Söguleg árás dróna og róbóta Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2025 13:35 Úkraínskur hermaður á æfingu með dróna. Getty/Roman Chop Úkraínskir hermenn gerðu í desember árás á rússneskar skotgrafir norður af Karkívborg. Það væri í sjálfu sér ekki merkilegt en við árásina var eingöngu notast við dróna og var það í fyrsta sinn sem slíkt hefur verið gert. Úkraínumenn sendu um fimmtíu dróna, bæði fljúgandi dróna og róbóta á fótum og hjólum að rússneskum hermönnum. Sumir drónanna voru hannaðir til að springa í loft upp og aðrir til að varpa sprengjum úr lofti. Þá voru einnig róbótar sem báru fjarstýrðar byssur. Drónahernaður hefur tekið stakkaskiptum í innrás Rússa í Úkraínu þar sem umfang notkunar þeirra hefur aukist og aukist og ný tækni hefur verið þróuð á miklum hraða í átökunum. Wall Street Journal, sem fjallar um umrædda árás, segir hana hafa verið nokkurskonar tilraunaverkefni. Árásin var gerð af hersveit sjálfboðaliða úr þjóðvarðliði Úkraínu sem heitir Khartíja. Hermenn segja hana ekki hafa gengið áfallalaust fyrir sig en hún hafi heppnast, þó óljóst sé hversu vel. Helstu vandræði voru að róbótarnir áttu að það til að eiga erfitt með að komast leiðar sinnar og festurst í leðju. Þegar úkraínskir hermenn fóru í kjölfarið að skotgröfunum segjast þeir hafa fundið lík rússneskra hermanna þar. Nú eru forsvarsmenn annarra herdeilda sagðir undirbúa sambærilegar aðgerðir. Drónar gegn drónum Meðlimir Khartíja höfðu æft árásina nokkrum sinnum, til að ganga úr skugga um að sendingar drónanna trufluðu ekki aðra dróna og til að kortleggja þær leiðir sem drónarnir áttu að fara. Árásin hófst með því að fjórhjóladrifunum dróna var keyrt að neðanjarðarbyrgi Rússa og stóð árásin svo yfir í rúmar fimm klukkustundir. Upprunalegu árásinni var fylgt eftir með sjálfsprengidrónum úr lofti og róbótum búnum byssum. Þá var einnig fylgst með árásinni úr eftirlitsdrónum og krafðist árásin mikillar samhæfingar hjá flugmönnum og stjórnendum drónanna. Rússneskir drónar voru einnig á svæðinu en Rússar notuðu sjálfsprengidróna gegn róbótum Úkraínumanna á jörðu niðri. Í samtali við blaðamenn WSJ segja úkraínskir hermenn að árásin hafi sýnt þeim hvernig þeir þurfa að breyta drónum, hvaða aðferðir virka og hvað virkar ekki. Slík þróun er Úkraínumönnum gífurlega mikilvæg, sérstaklega þar sem talið er að drónar séu orðnir skæðasta vopn þeirra gegn Rússum. Khartíja herdeildin notar margskonar dróna og róbóta. Varnarmálaráðherra Hollands heimsótti hermenn herdeildarinnar nýlega og lýkti því við að heimsækja nýsköpunarfyrirtæki. The people behind the Khartiia unmanned ground vehicles by @mil_in_ua: https://t.co/djcLmVKCg4 pic.twitter.com/e93ftqmroQ— Khartiia Brigade of the National Guard of Ukraine (@khartiiabrygada) February 14, 2025 Bæta dróna með gervigreind Breska hugveitan Royal United Services Institute (RUSI) birti fyrr á árinu skýrslu um átökin í Úkraínu en þar kom meðal annars fram að tiltölulega einfaldir og smáir sjálfsprengidrónar væru notaðir til að granda um sextíu til sjötíu prósentum af rússneskum hergögnum. Þessum drónum fylgir þó sá varnagli að sextíu til áttatíu prósent þeirra ná ekki til skotmarka sinna, hvort sem það er vegna rafrænna truflana eða hæfni flugmanna. Úkraínumenn hafa því lagt mikið kapp á að búa þessa dróna gervigreindartækni sem gera á þeim kleift að finna skotmörkin sjálfir, þegar sambandið við stjórnendur rofnar. Þetta á líka við róbóta á jörðu niðri og drónabáta. Í grein Economist segir að gervigreind hafi þegar gert Úkraínumönnum kleift að nýta dróna sína betur. Sérfræðingar segja þó í það minnsta einhver ár þar til þessi vinna fari að skila markvissum árangri í formi svo gott sem sjálfstýrðra dróna. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tækni Tengdar fréttir Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07 Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08 Sér ekkert vopnahlé í kortunum Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim. 17. mars 2025 12:46 Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu ræða saman á morgun. Trump segir viðræður þegar standa yfir um „skiptingu eigna“ í Úkraínu. 17. mars 2025 06:34 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Sumir drónanna voru hannaðir til að springa í loft upp og aðrir til að varpa sprengjum úr lofti. Þá voru einnig róbótar sem báru fjarstýrðar byssur. Drónahernaður hefur tekið stakkaskiptum í innrás Rússa í Úkraínu þar sem umfang notkunar þeirra hefur aukist og aukist og ný tækni hefur verið þróuð á miklum hraða í átökunum. Wall Street Journal, sem fjallar um umrædda árás, segir hana hafa verið nokkurskonar tilraunaverkefni. Árásin var gerð af hersveit sjálfboðaliða úr þjóðvarðliði Úkraínu sem heitir Khartíja. Hermenn segja hana ekki hafa gengið áfallalaust fyrir sig en hún hafi heppnast, þó óljóst sé hversu vel. Helstu vandræði voru að róbótarnir áttu að það til að eiga erfitt með að komast leiðar sinnar og festurst í leðju. Þegar úkraínskir hermenn fóru í kjölfarið að skotgröfunum segjast þeir hafa fundið lík rússneskra hermanna þar. Nú eru forsvarsmenn annarra herdeilda sagðir undirbúa sambærilegar aðgerðir. Drónar gegn drónum Meðlimir Khartíja höfðu æft árásina nokkrum sinnum, til að ganga úr skugga um að sendingar drónanna trufluðu ekki aðra dróna og til að kortleggja þær leiðir sem drónarnir áttu að fara. Árásin hófst með því að fjórhjóladrifunum dróna var keyrt að neðanjarðarbyrgi Rússa og stóð árásin svo yfir í rúmar fimm klukkustundir. Upprunalegu árásinni var fylgt eftir með sjálfsprengidrónum úr lofti og róbótum búnum byssum. Þá var einnig fylgst með árásinni úr eftirlitsdrónum og krafðist árásin mikillar samhæfingar hjá flugmönnum og stjórnendum drónanna. Rússneskir drónar voru einnig á svæðinu en Rússar notuðu sjálfsprengidróna gegn róbótum Úkraínumanna á jörðu niðri. Í samtali við blaðamenn WSJ segja úkraínskir hermenn að árásin hafi sýnt þeim hvernig þeir þurfa að breyta drónum, hvaða aðferðir virka og hvað virkar ekki. Slík þróun er Úkraínumönnum gífurlega mikilvæg, sérstaklega þar sem talið er að drónar séu orðnir skæðasta vopn þeirra gegn Rússum. Khartíja herdeildin notar margskonar dróna og róbóta. Varnarmálaráðherra Hollands heimsótti hermenn herdeildarinnar nýlega og lýkti því við að heimsækja nýsköpunarfyrirtæki. The people behind the Khartiia unmanned ground vehicles by @mil_in_ua: https://t.co/djcLmVKCg4 pic.twitter.com/e93ftqmroQ— Khartiia Brigade of the National Guard of Ukraine (@khartiiabrygada) February 14, 2025 Bæta dróna með gervigreind Breska hugveitan Royal United Services Institute (RUSI) birti fyrr á árinu skýrslu um átökin í Úkraínu en þar kom meðal annars fram að tiltölulega einfaldir og smáir sjálfsprengidrónar væru notaðir til að granda um sextíu til sjötíu prósentum af rússneskum hergögnum. Þessum drónum fylgir þó sá varnagli að sextíu til áttatíu prósent þeirra ná ekki til skotmarka sinna, hvort sem það er vegna rafrænna truflana eða hæfni flugmanna. Úkraínumenn hafa því lagt mikið kapp á að búa þessa dróna gervigreindartækni sem gera á þeim kleift að finna skotmörkin sjálfir, þegar sambandið við stjórnendur rofnar. Þetta á líka við róbóta á jörðu niðri og drónabáta. Í grein Economist segir að gervigreind hafi þegar gert Úkraínumönnum kleift að nýta dróna sína betur. Sérfræðingar segja þó í það minnsta einhver ár þar til þessi vinna fari að skila markvissum árangri í formi svo gott sem sjálfstýrðra dróna.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tækni Tengdar fréttir Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07 Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08 Sér ekkert vopnahlé í kortunum Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim. 17. mars 2025 12:46 Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu ræða saman á morgun. Trump segir viðræður þegar standa yfir um „skiptingu eigna“ í Úkraínu. 17. mars 2025 06:34 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07
Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08
Sér ekkert vopnahlé í kortunum Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim. 17. mars 2025 12:46
Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu ræða saman á morgun. Trump segir viðræður þegar standa yfir um „skiptingu eigna“ í Úkraínu. 17. mars 2025 06:34