33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2025 11:18 Notkun nikótínpúða hefur stóraukist. Getty Um 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða. Hlutfallið er hvergi hærra á Norðurlöndunum en íslensk ungmenni reykja hins vegar síst. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar, sem byggir á gögnum frá 2018 til 2024. Í skýrslunni segir að 30 prósent norskra ungmenna noti nikótínpúða, 26,8 prósent sænskra ungmenna, 15,7 próesent danskra ungmenna og 9 prósent finnskra ungmenna. Aldursbilið sem um ræðir er ekki nákvæmlega það sama í öllum löndunum, eins og sést hér fyrir neðan. Notkun nikótínpúða eftir kynjum. Í skýrslunni greinir einnig frá því að verulega hafi dregið úr reykingum meðal ungs fólks á Norðurlöndunum en á Íslandi stunduðu 6,6 próesent ungmenna reykingar árið 2023. Hlutfallið á hinum Norðurlöndunum var á bilinu 12,1 prósent til 19 prósent. Íslenskum ungmennum sem reykja hefur fækkað um helming frá árinu 2018, þegar hlutfallið var 12,7 prósent. Sígarettureykingar eftir kynjum. Þegar notkun rafretta er skoðuð kemur í ljós að hún hefur haldist nokkuð stöðug meðal ungs fólks á Íslandi, um það bil 15 til 16 prósent, en er á bilinu 8,7 til 16 prósent á hinum Norðurlöndunum. Rafrettunotkun eftir kynjum. Í samantekt um skýrsluna segir að í umræðu um nikótín sé oft látið að því liggja að það sé skaðaminna eða jafnvel skaðlaust. „Staðreyndirnar eru hins vegar þær að nikótín er sterklega ávanabindandi efni sem hefur sérstaklega skaðleg áhrif á ungt fólk. Í því samhengi má nefna truflun á þroska heilans hjá ungu fólki,“ segir í tilkynningu frá Norrænu velferðarmiðstöðinni. „Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að þörf sé á markvissum forvörnum og öflugri stefnumótun til að minnka notkun nikótínvara meðal ungmenna. Þrátt fyrir jákvæða þróun á Íslandi varðandi almennar reykingar er ljóst að nýjar nikótínvörur – sérstaklega nikótínpúðar hafa skotið upp kollinum af miklum krafti. Það kallar á fjölþættar aðgerðir s.s. hertar reglugerðir, betra aðgengi að fræðslu og samvinnu milli landa um að takmarka aðgengi og markaðssetningu á nikótínvörum.“ Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Börn og uppeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar, sem byggir á gögnum frá 2018 til 2024. Í skýrslunni segir að 30 prósent norskra ungmenna noti nikótínpúða, 26,8 prósent sænskra ungmenna, 15,7 próesent danskra ungmenna og 9 prósent finnskra ungmenna. Aldursbilið sem um ræðir er ekki nákvæmlega það sama í öllum löndunum, eins og sést hér fyrir neðan. Notkun nikótínpúða eftir kynjum. Í skýrslunni greinir einnig frá því að verulega hafi dregið úr reykingum meðal ungs fólks á Norðurlöndunum en á Íslandi stunduðu 6,6 próesent ungmenna reykingar árið 2023. Hlutfallið á hinum Norðurlöndunum var á bilinu 12,1 prósent til 19 prósent. Íslenskum ungmennum sem reykja hefur fækkað um helming frá árinu 2018, þegar hlutfallið var 12,7 prósent. Sígarettureykingar eftir kynjum. Þegar notkun rafretta er skoðuð kemur í ljós að hún hefur haldist nokkuð stöðug meðal ungs fólks á Íslandi, um það bil 15 til 16 prósent, en er á bilinu 8,7 til 16 prósent á hinum Norðurlöndunum. Rafrettunotkun eftir kynjum. Í samantekt um skýrsluna segir að í umræðu um nikótín sé oft látið að því liggja að það sé skaðaminna eða jafnvel skaðlaust. „Staðreyndirnar eru hins vegar þær að nikótín er sterklega ávanabindandi efni sem hefur sérstaklega skaðleg áhrif á ungt fólk. Í því samhengi má nefna truflun á þroska heilans hjá ungu fólki,“ segir í tilkynningu frá Norrænu velferðarmiðstöðinni. „Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að þörf sé á markvissum forvörnum og öflugri stefnumótun til að minnka notkun nikótínvara meðal ungmenna. Þrátt fyrir jákvæða þróun á Íslandi varðandi almennar reykingar er ljóst að nýjar nikótínvörur – sérstaklega nikótínpúðar hafa skotið upp kollinum af miklum krafti. Það kallar á fjölþættar aðgerðir s.s. hertar reglugerðir, betra aðgengi að fræðslu og samvinnu milli landa um að takmarka aðgengi og markaðssetningu á nikótínvörum.“
Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Börn og uppeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira