Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar 19. mars 2025 11:00 Þessa dagana er mikið talað um öryggis- og varnamál í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Líst er yfir stuðning við „góða gæjann“ og útskýrt hvað „hinn vondi“ er að gera og ætlar að gera, ef hann er ekki stoppaður af með hervaldi. Mörg tala af þekkingu og reynslu af alþjóðastjórnmálum og aðrir sem leikmenn. Oft er talað óljóst þegar sagt er: ..„þetta er að færast nær“ ...“við verðum að vera viðbúin“… „við verðum að bregðast við ástandinu í Evrópu“.. án þess að það sé nánar skilgreint hver hættan er fyrir okkur á Íslandi og þá hvaða viðbrögð séu raunhæf og komi að gagni. Lengi hefur verið litið á að karlar hafi sérþekkingu á hernaðar- öryggis- og varnamálum og ég sé ekki að margar konur sem úttala sig um öryggismál hafi aðra nálgun. Þær ganga margar inn í ríkjandi orðræðu hernaðarhyggjunnar þar sem gengið er út frá að heimurinn sé hættulegur og hættunni verði að mæta með hervaldi. Ég verð ekki mikið vör við nálgun þar sem ekki er alið á ótta eða þar sem bent er á leiðir til fyrirbyggja ofbeldi, leysa mál eða takast á við óöryggi án þess að beita, eða ógna, með hervaldi. Ég man hvað mér fannst óspennandi að hlusta á vini mína ræða um seinni heimstyrjöldina þegar ég var að vaxa úr grasi. Það var eins og eina fólkið sem átti heima í Evrópu og BNA væru hershöfðingjar og þjóðarleiðtogar. Ekki hjálpaði að græjur og farartæki höfðuðu ekki til mín. Ég vissi því ekkert um skriðdreka og orustuflugvélar og ég hafði engan áhuga á skotvopnum og sprengjum og svo man ég aldrei nein nöfn og dagsetningar. Ég hafði og hef áhuga á stríði sem áhugamanneskja um mannlega hegðun og samfélög og ég hugsaði oft hvað myndi ég gera ef stríð kæmi til Íslands. Ég verð að viðurkenna að mér fannst það spennandi tilhugsun á unglingsárunum. Ég var viss um að ég myndi vera virk í andspyrnuhreyfingu og ég myndi bjarga minni máttar. Anna Frank færi ekki í útrýmingarbúðir á minni vakt. Ég hafði og hef áhuga á spurningunni: Af hverju stríð? Ekki af því að ég meiri friðarsinni en þessir vinir mínir eða aðrir, heldur af því að ég vildi vita hver væri tilgangurinn með stríði. Þess vegna hef ég lengi verið að skoða hvaða sögur fólk segir sér og öðrum sem réttlætir það að drepa ókunnuga. Hvaða goðsagnir og sögur lifa með fólki í samfélögum þeirra, sem vekja það mikinn ótta og reiði að hægt er að virkja fólk í að fremja ódæði eins og að drepa börn og að styðja skipulagt ofbeldi gegn ókunnugum? Hvaðan koma sögurnar? Hverjir hafa ávinning af hervæðingu og stríði og þá hvernig? Ég hef aldrei haft sterka þjóðerniskennd, en ég lít á það sem forréttindi að búa í „herlausu“ landi sem bíður uppá ósnortna náttúru og að tala þetta fátalaða tungumál auk annarra tungumála, og að tilheyra. Það hafa verið mikil forréttindi að vera hluti af svona lítilli þjóð sem enn ógnar engum og vera með vegabréf sem enn virkar í flestum ríkjum heims. Með tímanum höfum við á Íslandi orðið margra þjóða samlandar og ríkidæmi okkar byggist m. a. á að tæplega fjórðungur vinnandi fólks, sem heldur samfélaginu gangandi, eru innflytjendur. Þegar ég starfaði í fyrrum Júgóslavíu stuttu eftir stríðið þá hlustaði ég á fólk segja mér sögur úr stríðinu. Ég man sérstaklega eftir einu samtali við eldri mann sem sagði mér að fyrir stríð hefði allt þeirra skipulag og undirbúningur fyrir viðbrögð við árásum, beinst að hættunni að utan. Hin illu Vesturlönd voru ógnin. Hann sagði:… „Við áttum hillumetra af möppum þar sem fjallað var um ógnina úr vestri. Það hvarflaði ekki að okkur, þrátt fyrir flókna samsetningu ríkisins, að við íbúar Júgóslavíu ættum eftir að beita hvort annað ofbeldi.“ Flest stríð eru á milli nágranna og meira að segja tala margir þeirra sama tungumál og deila svipaðri menningu. Utanaðkomandi herveldi og fyrirtæki taka þó yfirleitt þátt, beint eða óbeint, með stuðningi við ofbeldið, afskipti af stjórnmálum, hernaðarráðgjöf og vopnasölu. Þessir utanaðkomandi aðilar hagnast líka oft þegar þeir fá aðgengi að náttúruauðlindum þegar stríðið hefur brotið niður samfélagið. Ég tel ekki þörf á að við hervæðumst gegn ógn að utan. Hervæðing mun ekki auka öryggi mitt og minna og ég tel að fjármagni sé betur varið í annað. Þeir sem ásælast auðlindir okkar virðast því miður geta keypt eða notað þær fyrir lítið og þurfa því ekki að ráðast á okkur eða ýta undir upplausn samfélagsins. Ég hef meiri áhyggjur af siðferðilegu skipbroti okkar og annarra Vesturlanda (norður Ameríku og Evrópu) sem ekki hafa gripið til refsiaðgerða gegn stjórnvöldum í Ísrael. Restin af heiminum mun taka enn minna mark á okkur þegar tölum um mikilvægi mannréttinda og alþjóðalaga. Vestrið er að brotna innan frá og með því alþjóðakerfið sem var veikt fyrir. Ég hef líka áhyggjur af því að við sem búum hér á landi séum að aðskilja okkur í „við og hin.“ Ég hef því áhyggjur af veldi þeirra ofur ríku sem hafa stjórnvöld ríkja í vasanum og miðla upplýsingum sem notaðar eru til að vekja ótta og ýta undir rasisma og ofbeldi. Ég hef áhyggjur af því öryggisleysi sem fátæktin getur af sér og þeirri vanmáttarkennd og reiði sem það vekur að upplifa óréttlæti í landi þar sem þú færð ekki að vera með, nema sem ódýrt vinnuafl. Ég hef því áhyggjur af börnum innflytjenda sem ekki fá þann stuðning sem er nauðsynlegur til þess að þau hafi aðgang að öllum gæðum okkar samfélags. Það er hættulegt þegar ungt fólk upplifir að það tilheyrir ekki, að það fái ekki það sama og hinir, að það njóti ekki virðingar og að það hafi engu að tapa. Fjármunum sem eyða á í hervæðingu og kaup á hergögnum væri betur varið í að auka öryggi okkar á Íslandi með því að fjárfesta í ungu fólki og öflugu samfélagi. En það sem þarf er að þau okkar jarðarbúa sem ekki trúum á ofbeldi sem lausn, látum ekki óttan ná tökum á okkur. Við getum búið til nýjar sögur og við þurfum ekki að sætta okkur við ofbeldi sem lausn á vanda. Samfélag okkar jarðarbúa bíður uppá svo margt annað en ógnir og hættur. Höfundur er með MA í friðarfræðum og MPhil í lausn ágreiningsmála og hefur starfað og búið í stríðshrjáðum löndum í Afríku, Evrópu og Asíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er mikið talað um öryggis- og varnamál í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Líst er yfir stuðning við „góða gæjann“ og útskýrt hvað „hinn vondi“ er að gera og ætlar að gera, ef hann er ekki stoppaður af með hervaldi. Mörg tala af þekkingu og reynslu af alþjóðastjórnmálum og aðrir sem leikmenn. Oft er talað óljóst þegar sagt er: ..„þetta er að færast nær“ ...“við verðum að vera viðbúin“… „við verðum að bregðast við ástandinu í Evrópu“.. án þess að það sé nánar skilgreint hver hættan er fyrir okkur á Íslandi og þá hvaða viðbrögð séu raunhæf og komi að gagni. Lengi hefur verið litið á að karlar hafi sérþekkingu á hernaðar- öryggis- og varnamálum og ég sé ekki að margar konur sem úttala sig um öryggismál hafi aðra nálgun. Þær ganga margar inn í ríkjandi orðræðu hernaðarhyggjunnar þar sem gengið er út frá að heimurinn sé hættulegur og hættunni verði að mæta með hervaldi. Ég verð ekki mikið vör við nálgun þar sem ekki er alið á ótta eða þar sem bent er á leiðir til fyrirbyggja ofbeldi, leysa mál eða takast á við óöryggi án þess að beita, eða ógna, með hervaldi. Ég man hvað mér fannst óspennandi að hlusta á vini mína ræða um seinni heimstyrjöldina þegar ég var að vaxa úr grasi. Það var eins og eina fólkið sem átti heima í Evrópu og BNA væru hershöfðingjar og þjóðarleiðtogar. Ekki hjálpaði að græjur og farartæki höfðuðu ekki til mín. Ég vissi því ekkert um skriðdreka og orustuflugvélar og ég hafði engan áhuga á skotvopnum og sprengjum og svo man ég aldrei nein nöfn og dagsetningar. Ég hafði og hef áhuga á stríði sem áhugamanneskja um mannlega hegðun og samfélög og ég hugsaði oft hvað myndi ég gera ef stríð kæmi til Íslands. Ég verð að viðurkenna að mér fannst það spennandi tilhugsun á unglingsárunum. Ég var viss um að ég myndi vera virk í andspyrnuhreyfingu og ég myndi bjarga minni máttar. Anna Frank færi ekki í útrýmingarbúðir á minni vakt. Ég hafði og hef áhuga á spurningunni: Af hverju stríð? Ekki af því að ég meiri friðarsinni en þessir vinir mínir eða aðrir, heldur af því að ég vildi vita hver væri tilgangurinn með stríði. Þess vegna hef ég lengi verið að skoða hvaða sögur fólk segir sér og öðrum sem réttlætir það að drepa ókunnuga. Hvaða goðsagnir og sögur lifa með fólki í samfélögum þeirra, sem vekja það mikinn ótta og reiði að hægt er að virkja fólk í að fremja ódæði eins og að drepa börn og að styðja skipulagt ofbeldi gegn ókunnugum? Hvaðan koma sögurnar? Hverjir hafa ávinning af hervæðingu og stríði og þá hvernig? Ég hef aldrei haft sterka þjóðerniskennd, en ég lít á það sem forréttindi að búa í „herlausu“ landi sem bíður uppá ósnortna náttúru og að tala þetta fátalaða tungumál auk annarra tungumála, og að tilheyra. Það hafa verið mikil forréttindi að vera hluti af svona lítilli þjóð sem enn ógnar engum og vera með vegabréf sem enn virkar í flestum ríkjum heims. Með tímanum höfum við á Íslandi orðið margra þjóða samlandar og ríkidæmi okkar byggist m. a. á að tæplega fjórðungur vinnandi fólks, sem heldur samfélaginu gangandi, eru innflytjendur. Þegar ég starfaði í fyrrum Júgóslavíu stuttu eftir stríðið þá hlustaði ég á fólk segja mér sögur úr stríðinu. Ég man sérstaklega eftir einu samtali við eldri mann sem sagði mér að fyrir stríð hefði allt þeirra skipulag og undirbúningur fyrir viðbrögð við árásum, beinst að hættunni að utan. Hin illu Vesturlönd voru ógnin. Hann sagði:… „Við áttum hillumetra af möppum þar sem fjallað var um ógnina úr vestri. Það hvarflaði ekki að okkur, þrátt fyrir flókna samsetningu ríkisins, að við íbúar Júgóslavíu ættum eftir að beita hvort annað ofbeldi.“ Flest stríð eru á milli nágranna og meira að segja tala margir þeirra sama tungumál og deila svipaðri menningu. Utanaðkomandi herveldi og fyrirtæki taka þó yfirleitt þátt, beint eða óbeint, með stuðningi við ofbeldið, afskipti af stjórnmálum, hernaðarráðgjöf og vopnasölu. Þessir utanaðkomandi aðilar hagnast líka oft þegar þeir fá aðgengi að náttúruauðlindum þegar stríðið hefur brotið niður samfélagið. Ég tel ekki þörf á að við hervæðumst gegn ógn að utan. Hervæðing mun ekki auka öryggi mitt og minna og ég tel að fjármagni sé betur varið í annað. Þeir sem ásælast auðlindir okkar virðast því miður geta keypt eða notað þær fyrir lítið og þurfa því ekki að ráðast á okkur eða ýta undir upplausn samfélagsins. Ég hef meiri áhyggjur af siðferðilegu skipbroti okkar og annarra Vesturlanda (norður Ameríku og Evrópu) sem ekki hafa gripið til refsiaðgerða gegn stjórnvöldum í Ísrael. Restin af heiminum mun taka enn minna mark á okkur þegar tölum um mikilvægi mannréttinda og alþjóðalaga. Vestrið er að brotna innan frá og með því alþjóðakerfið sem var veikt fyrir. Ég hef líka áhyggjur af því að við sem búum hér á landi séum að aðskilja okkur í „við og hin.“ Ég hef því áhyggjur af veldi þeirra ofur ríku sem hafa stjórnvöld ríkja í vasanum og miðla upplýsingum sem notaðar eru til að vekja ótta og ýta undir rasisma og ofbeldi. Ég hef áhyggjur af því öryggisleysi sem fátæktin getur af sér og þeirri vanmáttarkennd og reiði sem það vekur að upplifa óréttlæti í landi þar sem þú færð ekki að vera með, nema sem ódýrt vinnuafl. Ég hef því áhyggjur af börnum innflytjenda sem ekki fá þann stuðning sem er nauðsynlegur til þess að þau hafi aðgang að öllum gæðum okkar samfélags. Það er hættulegt þegar ungt fólk upplifir að það tilheyrir ekki, að það fái ekki það sama og hinir, að það njóti ekki virðingar og að það hafi engu að tapa. Fjármunum sem eyða á í hervæðingu og kaup á hergögnum væri betur varið í að auka öryggi okkar á Íslandi með því að fjárfesta í ungu fólki og öflugu samfélagi. En það sem þarf er að þau okkar jarðarbúa sem ekki trúum á ofbeldi sem lausn, látum ekki óttan ná tökum á okkur. Við getum búið til nýjar sögur og við þurfum ekki að sætta okkur við ofbeldi sem lausn á vanda. Samfélag okkar jarðarbúa bíður uppá svo margt annað en ógnir og hættur. Höfundur er með MA í friðarfræðum og MPhil í lausn ágreiningsmála og hefur starfað og búið í stríðshrjáðum löndum í Afríku, Evrópu og Asíu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun