Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2025 07:02 Ayden Heaven hafði spilað vel gegn Arsenal og framan af leik gegn Leicester City þegar hann meiddist. Vísir/Getty Images Það virðist engu máli skipta hversu marga miðverði enska knattspyrnufélagið Manchester United kaupir eða sækir úr unglingastarfi sínu, allir meiðast þeir á endanum. Rauðu djöflarnir unnu 3-0 sigur á Refunum í Leicester City þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta um liðna helgi. Sigurinn var súrsætur fyrir lærisveina Rúben Amorim þar sem hinn 18 ára gamli Ayden Heaven var borinn meiddur af velli snemma í síðari hálfleik. Heaven gekk í raðir Man United í janúar en hann er alinn upp í Lundúnum þar sem hann spilaði með West Ham United og svo Arsenal. Þessi 18 ára gamli miðvörður var að spila sinn annan leik í ensku úrvalsdeildinni og þriðja leik í öllum keppnum fyrir Man United. Þó Amorim hafi ekki viljað gefa út hversu lengi táningurinn verður frá keppni má reikna með að hann hafi lokið leik á yfirstandandi tímabili. Að 18 ára gamall leikmaður meiðst ætti ekki að marka endalok alheimsins og það gerir það ekki. Það segir hins vegar sitt að Amorim brást við meiðslum Heaven með því að senda Toby Collyer inn af bekknum. Sá er miðjumaður að upplagi en lék í stöðu hægri miðvarðar í þriggja miðvarðakerfi Rauðu djöflanna þangað til hinn 18 ára gamli Harry Amass kom inn í stöðu vinstri vængbakvarðar og hinn fjölhæfi Noussair Mazraoui færði sig í stöðu miðvarðar. Hinn 18 ára gamli Amass er enn einn uppaldi leikmaðurinn sem fær tækifæri hjá Man Utd.Vísir/Getty Images Innkoma títtnefnds Heaven gegn Arsenal í deildarleiknum á undan Leicester-leiknum örlagaríka kom einnig á óvart. Þar kom einnig verulega á óvart að Victor Lindelöf spilaði 90 mínútur en sænski miðvörðurinn hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni eins og nær allir miðverðir félagsins. Lindelöf hefur misst af fjölda leikja vegna meiðsla og aðeins tekið þátt í átta deildarleikjum á leiktíðinni. Í fimm þeirra hefur hann komið inn af bekknum í blálokin. Endurkoma hans að þessu sinni gat þó vart verið betur tímasett þar sem Amorim var að verða uppiskroppa með menn í þriggja manna vörn sína. Victor Lindelöf er allt í einu orðinn einn fyrsti maður á blað hjá Amorim.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Táningurinn Leny Yoro var aðeins 18 ára þegar Man United keypti hann frá franska félaginu Lille síðasta sumar. Hann þurfti hins vegar að fara í aðgerð á fæti áður en tímabilið hófst og spilaði ekki sinn fyrsta deildarleik fyrr en í desember, þá orðinn 19 ára gamall. Þar með er ekki öll sagan sögð en hann fór meiddur af velli í jafnteflinu gegn Arsenal þann 9. mars og í hans stað kom Heaven inn á. Ekki er vitað nákvæmlega hvað er að hrjá Yoro núna en mögulega er um að ræða eitthvað tengt meiðslunum fyrr á leiktíðinni. Hinn 27 ára gamli Lisandro Martínez er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Man United. Hann er á sínu þriðja tímabili í Manchester-borg og hefur bölvunin allt hann allt frá því hann meiddist á rist í april 2023. Hann frá það sem eftir lifði tímabils og vegna mistaka læknateymis félagsins tóku meiðslin sig upp á ný í september sama ár. Hann var frá allt fram í janúar 2024 og varð fyrri hnémeiðslum í febrúar sama ár. Hann tognaði svo á kálfa í apríl á síðasta ári en var í kjölfarið heill heilsu allt þangað til hann sleit krossband í hné í febrúar á þessu ári. Harry Maguire hefur sömuleiðis verið frá keppni undanfarið vegna meiðsla en það virðist sem þegar miðvörður snýr til baka eftir fjarveru þá meiðist annar. Gamla brýnið Jonny Evans var fenginn inn til miðla reynslu sinni á síðustu leiktíð en vegna meiðsla leikmanna á borð við Martínez og Raphaël Varane endaði Evans á að spila mun fleiri leiki en búist var við. Það hefur tekið sinn toll því þessi 37 ára gamli Norður-Íri hefur ekki spilað það sem af er árinu 2025. Bölvunin virðist teygja sig yfir í þá leikmenn sem geta leyst stöðu miðvarðar þó þeir séu það ekki að upplagi. Þar má nefna Luke Shaw sem hefur ekki enn leikið fyrir Man United á þessari leiktíð eftir að vera mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð en gefa samt sem áður kost á sér á EM sem fram fór síðasta sumar. Mikil meiðsli hafa herjað á lið Man United undanfarnar vikur og varamannabekkur liðsins verið í yngri kantinum. Leikmenn eru þó að snúa til baka og var Mason Mount til að mynda á bekknum gegn Leicester. Það virðist þó ár og öld í að Amorim geti stillt upp varnarlínu þegar allir hans helstu leikmenn eru heilir heilsu. Sem stendur spila þeir sem geta reimað á sig takkaskó án þessa að enda upp á slysadeild. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Rauðu djöflarnir unnu 3-0 sigur á Refunum í Leicester City þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta um liðna helgi. Sigurinn var súrsætur fyrir lærisveina Rúben Amorim þar sem hinn 18 ára gamli Ayden Heaven var borinn meiddur af velli snemma í síðari hálfleik. Heaven gekk í raðir Man United í janúar en hann er alinn upp í Lundúnum þar sem hann spilaði með West Ham United og svo Arsenal. Þessi 18 ára gamli miðvörður var að spila sinn annan leik í ensku úrvalsdeildinni og þriðja leik í öllum keppnum fyrir Man United. Þó Amorim hafi ekki viljað gefa út hversu lengi táningurinn verður frá keppni má reikna með að hann hafi lokið leik á yfirstandandi tímabili. Að 18 ára gamall leikmaður meiðst ætti ekki að marka endalok alheimsins og það gerir það ekki. Það segir hins vegar sitt að Amorim brást við meiðslum Heaven með því að senda Toby Collyer inn af bekknum. Sá er miðjumaður að upplagi en lék í stöðu hægri miðvarðar í þriggja miðvarðakerfi Rauðu djöflanna þangað til hinn 18 ára gamli Harry Amass kom inn í stöðu vinstri vængbakvarðar og hinn fjölhæfi Noussair Mazraoui færði sig í stöðu miðvarðar. Hinn 18 ára gamli Amass er enn einn uppaldi leikmaðurinn sem fær tækifæri hjá Man Utd.Vísir/Getty Images Innkoma títtnefnds Heaven gegn Arsenal í deildarleiknum á undan Leicester-leiknum örlagaríka kom einnig á óvart. Þar kom einnig verulega á óvart að Victor Lindelöf spilaði 90 mínútur en sænski miðvörðurinn hefur verið að glíma við meiðsli á leiktíðinni eins og nær allir miðverðir félagsins. Lindelöf hefur misst af fjölda leikja vegna meiðsla og aðeins tekið þátt í átta deildarleikjum á leiktíðinni. Í fimm þeirra hefur hann komið inn af bekknum í blálokin. Endurkoma hans að þessu sinni gat þó vart verið betur tímasett þar sem Amorim var að verða uppiskroppa með menn í þriggja manna vörn sína. Victor Lindelöf er allt í einu orðinn einn fyrsti maður á blað hjá Amorim.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Táningurinn Leny Yoro var aðeins 18 ára þegar Man United keypti hann frá franska félaginu Lille síðasta sumar. Hann þurfti hins vegar að fara í aðgerð á fæti áður en tímabilið hófst og spilaði ekki sinn fyrsta deildarleik fyrr en í desember, þá orðinn 19 ára gamall. Þar með er ekki öll sagan sögð en hann fór meiddur af velli í jafnteflinu gegn Arsenal þann 9. mars og í hans stað kom Heaven inn á. Ekki er vitað nákvæmlega hvað er að hrjá Yoro núna en mögulega er um að ræða eitthvað tengt meiðslunum fyrr á leiktíðinni. Hinn 27 ára gamli Lisandro Martínez er gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði Man United. Hann er á sínu þriðja tímabili í Manchester-borg og hefur bölvunin allt hann allt frá því hann meiddist á rist í april 2023. Hann frá það sem eftir lifði tímabils og vegna mistaka læknateymis félagsins tóku meiðslin sig upp á ný í september sama ár. Hann var frá allt fram í janúar 2024 og varð fyrri hnémeiðslum í febrúar sama ár. Hann tognaði svo á kálfa í apríl á síðasta ári en var í kjölfarið heill heilsu allt þangað til hann sleit krossband í hné í febrúar á þessu ári. Harry Maguire hefur sömuleiðis verið frá keppni undanfarið vegna meiðsla en það virðist sem þegar miðvörður snýr til baka eftir fjarveru þá meiðist annar. Gamla brýnið Jonny Evans var fenginn inn til miðla reynslu sinni á síðustu leiktíð en vegna meiðsla leikmanna á borð við Martínez og Raphaël Varane endaði Evans á að spila mun fleiri leiki en búist var við. Það hefur tekið sinn toll því þessi 37 ára gamli Norður-Íri hefur ekki spilað það sem af er árinu 2025. Bölvunin virðist teygja sig yfir í þá leikmenn sem geta leyst stöðu miðvarðar þó þeir séu það ekki að upplagi. Þar má nefna Luke Shaw sem hefur ekki enn leikið fyrir Man United á þessari leiktíð eftir að vera mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð en gefa samt sem áður kost á sér á EM sem fram fór síðasta sumar. Mikil meiðsli hafa herjað á lið Man United undanfarnar vikur og varamannabekkur liðsins verið í yngri kantinum. Leikmenn eru þó að snúa til baka og var Mason Mount til að mynda á bekknum gegn Leicester. Það virðist þó ár og öld í að Amorim geti stillt upp varnarlínu þegar allir hans helstu leikmenn eru heilir heilsu. Sem stendur spila þeir sem geta reimað á sig takkaskó án þessa að enda upp á slysadeild.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira