Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 19. mars 2025 08:31 Menning er undirstaða hvers samfélags og hefur djúpstæð áhrif á sjálfsmynd, tengsl og samheldni fólks. Menningin er spegill á þjóðarsál nútímans, fortíðar og í einhverjum tilfellum gluggi inn í framtíðina. Hún gefur landsmönnum tækifæri til þess að eiga sameiginleg augnablik og eru dæmin um það fjölmörg. Menningin er það sem gerir okkur að þjóð, ekki stétt eða staða, húðlitur eða trú. Það er því sérstakt gleðiefni að frumvarpið sem Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, lagði fram í gær og tryggir framtíð óperulistar á Íslandi skuli hafa hlotið jákvæða umræðu og að greinileg samstaða sé til staðar um málið. Frumvarpið byggir á góðri vinnu sem átti sér stað hjá fyrri ríkisstjórn undir forystu Lilju Alfreðsdóttur en er lagt fram með breytingum sem ríma við áherslur núverandi ríkisstjórnar. Staðan sem hefur verið uppi síðustu ár hefur verið óviðunandi fyrir þjóð sem byggir sinn menningararf á sagnalist og söng. Hún hefur verið óviðunandi fyrir þá fjölmörgu söngvara sem hafa lagt á sig mikla menntun og sérhæfingu til þess að verða sérfræðingar á sínu sviði og hafa mörg hver þurft að leita til annarra landa til þess að fá að tækifæri til að starfa við sitt sérsvið. Sú óvissa sem hefur verið síðustu ár um framtíð óperustarfsemi á Íslandi hefur verið óviðunandi fyrir menningarþjóðina Ísland. En nú stendur til að bæta úr þessari stöðu með frumvarpi til breytingar á sviðslistalögum sem miða að því að óperan fái varanlegan sessi innan stjórnsýslu og stuðningskerfis Þjóðleikhússins á sama tíma og heimili hennar verður í Hörpu. Með lagabreytingunni verður óperunni skapaður sess sem kjarnastofnun fyrir óperulist á sama hátt og Þjóðleikhúsið er fyrir leiklist og Íslenski dansflokkurinn fyrir danslist. Samfelld starfsemi verður allt árið um kring sem leggur áherslu á klassískan menningararf óperulista og gera hann aðgengilegan almenning. Að auki verður rík áhersla á að óperan verði vettvangur fyrir nýsköpun, sem gerir tilraunir með listformið og verði í virku samstarfi við landsbyggðina, sjálfstæða hópa og menntastofnanir eins og Listaháskólann. Áherslan er á listafólkið og samstarf þess við ólíka aðila, ekki bara á eldri skilgreiningar á listforminu og þörfum þess. Í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er áhersla á að auka aðgengi landsmanna að menningarlífi óháð efnahag og búsetu og ber frumvarpið þess merki, en með lögbundnu hlutverki öðlast óperan bolmagn til að fylgja eftir stefnu um jafnrétti, inngildingu og aðgengi. Í frumvarpinu er lögð áhersla á að óperan sinni samfélagslegri ábyrgð á sviði fræðslumála sem sameinandi afl menntunar og menningar þar sem lagt er upp með að nýta hugmyndir og sköpunarkraft ungs fólks til að þróa listformið áfram. Þá er lagt upp með að íslenska Óperan leiti eftir samstarfi í öllum landshlutum sem mun styrkja tengsl við einsöngvara, kóra, hljómsveitir og sviðslistafólk utan höfuðborgarsvæðisins. Allt eru þetta virkilega jákvæð framfaraskref fyrir menningarlífið í landinu. Ísland stendur framarlega þegar kemur að menningu, skapandi greinum og aðbúnaði þeirra. Þetta skilar okkur framúrskarandi fólki sem starfar í menningu, bæði fremst á sviði hér á landi og víða um heim en ekki síður í skapandi störfum á bakvið tjöldin. Tónlistarhúsið Harpa er á heimsmælikvarða og er þjóðarstolt okkar Íslendinga. Því er það gleðiefni að Óperan komi til með að eiga þar samastað þrátt fyrir að tilheyra Þjóðleikhúsinu og njóta stoðdeilda sem þar eru. Samlegðaráhrifin eru mikil í fyrirkomulaginu sem hér er lagt upp með og á sama tíma verður Óperan með fullt listrænt sjálfstæði og er hvött til samstarfs við ólíka hópa. Menning og skapandi greinar eru orðin ein af undirstöðum í íslensku atvinnulífi eins og kom glögglega fram í skýrslu Ágústs Ólafs Ágústssonar um hagræn áhrif menningu og skapandi greina. Það er því fagnaðarefni að með frumvarpinu sé verið að tryggja störf fyrir fleira fólk í menningarlífi landsins, en stefnt er að því að Óperan ráði yfir allt að 12 stöðugildum fyrir einsöngvara og 16 stöðugildum fyrir kór á komandi árum, auk fasts starfsfólks. Stór óperusýning getur veitt yfir 100 sérmenntuðu starfsfólki vinnu og margfeldisáhrifin eru mikil. Óperustarfsemi veitir einnig viðbótarstörf fyrir fjölda manns í sviðslistageiranum sem þurfa á fleiri og fjölbreyttari verkefnum að halda. Slík þjálfun kemur að gagni með margvíslegum hætti, nýtist í uppeldi þjóðarinnar og í tekjumyndandi starfsemi eins og kvikmyndagerð og öðrum störfum innan og utan skapandi greina. Síðast en ekki síst er það mikið fagnaðarefni að framúrskarandi íslenskir söngvarar, sem margir hverjir búa og starfa erlendis, fái nú fleiri tækifæri til þess að vinna hér heima og við sem hér búum fáum þá jafnframt fleiri tækifæri til að njóta hæfileika þeirra. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Íslenska óperan Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Menning er undirstaða hvers samfélags og hefur djúpstæð áhrif á sjálfsmynd, tengsl og samheldni fólks. Menningin er spegill á þjóðarsál nútímans, fortíðar og í einhverjum tilfellum gluggi inn í framtíðina. Hún gefur landsmönnum tækifæri til þess að eiga sameiginleg augnablik og eru dæmin um það fjölmörg. Menningin er það sem gerir okkur að þjóð, ekki stétt eða staða, húðlitur eða trú. Það er því sérstakt gleðiefni að frumvarpið sem Logi Einarsson, menningar- nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, lagði fram í gær og tryggir framtíð óperulistar á Íslandi skuli hafa hlotið jákvæða umræðu og að greinileg samstaða sé til staðar um málið. Frumvarpið byggir á góðri vinnu sem átti sér stað hjá fyrri ríkisstjórn undir forystu Lilju Alfreðsdóttur en er lagt fram með breytingum sem ríma við áherslur núverandi ríkisstjórnar. Staðan sem hefur verið uppi síðustu ár hefur verið óviðunandi fyrir þjóð sem byggir sinn menningararf á sagnalist og söng. Hún hefur verið óviðunandi fyrir þá fjölmörgu söngvara sem hafa lagt á sig mikla menntun og sérhæfingu til þess að verða sérfræðingar á sínu sviði og hafa mörg hver þurft að leita til annarra landa til þess að fá að tækifæri til að starfa við sitt sérsvið. Sú óvissa sem hefur verið síðustu ár um framtíð óperustarfsemi á Íslandi hefur verið óviðunandi fyrir menningarþjóðina Ísland. En nú stendur til að bæta úr þessari stöðu með frumvarpi til breytingar á sviðslistalögum sem miða að því að óperan fái varanlegan sessi innan stjórnsýslu og stuðningskerfis Þjóðleikhússins á sama tíma og heimili hennar verður í Hörpu. Með lagabreytingunni verður óperunni skapaður sess sem kjarnastofnun fyrir óperulist á sama hátt og Þjóðleikhúsið er fyrir leiklist og Íslenski dansflokkurinn fyrir danslist. Samfelld starfsemi verður allt árið um kring sem leggur áherslu á klassískan menningararf óperulista og gera hann aðgengilegan almenning. Að auki verður rík áhersla á að óperan verði vettvangur fyrir nýsköpun, sem gerir tilraunir með listformið og verði í virku samstarfi við landsbyggðina, sjálfstæða hópa og menntastofnanir eins og Listaháskólann. Áherslan er á listafólkið og samstarf þess við ólíka aðila, ekki bara á eldri skilgreiningar á listforminu og þörfum þess. Í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er áhersla á að auka aðgengi landsmanna að menningarlífi óháð efnahag og búsetu og ber frumvarpið þess merki, en með lögbundnu hlutverki öðlast óperan bolmagn til að fylgja eftir stefnu um jafnrétti, inngildingu og aðgengi. Í frumvarpinu er lögð áhersla á að óperan sinni samfélagslegri ábyrgð á sviði fræðslumála sem sameinandi afl menntunar og menningar þar sem lagt er upp með að nýta hugmyndir og sköpunarkraft ungs fólks til að þróa listformið áfram. Þá er lagt upp með að íslenska Óperan leiti eftir samstarfi í öllum landshlutum sem mun styrkja tengsl við einsöngvara, kóra, hljómsveitir og sviðslistafólk utan höfuðborgarsvæðisins. Allt eru þetta virkilega jákvæð framfaraskref fyrir menningarlífið í landinu. Ísland stendur framarlega þegar kemur að menningu, skapandi greinum og aðbúnaði þeirra. Þetta skilar okkur framúrskarandi fólki sem starfar í menningu, bæði fremst á sviði hér á landi og víða um heim en ekki síður í skapandi störfum á bakvið tjöldin. Tónlistarhúsið Harpa er á heimsmælikvarða og er þjóðarstolt okkar Íslendinga. Því er það gleðiefni að Óperan komi til með að eiga þar samastað þrátt fyrir að tilheyra Þjóðleikhúsinu og njóta stoðdeilda sem þar eru. Samlegðaráhrifin eru mikil í fyrirkomulaginu sem hér er lagt upp með og á sama tíma verður Óperan með fullt listrænt sjálfstæði og er hvött til samstarfs við ólíka hópa. Menning og skapandi greinar eru orðin ein af undirstöðum í íslensku atvinnulífi eins og kom glögglega fram í skýrslu Ágústs Ólafs Ágústssonar um hagræn áhrif menningu og skapandi greina. Það er því fagnaðarefni að með frumvarpinu sé verið að tryggja störf fyrir fleira fólk í menningarlífi landsins, en stefnt er að því að Óperan ráði yfir allt að 12 stöðugildum fyrir einsöngvara og 16 stöðugildum fyrir kór á komandi árum, auk fasts starfsfólks. Stór óperusýning getur veitt yfir 100 sérmenntuðu starfsfólki vinnu og margfeldisáhrifin eru mikil. Óperustarfsemi veitir einnig viðbótarstörf fyrir fjölda manns í sviðslistageiranum sem þurfa á fleiri og fjölbreyttari verkefnum að halda. Slík þjálfun kemur að gagni með margvíslegum hætti, nýtist í uppeldi þjóðarinnar og í tekjumyndandi starfsemi eins og kvikmyndagerð og öðrum störfum innan og utan skapandi greina. Síðast en ekki síst er það mikið fagnaðarefni að framúrskarandi íslenskir söngvarar, sem margir hverjir búa og starfa erlendis, fái nú fleiri tækifæri til þess að vinna hér heima og við sem hér búum fáum þá jafnframt fleiri tækifæri til að njóta hæfileika þeirra. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar.
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun