Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar 18. mars 2025 11:31 Samvinnufélög hafa um árabil verið drifkraftur í efnahags- og samfélagsþróun á heimsvísu. Grunnstoðir þeirra byggja á sameiginlegri ábyrgð, lýðræðislegri stjórnun og jöfnum rétti félagsmanna. Með áherslu á samvinnu og gagnkvæma hagsæld stuðla slík félög að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og hafa verið áhrifamikil í þróun atvinnulífs og samfélagslegra úrræða. Hlutverk og markmið samvinnufélaga Markmið samvinnufélaga er að mæta þörfum félagsmanna og samfélagsins fremur en að hámarka fjárhagslegan hagnað. Þau byggja á alþjóðlega viðurkenndum grunnreglum, þar á meðal frjálsri aðild, lýðræðislegri stjórnun, efnahagslegri þátttöku félagsmanna, sjálfstæði og samfélagslegri ábyrgð. Þessar reglur tryggja að félögin starfi til hagsbóta fyrir félagsmenn og nærsamfélag sitt. Á Íslandi hafa samvinnufélög leikið lykilhlutverk í atvinnusköpun, þjónustu og efnahagsþróun, sérstaklega í dreifðum byggðum. Þau hafa verið leiðandi í landbúnaði, sjávarútvegi og verslun og hafa einnig mikla möguleika í ferðaþjónustu, nýsköpun og menningarstarfsemi. Brothættar byggðir – samfélagsleg endurreisn í dreifðum byggðum Verkefnið Brothættar byggðir var sett á laggirnar árið 2012 af Byggðastofnun í samstarfi við sveitarfélög og íbúa til að takast á við þær áskoranir sem smærri byggðarlög standa frammi fyrir. Markmið þess er að efla brothætt samfélög, snúa við neikvæðri þróun og skapa forsendur fyrir sjálfbæra byggð með aukinni atvinnuþróun, samfélagslegri þátttöku og bættri þjónustu. Verkefnið byggir á samráði við íbúa, fyrirtæki og stofnanir í hverju samfélagi og er sérsniðin aðgerðaáætlun unnin í upphafi með tilliti til staðbundinna áskorana og tækifæra. Áætlanirnar eru síðan rýndar og endurskoðaðar árlega. Verkefnið er tímabundið og stendur yfir í fjögur til sex ár í hverju byggðarlagi, allt eftir þörfum þess. Lögð er áhersla á að styrkja atvinnulíf, bæta innviði og efla samstöðu íbúa. Þrátt fyrir jákvæð áhrif verkefnisins hefur gagnrýni komið fram á ýmsa veikleika þess: Takmarkaður stuðningur eftir lok verkefnistímans getur dregið úr langtímaáhrifum þess. Í sumum byggðarlögum hefur þátttaka íbúa verið takmörkuð, oft vegna skorts á atvinnu og annarra efnahagslegra áskorana. Sveitarfélög hafa mismunandi getu og vilja til að fylgja aðgerðaáætlunum eftir, sem getur haft áhrif á árangur verkefnisins. Þetta á einkum við í fjölkjarna sveitarfélögum. Fjármunir úr verkefnasjóði hafa í sumum tilfellum runnið í verkefni sem hafa ekki skilað varanlegum ávinningi fyrir samfélagið. Verkefnið hefur ekki endilega leitt til kerfisbreytinga í opinberri byggðastefnu, heldur fremur tímabundinna úrbóta á einstökum stöðum. Samvinnufélög og brothættar byggðir – tækifæri til framtíðar Til að tryggja varanlegan árangur Brothættra byggða mætti huga að því að samvinnufélög íbúa yrðu stofnuð samhliða verkefninu. Samvinnufélagsformið hefur sömu grunngildi og Brothættar byggðir og getur tryggt áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins eftir að formlegu verkefni lýkur. Með því að byggja á sameiginlegri ábyrgð og þátttöku íbúa geta samvinnufélög skapað sjálfbær atvinnutækifæri, tryggt áframhaldandi þjónustu og styrkt félagsauð samfélagsins. Þannig geta þau gegnt lykilhlutverki í því að tryggja að markmið Brothættra byggða nái fram að ganga til lengri tíma. Ávinningur þess að tengja samvinnufélög við brothættar byggðir felst í eftirfarandi: Langtímaþróun og sjálfbærni: Íbúar geta tekið verkefnið í eigin hendur og haldið áfram starfsemi þess eftir að opinber stuðningur rennur út. Lýðræðisleg þátttaka: Samvinnufélög skapa vettvang fyrir samráðsferli og tryggja að samfélagið sjálft stjórni þróun sinni. Fjárhagslegur stöðugleiki: Félögin geta tryggt áframhaldandi fjármögnun, til dæmis í gegnum atvinnu- og nýsköpunarsjóði. Efling byggðarlags: Aukið samráð, félagslegur stöðugleiki og sterkari innviðir stuðla að bættri búsetu og nýjum tækifærum. Aukin áhersla á samvinnufélög gæti því verið lykilþáttur í að styrkja brothættar byggðir á Íslandi. Með nýlegum lagabreytingum á samvinnufélögum skapast ný tækifæri til að nýta þetta rekstrarform sem áhrifaríkt tæki í samfélags- og byggðaþróun. Með markvissri stefnumótun og aukinni fræðslu um kosti samvinnufélaga geta þau orðið lykill að sjálfbærri framtíð brothættra byggða á Íslandi. Höfundur er yfirverkefnstjóri hjá Austurbrú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Samvinnufélög hafa um árabil verið drifkraftur í efnahags- og samfélagsþróun á heimsvísu. Grunnstoðir þeirra byggja á sameiginlegri ábyrgð, lýðræðislegri stjórnun og jöfnum rétti félagsmanna. Með áherslu á samvinnu og gagnkvæma hagsæld stuðla slík félög að efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og hafa verið áhrifamikil í þróun atvinnulífs og samfélagslegra úrræða. Hlutverk og markmið samvinnufélaga Markmið samvinnufélaga er að mæta þörfum félagsmanna og samfélagsins fremur en að hámarka fjárhagslegan hagnað. Þau byggja á alþjóðlega viðurkenndum grunnreglum, þar á meðal frjálsri aðild, lýðræðislegri stjórnun, efnahagslegri þátttöku félagsmanna, sjálfstæði og samfélagslegri ábyrgð. Þessar reglur tryggja að félögin starfi til hagsbóta fyrir félagsmenn og nærsamfélag sitt. Á Íslandi hafa samvinnufélög leikið lykilhlutverk í atvinnusköpun, þjónustu og efnahagsþróun, sérstaklega í dreifðum byggðum. Þau hafa verið leiðandi í landbúnaði, sjávarútvegi og verslun og hafa einnig mikla möguleika í ferðaþjónustu, nýsköpun og menningarstarfsemi. Brothættar byggðir – samfélagsleg endurreisn í dreifðum byggðum Verkefnið Brothættar byggðir var sett á laggirnar árið 2012 af Byggðastofnun í samstarfi við sveitarfélög og íbúa til að takast á við þær áskoranir sem smærri byggðarlög standa frammi fyrir. Markmið þess er að efla brothætt samfélög, snúa við neikvæðri þróun og skapa forsendur fyrir sjálfbæra byggð með aukinni atvinnuþróun, samfélagslegri þátttöku og bættri þjónustu. Verkefnið byggir á samráði við íbúa, fyrirtæki og stofnanir í hverju samfélagi og er sérsniðin aðgerðaáætlun unnin í upphafi með tilliti til staðbundinna áskorana og tækifæra. Áætlanirnar eru síðan rýndar og endurskoðaðar árlega. Verkefnið er tímabundið og stendur yfir í fjögur til sex ár í hverju byggðarlagi, allt eftir þörfum þess. Lögð er áhersla á að styrkja atvinnulíf, bæta innviði og efla samstöðu íbúa. Þrátt fyrir jákvæð áhrif verkefnisins hefur gagnrýni komið fram á ýmsa veikleika þess: Takmarkaður stuðningur eftir lok verkefnistímans getur dregið úr langtímaáhrifum þess. Í sumum byggðarlögum hefur þátttaka íbúa verið takmörkuð, oft vegna skorts á atvinnu og annarra efnahagslegra áskorana. Sveitarfélög hafa mismunandi getu og vilja til að fylgja aðgerðaáætlunum eftir, sem getur haft áhrif á árangur verkefnisins. Þetta á einkum við í fjölkjarna sveitarfélögum. Fjármunir úr verkefnasjóði hafa í sumum tilfellum runnið í verkefni sem hafa ekki skilað varanlegum ávinningi fyrir samfélagið. Verkefnið hefur ekki endilega leitt til kerfisbreytinga í opinberri byggðastefnu, heldur fremur tímabundinna úrbóta á einstökum stöðum. Samvinnufélög og brothættar byggðir – tækifæri til framtíðar Til að tryggja varanlegan árangur Brothættra byggða mætti huga að því að samvinnufélög íbúa yrðu stofnuð samhliða verkefninu. Samvinnufélagsformið hefur sömu grunngildi og Brothættar byggðir og getur tryggt áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins eftir að formlegu verkefni lýkur. Með því að byggja á sameiginlegri ábyrgð og þátttöku íbúa geta samvinnufélög skapað sjálfbær atvinnutækifæri, tryggt áframhaldandi þjónustu og styrkt félagsauð samfélagsins. Þannig geta þau gegnt lykilhlutverki í því að tryggja að markmið Brothættra byggða nái fram að ganga til lengri tíma. Ávinningur þess að tengja samvinnufélög við brothættar byggðir felst í eftirfarandi: Langtímaþróun og sjálfbærni: Íbúar geta tekið verkefnið í eigin hendur og haldið áfram starfsemi þess eftir að opinber stuðningur rennur út. Lýðræðisleg þátttaka: Samvinnufélög skapa vettvang fyrir samráðsferli og tryggja að samfélagið sjálft stjórni þróun sinni. Fjárhagslegur stöðugleiki: Félögin geta tryggt áframhaldandi fjármögnun, til dæmis í gegnum atvinnu- og nýsköpunarsjóði. Efling byggðarlags: Aukið samráð, félagslegur stöðugleiki og sterkari innviðir stuðla að bættri búsetu og nýjum tækifærum. Aukin áhersla á samvinnufélög gæti því verið lykilþáttur í að styrkja brothættar byggðir á Íslandi. Með nýlegum lagabreytingum á samvinnufélögum skapast ný tækifæri til að nýta þetta rekstrarform sem áhrifaríkt tæki í samfélags- og byggðaþróun. Með markvissri stefnumótun og aukinni fræðslu um kosti samvinnufélaga geta þau orðið lykill að sjálfbærri framtíð brothættra byggða á Íslandi. Höfundur er yfirverkefnstjóri hjá Austurbrú.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun