Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. mars 2025 11:00 Öfund og illgirni, ásamt með sjálfselsku, græðgi og grimmd, mega sennilega teljast meðal verstu eiginda mannskepnunnar. Ónáttúra. En, af henni er nóg, og stundum grasserar hún meir en ella. Kúlmínerar. Oft með fullum stuðningi fjölmiðla. Líka þeirra, sem reknir eru af og á kostnað fólksins í landinu. Líka miðils, sem ætti að gæta sérstakrar varkárni, nærgætni og hlutleysis, jafnvel umfram aðra miðla. Kynna sér sérstaklega viðkvæm persónuleg mál feikivel, áður en vaðið er með þau í fréttir og mannorði, lífshamingju og velferð manneskju stefnt í voða eða lagt í rúst. Líka með neikvæðar bylgjur og áhrif langt út fyrir það. Skyldu fréttamenn RÚV, sem eru á launum hjá almenningi og bera skyldur til hans skv. því, allir hafa tandurhreinan skjöld í sínum einkamálum, frá blautu barnsbeini, eða leynist þar eitthvað, sem betur má hvíla í skugga, eða bak við tjöld? Skyldi nokkur meðal okkar vera allur tandurhreinn með öll sín mál? Ég þekki engan, held ég, sem gæti státað sig af því. Það er með ólíkindum, að RÚV skuli leyfa sér að velta upp og vaða fram með 35 ára einkamál, milli tveggja unglinga, sem enga þýðingu hefur fyrir neinn, nú í dag, nema fyrir þau sjálf og þeirra fjölskyldur, og ekki á því í raun neitt erindi til almennings, þó að ekki væri nema vegna aldurs málsins. Fyrir 35 árum, og þó að skemur væri farið aftur í tímann, lifðum við í öðrum heim. Við, sem þá vorum til, vorum líka öll allt aðrar manneskjur, en við erum nú í dag. Við breytumst eiginlega eitthvað á hverjum einasta degi, þegar við vöknum upp að morgni, er ekki aðeins heimurinn orðinn nýr og annar, heldur við sjálf líka. Ekki veit ég, hvað þeim kvennmanni gekk til, sem sendi uplýsingarnar um Ásthildi Lóu og hennar ástarævintýni fyrir 35 árum til forsætisráðherra á dögunum, en ekki var það neitt gott, og hvað átti forsætisráðherra að varða um það. Ég segi bara svei! Og enn meira og sterkara svei verð ég að segja um og til þeirra fréttamanna RÚV, sem í þetta mál óðu, eins og um stórfrétt væri að ræða, sem varðaði alla landsmenn. Fyrir mér varðaði alls engan, nema þá, sem áttu hlut að máli, um þetta. Hvorki fyrr né síðar. Ef ég man rétt, var Ásthildur Lóa kjörinn þingmaður Suðurkjördæmis með flestum atkvæðum allra þar 30. nóvember sl. Ég hygg, að sú góða kosning hafi byggst á verðleikum Ásthildar og því góða orðspori, sem hún hafi byggt upp með stöfum sínum og framferði síðustu áratugi. Ég hygg, að sú glæsilega kosning og hennar skipan í ráðherramebætti hafi verið makleg. Jafn ómakleg er framkoma þeirrar konu, sem sendi þetta eldgamla einkamál á forsætisráðaherra, og, þá um leið, ómannúðleg og ljót aðkoma RÚV að málinu. Ég var að vona, að ljót meðferð á Þórði Snæ, nú nýlega, hefði dugað öfundar- og illgirnisöflunum í bili, en leitina að ljótu og leiðinlegu, því sem veldur fólki þjáningu og óhamingju, eyðileggur líf, virðist grassera meir og betur en nokkru sinni og aldrei ætla að enda. Hödundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Öfund og illgirni, ásamt með sjálfselsku, græðgi og grimmd, mega sennilega teljast meðal verstu eiginda mannskepnunnar. Ónáttúra. En, af henni er nóg, og stundum grasserar hún meir en ella. Kúlmínerar. Oft með fullum stuðningi fjölmiðla. Líka þeirra, sem reknir eru af og á kostnað fólksins í landinu. Líka miðils, sem ætti að gæta sérstakrar varkárni, nærgætni og hlutleysis, jafnvel umfram aðra miðla. Kynna sér sérstaklega viðkvæm persónuleg mál feikivel, áður en vaðið er með þau í fréttir og mannorði, lífshamingju og velferð manneskju stefnt í voða eða lagt í rúst. Líka með neikvæðar bylgjur og áhrif langt út fyrir það. Skyldu fréttamenn RÚV, sem eru á launum hjá almenningi og bera skyldur til hans skv. því, allir hafa tandurhreinan skjöld í sínum einkamálum, frá blautu barnsbeini, eða leynist þar eitthvað, sem betur má hvíla í skugga, eða bak við tjöld? Skyldi nokkur meðal okkar vera allur tandurhreinn með öll sín mál? Ég þekki engan, held ég, sem gæti státað sig af því. Það er með ólíkindum, að RÚV skuli leyfa sér að velta upp og vaða fram með 35 ára einkamál, milli tveggja unglinga, sem enga þýðingu hefur fyrir neinn, nú í dag, nema fyrir þau sjálf og þeirra fjölskyldur, og ekki á því í raun neitt erindi til almennings, þó að ekki væri nema vegna aldurs málsins. Fyrir 35 árum, og þó að skemur væri farið aftur í tímann, lifðum við í öðrum heim. Við, sem þá vorum til, vorum líka öll allt aðrar manneskjur, en við erum nú í dag. Við breytumst eiginlega eitthvað á hverjum einasta degi, þegar við vöknum upp að morgni, er ekki aðeins heimurinn orðinn nýr og annar, heldur við sjálf líka. Ekki veit ég, hvað þeim kvennmanni gekk til, sem sendi uplýsingarnar um Ásthildi Lóu og hennar ástarævintýni fyrir 35 árum til forsætisráðherra á dögunum, en ekki var það neitt gott, og hvað átti forsætisráðherra að varða um það. Ég segi bara svei! Og enn meira og sterkara svei verð ég að segja um og til þeirra fréttamanna RÚV, sem í þetta mál óðu, eins og um stórfrétt væri að ræða, sem varðaði alla landsmenn. Fyrir mér varðaði alls engan, nema þá, sem áttu hlut að máli, um þetta. Hvorki fyrr né síðar. Ef ég man rétt, var Ásthildur Lóa kjörinn þingmaður Suðurkjördæmis með flestum atkvæðum allra þar 30. nóvember sl. Ég hygg, að sú góða kosning hafi byggst á verðleikum Ásthildar og því góða orðspori, sem hún hafi byggt upp með stöfum sínum og framferði síðustu áratugi. Ég hygg, að sú glæsilega kosning og hennar skipan í ráðherramebætti hafi verið makleg. Jafn ómakleg er framkoma þeirrar konu, sem sendi þetta eldgamla einkamál á forsætisráðaherra, og, þá um leið, ómannúðleg og ljót aðkoma RÚV að málinu. Ég var að vona, að ljót meðferð á Þórði Snæ, nú nýlega, hefði dugað öfundar- og illgirnisöflunum í bili, en leitina að ljótu og leiðinlegu, því sem veldur fólki þjáningu og óhamingju, eyðileggur líf, virðist grassera meir og betur en nokkru sinni og aldrei ætla að enda. Hödundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar