða starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja mættu til að hlusta á erindi og taka þátt í umræðu um stöðu ferðaþjónustunnar í dag. Pétur Óskarsson er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það eru blikur á lofti. Farþegatölurnar fyrstu mánuði ársins eru niður á við. Það er aðeins minnkandi áhugi á Íslandi á leitarvélum og samfélagsmiðlum þannig að við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni. Þetta eru kannski ekki stórar tölur, þrjú til fimm prósent, sem eru niður miðað við árið í fyrra,” segir Pétur og bætir við. „Fimm prósent samdráttur í ferðaþjónustu er eins og ein loðnuvertíð þannig að það er bara mjög alvarlegt og stórt mál ef að það yrði niðurstaðan.” En hver er ástæðan að mati Péturs fyrir fækkun ferðamanna til landsins? „Ég held að það veigi auðvitað mjög þungt verðlag á ferðum til Íslands samanborið til dæmis til Noregs eða Finnlands. Lítil markaðssetning síðustu ár á Íslandi, svona almenn markaðssetning. Finnar og Norðmenn okkar helstu samkeppnis þjóðir hafa verið mjög öflugir í þessu og við höfum ekki gert neitt eða mjög lítið,” segir Pétur. Fólk í ferðaþjónustu af öllu landinu mætti á aðalfundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst sumarið í Pétur og hans fólk í ferðaþjónustunni? „Sumarið leggst náttúrulega alltaf vel í okkur því það er þá, sem stærsti hluti af veltunni kemur í hús hjá mjög mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum en afkoman byggist á því að okkur takist að nýta allar fjárfestingar í greininni allt árið um kring. Þannig að gott sumar dugar ekki, við þurfum líka að fá góðan vetur og þurfum að fá réttu gestina hingað til lands, sem ferðast um allt landið, sem er eitt af stóru markmiðunum hjá okkur að Ísland, landið allt árið.” Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að það sé aðeins minnkandi áhugi á Íslandi á leitarvélum og samfélagsmiðlum þannig að þeir, sem starfa við ferðaþjónustu hafi auðvitað áhyggjur af stöðunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Ferðaþjónusta Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira