Ferðamönnum til landsins fækkar og fækkar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. mars 2025 14:04 Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sem var mjög ánægður með aðalfundinn á Hótel Örk. Hann segir blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Erlendum ferðamönnum, sem heimsækja Ísland fækkar og fækkar og eru ýmsar ástæður fyrir því, meðal annars gistináttaskattur og miklar hækkanir á öllum kostnaðarliðum fyrirtækja í ferðaþjónustu. Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldin á Hótel Örk í Hveragerði á fimmtudaginn þar sem á annað hundrað eigendur eða starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja mættu til að hlusta á erindi og taka þátt í umræðu um stöðu ferðaþjónustunnar í dag. Pétur Óskarsson er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það eru blikur á lofti. Farþegatölurnar fyrstu mánuði ársins eru niður á við. Það er aðeins minnkandi áhugi á Íslandi á leitarvélum og samfélagsmiðlum þannig að við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni. Þetta eru kannski ekki stórar tölur, þrjú til fimm prósent, sem eru niður miðað við árið í fyrra,” segir Pétur og bætir við. „Fimm prósent samdráttur í ferðaþjónustu er eins og ein loðnuvertíð þannig að það er bara mjög alvarlegt og stórt mál ef að það yrði niðurstaðan.” En hver er ástæðan að mati Péturs fyrir fækkun ferðamanna til landsins? „Ég held að það veigi auðvitað mjög þungt verðlag á ferðum til Íslands samanborið til dæmis til Noregs eða Finnlands. Lítil markaðssetning síðustu ár á Íslandi, svona almenn markaðssetning. Finnar og Norðmenn okkar helstu samkeppnis þjóðir hafa verið mjög öflugir í þessu og við höfum ekki gert neitt eða mjög lítið,” segir Pétur. Fólk í ferðaþjónustu af öllu landinu mætti á aðalfundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst sumarið í Pétur og hans fólk í ferðaþjónustunni? „Sumarið leggst náttúrulega alltaf vel í okkur því það er þá, sem stærsti hluti af veltunni kemur í hús hjá mjög mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum en afkoman byggist á því að okkur takist að nýta allar fjárfestingar í greininni allt árið um kring. Þannig að gott sumar dugar ekki, við þurfum líka að fá góðan vetur og þurfum að fá réttu gestina hingað til lands, sem ferðast um allt landið, sem er eitt af stóru markmiðunum hjá okkur að Ísland, landið allt árið.” Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að það sé aðeins minnkandi áhugi á Íslandi á leitarvélum og samfélagsmiðlum þannig að þeir, sem starfa við ferðaþjónustu hafi auðvitað áhyggjur af stöðunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Ferðaþjónusta Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldin á Hótel Örk í Hveragerði á fimmtudaginn þar sem á annað hundrað eigendur eða starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækja mættu til að hlusta á erindi og taka þátt í umræðu um stöðu ferðaþjónustunnar í dag. Pétur Óskarsson er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það eru blikur á lofti. Farþegatölurnar fyrstu mánuði ársins eru niður á við. Það er aðeins minnkandi áhugi á Íslandi á leitarvélum og samfélagsmiðlum þannig að við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni. Þetta eru kannski ekki stórar tölur, þrjú til fimm prósent, sem eru niður miðað við árið í fyrra,” segir Pétur og bætir við. „Fimm prósent samdráttur í ferðaþjónustu er eins og ein loðnuvertíð þannig að það er bara mjög alvarlegt og stórt mál ef að það yrði niðurstaðan.” En hver er ástæðan að mati Péturs fyrir fækkun ferðamanna til landsins? „Ég held að það veigi auðvitað mjög þungt verðlag á ferðum til Íslands samanborið til dæmis til Noregs eða Finnlands. Lítil markaðssetning síðustu ár á Íslandi, svona almenn markaðssetning. Finnar og Norðmenn okkar helstu samkeppnis þjóðir hafa verið mjög öflugir í þessu og við höfum ekki gert neitt eða mjög lítið,” segir Pétur. Fólk í ferðaþjónustu af öllu landinu mætti á aðalfundinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig leggst sumarið í Pétur og hans fólk í ferðaþjónustunni? „Sumarið leggst náttúrulega alltaf vel í okkur því það er þá, sem stærsti hluti af veltunni kemur í hús hjá mjög mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum en afkoman byggist á því að okkur takist að nýta allar fjárfestingar í greininni allt árið um kring. Þannig að gott sumar dugar ekki, við þurfum líka að fá góðan vetur og þurfum að fá réttu gestina hingað til lands, sem ferðast um allt landið, sem er eitt af stóru markmiðunum hjá okkur að Ísland, landið allt árið.” Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að það sé aðeins minnkandi áhugi á Íslandi á leitarvélum og samfélagsmiðlum þannig að þeir, sem starfa við ferðaþjónustu hafi auðvitað áhyggjur af stöðunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Ferðaþjónusta Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira