Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Lovísa Arnardóttir skrifar 14. mars 2025 21:22 Árni Þór Sigurðsson sendiherra fyrir utan sendiráð Íslands í Moskvu í júní 2023 þegar tilkynnt var um lokunina. Stjórnarráðið Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir kerfisbundnu og ítrekuðu áreiti af hálfu rússneskra meðlima leyniþjónustunnar í aðdraganda þess að sendiráðinu var lokað árið 2023. Þetta kemur fram í frétt breska miðilsins Daily Express en fyrst var fjallað um umfjöllun þeirra á vef DV í dag. Starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu var lögð niður árið 2023. Á sama tíma óskuðu íslensk yfirvöld eftir því að Rússar kölluðu sinn sendiherra aftur heim. Ísland var fyrst allra þjóða til að tilkynna um slíka lokun í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Tilkynnt var um lokunina í júní sem tók svo gildi í ágúst sama ár. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins, á þeim tíma, kom fram að ákvörðun um að loka sendiráðinu væri tekin í ljósi þess að það samræmdist ekki forgangsröðun í utanríkisþjónustu Íslands að starfrækja sendiskrifstofu í Moskvu við þær aðstæður sem þá voru uppi. „Ísland starfrækir átján sendiráð í höfuðborgum erlendra ríkja, einkum í ríkjum þar sem efnahagsleg, stjórnmálaleg og menningarleg tengsl eru mikil eða um samstarfsríki í þróunarsamvinnu er að ræða. Öll samskipti við Rússland eru í lágmarki hvort sem litið er til viðskiptalegra, menningarlegra eða stjórnmálalegra tengsla. Forsendur fyrir starfsemi sendiráðs í Moskvu eru því gjörbreyttar,“ sagði í tilkynningunni. Grænmetisætan fann steik í ísskápnum Miðað við frétt Express voru þetta þó ekki einu ástæðurnar sem lágu fyrir lokuninni. Í fréttinni kemur fram að meðal annars hafi verið brotist inn á heimili starfsfólks og þau komið að heimilum sínum opnum um miðjan vetur eða tekið eftir sígarettubruna á ýmsum stöðum. Þá segir í fréttinni að íslensk kona sem starfaði í sendiráðinu, sem hafi verið grænmetisæta, hafi á einum tímapunkti fundið steik í ísskápnum sínum. „Tilgangurinn var að embættismennirnir vissu að Rússarnir hefðu aðgang að íbúðunum þeirra og gætu komið og farið eins og þeim hentaði,“ er haft eftir David Dunn, prófessor við Birmingham-háskóla, í frétt Express. Tilefni fréttarinnar er ákvörðun breskra yfirvalda að reka rússneskan diplómata og maka hans úr landi. Dunn segir í viðtali við Express að öll þessi áreitni sé brot á Vínarsáttmálanum. Með þessu hafi Rússar viljað knýja erlend ríki til að loka sendiráðum sínum án þess að gefa þeim fyrirmæli um það. Fyrrverandi ráðherra segir starfsfólki hafa verið ógnað Í frétt DV segir að þau hafi haft samband við utanríkisráðuneytið til að fá viðbrögð við efni fréttar Express en fengið þau svör að ráðuneytið myndi ekki tjá sig um efni fréttarinnar. Árni Þór Sigurðsson, fyrrverandi sendiherra, segir í samtali við RÚV að hann ætli ekki að tjá sig um málið og vísaði á ráðuneytið. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir jafnframt í samtali við RÚV að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi starfsfólks í Moskvu og að þetta hafi haft áhrif á lokunina. Það hafi samt sem áður verið aðrar ástæður fyrir tímabundinni lokun sendiráðsins. Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Sendiráð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt breska miðilsins Daily Express en fyrst var fjallað um umfjöllun þeirra á vef DV í dag. Starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu var lögð niður árið 2023. Á sama tíma óskuðu íslensk yfirvöld eftir því að Rússar kölluðu sinn sendiherra aftur heim. Ísland var fyrst allra þjóða til að tilkynna um slíka lokun í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Tilkynnt var um lokunina í júní sem tók svo gildi í ágúst sama ár. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins, á þeim tíma, kom fram að ákvörðun um að loka sendiráðinu væri tekin í ljósi þess að það samræmdist ekki forgangsröðun í utanríkisþjónustu Íslands að starfrækja sendiskrifstofu í Moskvu við þær aðstæður sem þá voru uppi. „Ísland starfrækir átján sendiráð í höfuðborgum erlendra ríkja, einkum í ríkjum þar sem efnahagsleg, stjórnmálaleg og menningarleg tengsl eru mikil eða um samstarfsríki í þróunarsamvinnu er að ræða. Öll samskipti við Rússland eru í lágmarki hvort sem litið er til viðskiptalegra, menningarlegra eða stjórnmálalegra tengsla. Forsendur fyrir starfsemi sendiráðs í Moskvu eru því gjörbreyttar,“ sagði í tilkynningunni. Grænmetisætan fann steik í ísskápnum Miðað við frétt Express voru þetta þó ekki einu ástæðurnar sem lágu fyrir lokuninni. Í fréttinni kemur fram að meðal annars hafi verið brotist inn á heimili starfsfólks og þau komið að heimilum sínum opnum um miðjan vetur eða tekið eftir sígarettubruna á ýmsum stöðum. Þá segir í fréttinni að íslensk kona sem starfaði í sendiráðinu, sem hafi verið grænmetisæta, hafi á einum tímapunkti fundið steik í ísskápnum sínum. „Tilgangurinn var að embættismennirnir vissu að Rússarnir hefðu aðgang að íbúðunum þeirra og gætu komið og farið eins og þeim hentaði,“ er haft eftir David Dunn, prófessor við Birmingham-háskóla, í frétt Express. Tilefni fréttarinnar er ákvörðun breskra yfirvalda að reka rússneskan diplómata og maka hans úr landi. Dunn segir í viðtali við Express að öll þessi áreitni sé brot á Vínarsáttmálanum. Með þessu hafi Rússar viljað knýja erlend ríki til að loka sendiráðum sínum án þess að gefa þeim fyrirmæli um það. Fyrrverandi ráðherra segir starfsfólki hafa verið ógnað Í frétt DV segir að þau hafi haft samband við utanríkisráðuneytið til að fá viðbrögð við efni fréttar Express en fengið þau svör að ráðuneytið myndi ekki tjá sig um efni fréttarinnar. Árni Þór Sigurðsson, fyrrverandi sendiherra, segir í samtali við RÚV að hann ætli ekki að tjá sig um málið og vísaði á ráðuneytið. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir jafnframt í samtali við RÚV að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi starfsfólks í Moskvu og að þetta hafi haft áhrif á lokunina. Það hafi samt sem áður verið aðrar ástæður fyrir tímabundinni lokun sendiráðsins.
Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Sendiráð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira