Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar 20. mars 2025 12:33 Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hótaði í gær íbúum Gaza með orðunum „Þetta er lokaviðvörun“.[1] Orð varnarmálaráðherrans koma eftir að Ísrael rifti vopnahléssamningnum með grimmilegum árásum á Gaza. 710 manneskjur hafa verið myrtar af Ísraelsher síðastliðna tvo sólahringa, að frátöldum þeim sem liggja undir húsarústum. Lokaviðvörun Katz á ekki bara við um íbúa Gaza. Þetta er lokaviðvörun til alþjóðasamfélagsins. Lokaviðvörun til þess að grípa til raunverulegra aðgerða og koma í veg fyrir frekari þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. Forsætisráðherra viðraði á síðasta ári ítrekað hugmyndir sínar um að leiða saman Norðurlöndin og önnur Evrópuríki í samtal um viðskiptaþvinganir. Það gerði hún m.a. í grein sem hún birti á Vísi í mars 2024 og í viðtali hjá sama miðli tveimur mánuðum seinna.[2,3] Í viðtali við Heimildina í október sl. minnti forsætisráðherra svoá að Samfylkingin hafi gefið skýrt út að Ísland eigi að hafa forystu um að leiða Norðurlandaþjóðir og fleiri Evrópuríki inn í samtal um viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gaza. „Við eigum að gera þetta af þunga og alvöru,“ sagði forsætisráðherra.[4] Staðan í Palestínu og brot Ísraela á alþjóðalögum hafa einungis versnað síðan forsætisráðherra tjáði sig ítrekað um að leiða Norðurlöndin og fleiri Evrópuríki saman og innleiða viðskiptaþvinganir. Ísrael hefur virt ályktanir Öryggisráðs og allsherjarþings SÞ að vettugi og hunsar öll alþjóðalög, alla bráðabirgðaúrskurði Alþjóðadómstólsins, öll áköll og fordæmingar alþjóðasamfélagsins. Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingarinnar á kosningafundi Félagsins Ísland-Palestína 25. nóvember síðastliðinn voru Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. Þau sögðu að flokkar þeirra styddu kæru Suður-Afríku fyrir alþjóðadómstólnum og viðskiptaþvinganir. Þau sögðu enn frekar að kafli um þetta þyrfti að vera í stjórnarsáttmála. Ég vitna í forseta Alþingis Þórunni Sveinbjarnardóttur: „Hvernig ætlum við að beita okkur innan Nató? Hvernig ætlum við að beita okkur með Norðurlöndunum, hvernig ætlum við að beita okkur fyrir viðskiptaþvingunum, hvernig ætlum við að beita okkur þannig að það verði sett vopnasölubann gagnvart Ísrael, sem er kannski það mikilvægasta núna? …Og ég tek undir með Sigmari, allt þetta verður að vera alveg skýrt þegar ný ríkisstjórn er mynduð.”[5] Ekkert af þessu var skýrt í stjórnarsáttmálanum né í yfirlýsingum þingmanna eftir kosningar. Síðustu daga hefur forsætisráðherra talað um að hún hafi átt „óformleg samtöl” þegar hún er innt eftir því af fjölmiðlum hvort hún standi við orð sín um að eiga frumkvæði að samtali við Norðurlöndin um efnahagslegar- og pólitískar refsiaðgerðir gegn Ísrael. Tími „óformlegra samtala” var í besta falli fyrir 18 mánuðum síðan og sýnir engan veginn þann þunga og alvöru sem forsætisráðherra lýsti yfir að Samfylkingin myndi sýna málinu. Ríkisstjórnin verður að standa við orð sín og sýna það siðferðisþrek sem forsætisráðherra sagði að ríkisstjórn hennar myndi gera. Þjóðin hefur sannarlega sýnt það, meðal annars þegar hún kaus þessa ríkisstjórn til valda sem lofað hafði aðgerðum fyrir Palestínu. Orð Israel Kantz í gær voru lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Hversu mörg þurfa morðin að verða til að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur standi við orð sín? Ríkisstjórnir um allan heim verða að grípa til aðgerða strax. Á morgun komum við saman fyrir framan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu 4 kl: 8:45 og sýnum ríkisstjórninni að við ætlumst til þess að hún standi við orð sín. Höfundur er stjórnarmaður í Félaginu Ísland-Palestína. [1] https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-03-20-israelar-veita-gazabuum-lokavidvorun-439277 [2] https://www.visir.is/g/20242548417d/varanlegt-vopnahle-og-sjalfstaed-palestina [3] https://www.visir.is/g/20242577941d/is-land-leidi-nordur-londin-saman-og-innleidi-vidskiptathvinganir [4] https://heimildin.is/grein/22888/ [5] https://www.facebook.com/share/v/18Ehh4ezUT/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hótaði í gær íbúum Gaza með orðunum „Þetta er lokaviðvörun“.[1] Orð varnarmálaráðherrans koma eftir að Ísrael rifti vopnahléssamningnum með grimmilegum árásum á Gaza. 710 manneskjur hafa verið myrtar af Ísraelsher síðastliðna tvo sólahringa, að frátöldum þeim sem liggja undir húsarústum. Lokaviðvörun Katz á ekki bara við um íbúa Gaza. Þetta er lokaviðvörun til alþjóðasamfélagsins. Lokaviðvörun til þess að grípa til raunverulegra aðgerða og koma í veg fyrir frekari þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. Forsætisráðherra viðraði á síðasta ári ítrekað hugmyndir sínar um að leiða saman Norðurlöndin og önnur Evrópuríki í samtal um viðskiptaþvinganir. Það gerði hún m.a. í grein sem hún birti á Vísi í mars 2024 og í viðtali hjá sama miðli tveimur mánuðum seinna.[2,3] Í viðtali við Heimildina í október sl. minnti forsætisráðherra svoá að Samfylkingin hafi gefið skýrt út að Ísland eigi að hafa forystu um að leiða Norðurlandaþjóðir og fleiri Evrópuríki inn í samtal um viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gaza. „Við eigum að gera þetta af þunga og alvöru,“ sagði forsætisráðherra.[4] Staðan í Palestínu og brot Ísraela á alþjóðalögum hafa einungis versnað síðan forsætisráðherra tjáði sig ítrekað um að leiða Norðurlöndin og fleiri Evrópuríki saman og innleiða viðskiptaþvinganir. Ísrael hefur virt ályktanir Öryggisráðs og allsherjarþings SÞ að vettugi og hunsar öll alþjóðalög, alla bráðabirgðaúrskurði Alþjóðadómstólsins, öll áköll og fordæmingar alþjóðasamfélagsins. Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingarinnar á kosningafundi Félagsins Ísland-Palestína 25. nóvember síðastliðinn voru Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. Þau sögðu að flokkar þeirra styddu kæru Suður-Afríku fyrir alþjóðadómstólnum og viðskiptaþvinganir. Þau sögðu enn frekar að kafli um þetta þyrfti að vera í stjórnarsáttmála. Ég vitna í forseta Alþingis Þórunni Sveinbjarnardóttur: „Hvernig ætlum við að beita okkur innan Nató? Hvernig ætlum við að beita okkur með Norðurlöndunum, hvernig ætlum við að beita okkur fyrir viðskiptaþvingunum, hvernig ætlum við að beita okkur þannig að það verði sett vopnasölubann gagnvart Ísrael, sem er kannski það mikilvægasta núna? …Og ég tek undir með Sigmari, allt þetta verður að vera alveg skýrt þegar ný ríkisstjórn er mynduð.”[5] Ekkert af þessu var skýrt í stjórnarsáttmálanum né í yfirlýsingum þingmanna eftir kosningar. Síðustu daga hefur forsætisráðherra talað um að hún hafi átt „óformleg samtöl” þegar hún er innt eftir því af fjölmiðlum hvort hún standi við orð sín um að eiga frumkvæði að samtali við Norðurlöndin um efnahagslegar- og pólitískar refsiaðgerðir gegn Ísrael. Tími „óformlegra samtala” var í besta falli fyrir 18 mánuðum síðan og sýnir engan veginn þann þunga og alvöru sem forsætisráðherra lýsti yfir að Samfylkingin myndi sýna málinu. Ríkisstjórnin verður að standa við orð sín og sýna það siðferðisþrek sem forsætisráðherra sagði að ríkisstjórn hennar myndi gera. Þjóðin hefur sannarlega sýnt það, meðal annars þegar hún kaus þessa ríkisstjórn til valda sem lofað hafði aðgerðum fyrir Palestínu. Orð Israel Kantz í gær voru lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Hversu mörg þurfa morðin að verða til að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur standi við orð sín? Ríkisstjórnir um allan heim verða að grípa til aðgerða strax. Á morgun komum við saman fyrir framan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu 4 kl: 8:45 og sýnum ríkisstjórninni að við ætlumst til þess að hún standi við orð sín. Höfundur er stjórnarmaður í Félaginu Ísland-Palestína. [1] https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-03-20-israelar-veita-gazabuum-lokavidvorun-439277 [2] https://www.visir.is/g/20242548417d/varanlegt-vopnahle-og-sjalfstaed-palestina [3] https://www.visir.is/g/20242577941d/is-land-leidi-nordur-londin-saman-og-innleidi-vidskiptathvinganir [4] https://heimildin.is/grein/22888/ [5] https://www.facebook.com/share/v/18Ehh4ezUT/
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun