Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2025 07:02 Ayden Heaven hafði spilað vel gegn Arsenal og framan af leik gegn Leicester City þegar hann meiddist. Vísir/Getty Images Það virðist engu máli skipta hversu marga miðverði enska knattspyrnufélagið Manchester United kaupir eða sækir úr unglingastarfi sínu, allir meiðast þeir á endanum. Rauðu djöflarnir unnu 3-0 sigur á Refunum í Leicester City þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta um liðna helgi. Sigurinn var súrsætur fyrir lærisveina Rúben Amorim þar sem hinn 18 ára gamli Ayden Heaven var borinn meiddur af velli snemma í síðari hálfleik. Heaven gekk í raðir Man United í janúar en hann er alinn upp í Lundúnum þar sem hann spilaði með West Ham United og svo Arsenal. Þessi 18 ára gamli miðvörður var að spila sinn annan leik í ensku úrvalsdeildinni og þriðja leik í öllum keppnum fyrir Man United. Þó Amorim hafi ekki viljað gefa út hversu lengi táningurinn verður frá keppni má reikna með að hann hafi lokið leik á yfirstandandi tímabili. Að 18 ára gamall leikmaður meiðst ætti ekki að marka endalok alheimsins og það gerir það ekki. Það segir hins vegar sitt að Amorim brást við meiðslum Heaven með því að senda Toby Collyer inn af bekknum. Sá er miðjumaður að upplagi en lék í stöðu hægri miðvarðar í þriggja miðvarðakerfi Rauðu djöflanna þangað til hinn 18 ára gamli Harry Amass kom inn í stöðu vinstri vængbakvarðar og hinn fjölhæfi Noussair Mazraoui færði sig í stöðu miðvarðar. Hinn 18 ára gamli Amass er enn einn uppaldi leikmaðurinn sem fær tækifæri hjá Man Utd.Vísir/Getty Images Innkoma títtnefnds Heaven gegn Arsenal í deildarleiknum á undan Leicester-leiknum örlagaríka kom einnig á óvart. Þar kom einnig verulega á óvart að Victor Lindelöf spilaði 90 mínútur en sænski miðvörðurinn hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni eins og nær allir miðverðir félagsins. Lindelöf hefur misst af fjölda leikja vegna meiðsla og aðeins tekið þátt í átta deildarleikjum á leiktíðinni. Í fimm þeirra hefur hann komið inn af bekknum í blálokin. Endurkoma hans að þessu sinni gat þó vart verið betur tímasett þar sem Amorim var að verða uppiskroppa með menn í þriggja manna vörn sína. Victor Lindelöf er allt í einu orðinn einn fyrsti maður á blað hjá Amorim.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Táningurinn Leny Yoro var aðeins 18 ára þegar Man United keypti hann frá franska félaginu Lille síðasta sumar. Hann þurfti hins vegar að fara í aðgerð á fæti áður en tímabilið hófst og spilaði ekki sinn fyrsta deildarleik fyrr en í desember, þá orðinn 19 ára gamall. Þar með er ekki öll sagan sögð en hann fór meiddur af velli í jafnteflinu gegn Arsenal þann 9. mars og í hans stað kom Heaven inn á. Ekki er vitað nákvæmlega hvað er að hrjá Yoro núna en mögulega er um að ræða eitthvað tengt meiðslunum fyrr á leiktíðinni. Hinn 27 ára gamli Lisandro Martínez er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Man United. Hann er á sínu þriðja tímabili í Manchester-borg og hefur bölvunin allt hann allt frá því hann meiddist á rist í april 2023. Hann frá það sem eftir lifði tímabils og vegna mistaka læknateymis félagsins tóku meiðslin sig upp á ný í september sama ár. Hann var frá allt fram í janúar 2024 og varð fyrri hnémeiðslum í febrúar sama ár. Hann tognaði svo á kálfa í apríl á síðasta ári en var í kjölfarið heill heilsu allt þangað til hann sleit krossband í hné í febrúar á þessu ári. Harry Maguire hefur sömuleiðis verið frá keppni undanfarið vegna meiðsla en það virðist sem þegar miðvörður snýr til baka eftir fjarveru þá meiðist annar. Gamla brýnið Jonny Evans var fenginn inn til miðla reynslu sinni á síðustu leiktíð en vegna meiðsla leikmanna á borð við Martínez og Raphaël Varane endaði Evans á að spila mun fleiri leiki en búist var við. Það hefur tekið sinn toll því þessi 37 ára gamli Norður-Íri hefur ekki spilað það sem af er árinu 2025. Bölvunin virðist teygja sig yfir í þá leikmenn sem geta leyst stöðu miðvarðar þó þeir séu það ekki að upplagi. Þar má nefna Luke Shaw sem hefur ekki enn leikið fyrir Man United á þessari leiktíð eftir að vera mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð en gefa samt sem áður kost á sér á EM sem fram fór síðasta sumar. Mikil meiðsli hafa herjað á lið Man United undanfarnar vikur og varamannabekkur liðsins verið í yngri kantinum. Leikmenn eru þó að snúa til baka og var Mason Mount til að mynda á bekknum gegn Leicester. Það virðist þó ár og öld í að Amorim geti stillt upp varnarlínu þegar allir hans helstu leikmenn eru heilir heilsu. Sem stendur spila þeir sem geta reimað á sig takkaskó án þessa að enda upp á slysadeild. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira
Rauðu djöflarnir unnu 3-0 sigur á Refunum í Leicester City þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta um liðna helgi. Sigurinn var súrsætur fyrir lærisveina Rúben Amorim þar sem hinn 18 ára gamli Ayden Heaven var borinn meiddur af velli snemma í síðari hálfleik. Heaven gekk í raðir Man United í janúar en hann er alinn upp í Lundúnum þar sem hann spilaði með West Ham United og svo Arsenal. Þessi 18 ára gamli miðvörður var að spila sinn annan leik í ensku úrvalsdeildinni og þriðja leik í öllum keppnum fyrir Man United. Þó Amorim hafi ekki viljað gefa út hversu lengi táningurinn verður frá keppni má reikna með að hann hafi lokið leik á yfirstandandi tímabili. Að 18 ára gamall leikmaður meiðst ætti ekki að marka endalok alheimsins og það gerir það ekki. Það segir hins vegar sitt að Amorim brást við meiðslum Heaven með því að senda Toby Collyer inn af bekknum. Sá er miðjumaður að upplagi en lék í stöðu hægri miðvarðar í þriggja miðvarðakerfi Rauðu djöflanna þangað til hinn 18 ára gamli Harry Amass kom inn í stöðu vinstri vængbakvarðar og hinn fjölhæfi Noussair Mazraoui færði sig í stöðu miðvarðar. Hinn 18 ára gamli Amass er enn einn uppaldi leikmaðurinn sem fær tækifæri hjá Man Utd.Vísir/Getty Images Innkoma títtnefnds Heaven gegn Arsenal í deildarleiknum á undan Leicester-leiknum örlagaríka kom einnig á óvart. Þar kom einnig verulega á óvart að Victor Lindelöf spilaði 90 mínútur en sænski miðvörðurinn hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni eins og nær allir miðverðir félagsins. Lindelöf hefur misst af fjölda leikja vegna meiðsla og aðeins tekið þátt í átta deildarleikjum á leiktíðinni. Í fimm þeirra hefur hann komið inn af bekknum í blálokin. Endurkoma hans að þessu sinni gat þó vart verið betur tímasett þar sem Amorim var að verða uppiskroppa með menn í þriggja manna vörn sína. Victor Lindelöf er allt í einu orðinn einn fyrsti maður á blað hjá Amorim.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Táningurinn Leny Yoro var aðeins 18 ára þegar Man United keypti hann frá franska félaginu Lille síðasta sumar. Hann þurfti hins vegar að fara í aðgerð á fæti áður en tímabilið hófst og spilaði ekki sinn fyrsta deildarleik fyrr en í desember, þá orðinn 19 ára gamall. Þar með er ekki öll sagan sögð en hann fór meiddur af velli í jafnteflinu gegn Arsenal þann 9. mars og í hans stað kom Heaven inn á. Ekki er vitað nákvæmlega hvað er að hrjá Yoro núna en mögulega er um að ræða eitthvað tengt meiðslunum fyrr á leiktíðinni. Hinn 27 ára gamli Lisandro Martínez er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Man United. Hann er á sínu þriðja tímabili í Manchester-borg og hefur bölvunin allt hann allt frá því hann meiddist á rist í april 2023. Hann frá það sem eftir lifði tímabils og vegna mistaka læknateymis félagsins tóku meiðslin sig upp á ný í september sama ár. Hann var frá allt fram í janúar 2024 og varð fyrri hnémeiðslum í febrúar sama ár. Hann tognaði svo á kálfa í apríl á síðasta ári en var í kjölfarið heill heilsu allt þangað til hann sleit krossband í hné í febrúar á þessu ári. Harry Maguire hefur sömuleiðis verið frá keppni undanfarið vegna meiðsla en það virðist sem þegar miðvörður snýr til baka eftir fjarveru þá meiðist annar. Gamla brýnið Jonny Evans var fenginn inn til miðla reynslu sinni á síðustu leiktíð en vegna meiðsla leikmanna á borð við Martínez og Raphaël Varane endaði Evans á að spila mun fleiri leiki en búist var við. Það hefur tekið sinn toll því þessi 37 ára gamli Norður-Íri hefur ekki spilað það sem af er árinu 2025. Bölvunin virðist teygja sig yfir í þá leikmenn sem geta leyst stöðu miðvarðar þó þeir séu það ekki að upplagi. Þar má nefna Luke Shaw sem hefur ekki enn leikið fyrir Man United á þessari leiktíð eftir að vera mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð en gefa samt sem áður kost á sér á EM sem fram fór síðasta sumar. Mikil meiðsli hafa herjað á lið Man United undanfarnar vikur og varamannabekkur liðsins verið í yngri kantinum. Leikmenn eru þó að snúa til baka og var Mason Mount til að mynda á bekknum gegn Leicester. Það virðist þó ár og öld í að Amorim geti stillt upp varnarlínu þegar allir hans helstu leikmenn eru heilir heilsu. Sem stendur spila þeir sem geta reimað á sig takkaskó án þessa að enda upp á slysadeild.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira