Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir og Pia Hansson skrifa 17. mars 2025 08:01 Það er styrkur fyrir Háskóla Íslands að hafa úr öflugum hópi frambjóðenda að velja við rektorskjör sem hefst á morgun. Okkar val er skýrt. Við styðjum Silju Báru í rektorinn. Við kynntumst Silju Báru fyrst þegar við hófum meistaranám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Þetta var í fyrsta skipti sem námið var kennt við skólann og Silja Bára lagði sig alla fram við að vekja áhuga nemenda á námsefninu og fór nýjar og spennandi leiðir í kennslunni. Henni tókst einstaklega vel að hrífa okkur nemendurnar með sér, hvetja okkur til gagnrýnnar hugsunar og frumkvæðis með einlægum áhuga á náminu og opnu samtali við okkur nemendurna. Eitt eftirminnilegasta augnablikið úr kennslunni var stór samningatækniæfing sem hún hélt fyrir okkur á laugardegi (já, allir voru til í það), þar sem við settum okkur í spor deiluaðila og lærðum að leysa flókin ágreining milli ríkja, spennandi æfing sem var allt í senn, fræðandi, praktísk og þjappaði nemendahópnum saman. Silja Bára hefur líka alltaf verið sérstaklega dugleg við að benda nemendum sínum á hagnýt tækifæri, hvort sem er í starfi eða frekara námi og rannsóknum. Það er einmitt þessi hæfileiki að sameina skapandi kennsluhætti, finna nýjar lausnir í kennslu og tengja grunnrannsóknir við hagnýtar lausnir fyrir samfélagið sem skiptir máli að rektor Háskóla Íslands leggi áherslu á í nútímasamfélagi örra breytinga og gervigreindar. Við höfum einnig kynnst Silju Báru vel í gegnum samstarf okkar hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands þar sem hún hefur verði bæði rannsóknastjóri Höfða friðarseturs og varastjórnarformaður. Silja Bára er einstaklega góður samstarfsfélagi sem kann að greina kjarnann frá hisminu og leggja mat á hvernig best sé að leysa áskoranir. Hún er hugmyndarík og lausnamiðuð og með mikinn drifkraft og á gott með að fá fólk með sér í lið sem hefur reynst okkur ómetanlegt í okkar samstarfi við að efla rannsóknir og fræðslu um alþjóðamál á Íslandi. Silja Bára hefur skilning á því að öflugt rannsóknastarf er forsenda þekkingaruppbyggingar til framtíðar. Á þeim viðsjárverðu tímum sem nú blasa við okkur í alþjóðasamfélaginu er meiri þörf en nokkru sinni á öflugum og vönduðum rannsóknum og fræðslu þar sem lögð er áhersla á að geta greint þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og leggja grunn að hagnýtum lausnum. Sem smáríki er enn mikilvægara fyrir Ísland en aðrar þjóðir að vera í nánu samstarfi við nágrannaríki sín og sækja fram þegar kemur að alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi. Þar hefur Silja Bára verið öflugur bandamaður og unnið með okkur að mörgum mikilvægum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og þverfræðilegri fræðslu og þannig styrkt íslenskar rannsóknir og kennslu. Háskóli Íslands þarf á leiðtoga að halda sem leggur áherslu á skapandi lausnir í kennslu, þverfræðilegt og alþjóðlegt rannsóknasamstarf og sterka tengingu við samfélagið. Við treystum Silju Báru Ómarsdóttur til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina. Auður Birna Stefánsdóttir er sérfræðingur hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Pia Hansson er forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Það er styrkur fyrir Háskóla Íslands að hafa úr öflugum hópi frambjóðenda að velja við rektorskjör sem hefst á morgun. Okkar val er skýrt. Við styðjum Silju Báru í rektorinn. Við kynntumst Silju Báru fyrst þegar við hófum meistaranám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Þetta var í fyrsta skipti sem námið var kennt við skólann og Silja Bára lagði sig alla fram við að vekja áhuga nemenda á námsefninu og fór nýjar og spennandi leiðir í kennslunni. Henni tókst einstaklega vel að hrífa okkur nemendurnar með sér, hvetja okkur til gagnrýnnar hugsunar og frumkvæðis með einlægum áhuga á náminu og opnu samtali við okkur nemendurna. Eitt eftirminnilegasta augnablikið úr kennslunni var stór samningatækniæfing sem hún hélt fyrir okkur á laugardegi (já, allir voru til í það), þar sem við settum okkur í spor deiluaðila og lærðum að leysa flókin ágreining milli ríkja, spennandi æfing sem var allt í senn, fræðandi, praktísk og þjappaði nemendahópnum saman. Silja Bára hefur líka alltaf verið sérstaklega dugleg við að benda nemendum sínum á hagnýt tækifæri, hvort sem er í starfi eða frekara námi og rannsóknum. Það er einmitt þessi hæfileiki að sameina skapandi kennsluhætti, finna nýjar lausnir í kennslu og tengja grunnrannsóknir við hagnýtar lausnir fyrir samfélagið sem skiptir máli að rektor Háskóla Íslands leggi áherslu á í nútímasamfélagi örra breytinga og gervigreindar. Við höfum einnig kynnst Silju Báru vel í gegnum samstarf okkar hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands þar sem hún hefur verði bæði rannsóknastjóri Höfða friðarseturs og varastjórnarformaður. Silja Bára er einstaklega góður samstarfsfélagi sem kann að greina kjarnann frá hisminu og leggja mat á hvernig best sé að leysa áskoranir. Hún er hugmyndarík og lausnamiðuð og með mikinn drifkraft og á gott með að fá fólk með sér í lið sem hefur reynst okkur ómetanlegt í okkar samstarfi við að efla rannsóknir og fræðslu um alþjóðamál á Íslandi. Silja Bára hefur skilning á því að öflugt rannsóknastarf er forsenda þekkingaruppbyggingar til framtíðar. Á þeim viðsjárverðu tímum sem nú blasa við okkur í alþjóðasamfélaginu er meiri þörf en nokkru sinni á öflugum og vönduðum rannsóknum og fræðslu þar sem lögð er áhersla á að geta greint þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og leggja grunn að hagnýtum lausnum. Sem smáríki er enn mikilvægara fyrir Ísland en aðrar þjóðir að vera í nánu samstarfi við nágrannaríki sín og sækja fram þegar kemur að alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi. Þar hefur Silja Bára verið öflugur bandamaður og unnið með okkur að mörgum mikilvægum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og þverfræðilegri fræðslu og þannig styrkt íslenskar rannsóknir og kennslu. Háskóli Íslands þarf á leiðtoga að halda sem leggur áherslu á skapandi lausnir í kennslu, þverfræðilegt og alþjóðlegt rannsóknasamstarf og sterka tengingu við samfélagið. Við treystum Silju Báru Ómarsdóttur til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina. Auður Birna Stefánsdóttir er sérfræðingur hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Pia Hansson er forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar