Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2025 10:02 Martin Hermannsson og félagar í íslenska landsliðinu hafa fengið frábæran stuðning áður á stórmótum og búast má við mikilli stemningu í Póllandi í lok ágúst. vísir/Anton Skýrari mynd er nú komin á það hvernig miðasölu verður háttað fyrir EM karla í körfubolta. Íslenskir stuðningsmenn gætu þurft að hafa hraðar hendur í lok mars. Ísland mun leika í D-riðli mótsins í Katowice í Póllandi, ásamt heimamönnum og Slóvenum með Luka Doncic í broddi fylkingar. Hin þrjú liðin í riðlinum, þar á meðal lið úr efsta styrkleikaflokki (Serbía, Þýskaland, Frakkland, Spánn), bætast svo við þegar dregið verður í riðli þann 27. mars. Eftir dráttinn hefst miðasalan. Pólland valdi sér Ísland sem samstarfsþjóð, eða co-host, og segir KKÍ á vef sínum að þess vegna muni Íslendingar hafa forkaupsrétt af miðum fyrstu fimm dagana eftir að miðasalan fer í gang. KKÍ muni gefa út sérstakan hlekk að miðasölunni einhvern tímann á milli 27.-30. mars og að tilkynnt verði um það sérstaklega. Íslendingar oftast öruggir um 2.577 miða Flesta og mögulega alla leikdaga munu að minnsta kosti 2.577 miðar standa til boða fyrir Íslendinga og verða sætin fyrir aftan bekk íslenska liðsins, í Spodek-höllinni. Miðarnir kosta ýmist 50, 75 eða 95 evrur, eða minnst 7.300 krónur og mest 13.800 krónur. Leikdagarnir verða 28., 30. og 31. ágúst sem og 2. og 4. september. Leiktímar eru 14:00, 17:00 og 20:30 að staðartíma, eða klukkan 12:00, 15:00 og 18:30 að íslenskum tíma. Kvöldleikur við Pólverja Heimamenn munu alltaf spila síðasta leik dagsins svo að eini kvöldleikur Íslands verður við Pólverja. Miðasölunni verður skipt í tvennt þannig að hægt verður að kaupa miða sem gildir á tvo fyrstu leiki hvers dags og svo annan sem gildir á lokaleik dagsins, sem sagt leik Pólverja. Ef að leikur Íslands og Póllands verður laugardagskvöldið 30. ágúst verða einungis 1.500 miðar í boði fyrir Íslendinga, í stað 2.577 miða að lágmarki, en leikjadagskráin skýrist eftir dráttinn 27. mars. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Ísland mun leika í D-riðli mótsins í Katowice í Póllandi, ásamt heimamönnum og Slóvenum með Luka Doncic í broddi fylkingar. Hin þrjú liðin í riðlinum, þar á meðal lið úr efsta styrkleikaflokki (Serbía, Þýskaland, Frakkland, Spánn), bætast svo við þegar dregið verður í riðli þann 27. mars. Eftir dráttinn hefst miðasalan. Pólland valdi sér Ísland sem samstarfsþjóð, eða co-host, og segir KKÍ á vef sínum að þess vegna muni Íslendingar hafa forkaupsrétt af miðum fyrstu fimm dagana eftir að miðasalan fer í gang. KKÍ muni gefa út sérstakan hlekk að miðasölunni einhvern tímann á milli 27.-30. mars og að tilkynnt verði um það sérstaklega. Íslendingar oftast öruggir um 2.577 miða Flesta og mögulega alla leikdaga munu að minnsta kosti 2.577 miðar standa til boða fyrir Íslendinga og verða sætin fyrir aftan bekk íslenska liðsins, í Spodek-höllinni. Miðarnir kosta ýmist 50, 75 eða 95 evrur, eða minnst 7.300 krónur og mest 13.800 krónur. Leikdagarnir verða 28., 30. og 31. ágúst sem og 2. og 4. september. Leiktímar eru 14:00, 17:00 og 20:30 að staðartíma, eða klukkan 12:00, 15:00 og 18:30 að íslenskum tíma. Kvöldleikur við Pólverja Heimamenn munu alltaf spila síðasta leik dagsins svo að eini kvöldleikur Íslands verður við Pólverja. Miðasölunni verður skipt í tvennt þannig að hægt verður að kaupa miða sem gildir á tvo fyrstu leiki hvers dags og svo annan sem gildir á lokaleik dagsins, sem sagt leik Pólverja. Ef að leikur Íslands og Póllands verður laugardagskvöldið 30. ágúst verða einungis 1.500 miðar í boði fyrir Íslendinga, í stað 2.577 miða að lágmarki, en leikjadagskráin skýrist eftir dráttinn 27. mars.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira