Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Lovísa Arnardóttir skrifar 14. mars 2025 21:22 Árni Þór Sigurðsson sendiherra fyrir utan sendiráð Íslands í Moskvu í júní 2023 þegar tilkynnt var um lokunina. Stjórnarráðið Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir kerfisbundnu og ítrekuðu áreiti af hálfu rússneskra meðlima leyniþjónustunnar í aðdraganda þess að sendiráðinu var lokað árið 2023. Þetta kemur fram í frétt breska miðilsins Daily Express en fyrst var fjallað um umfjöllun þeirra á vef DV í dag. Starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu var lögð niður árið 2023. Á sama tíma óskuðu íslensk yfirvöld eftir því að Rússar kölluðu sinn sendiherra aftur heim. Ísland var fyrst allra þjóða til að tilkynna um slíka lokun í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Tilkynnt var um lokunina í júní sem tók svo gildi í ágúst sama ár. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins, á þeim tíma, kom fram að ákvörðun um að loka sendiráðinu væri tekin í ljósi þess að það samræmdist ekki forgangsröðun í utanríkisþjónustu Íslands að starfrækja sendiskrifstofu í Moskvu við þær aðstæður sem þá voru uppi. „Ísland starfrækir átján sendiráð í höfuðborgum erlendra ríkja, einkum í ríkjum þar sem efnahagsleg, stjórnmálaleg og menningarleg tengsl eru mikil eða um samstarfsríki í þróunarsamvinnu er að ræða. Öll samskipti við Rússland eru í lágmarki hvort sem litið er til viðskiptalegra, menningarlegra eða stjórnmálalegra tengsla. Forsendur fyrir starfsemi sendiráðs í Moskvu eru því gjörbreyttar,“ sagði í tilkynningunni. Grænmetisætan fann steik í ísskápnum Miðað við frétt Express voru þetta þó ekki einu ástæðurnar sem lágu fyrir lokuninni. Í fréttinni kemur fram að meðal annars hafi verið brotist inn á heimili starfsfólks og þau komið að heimilum sínum opnum um miðjan vetur eða tekið eftir sígarettubruna á ýmsum stöðum. Þá segir í fréttinni að íslensk kona sem starfaði í sendiráðinu, sem hafi verið grænmetisæta, hafi á einum tímapunkti fundið steik í ísskápnum sínum. „Tilgangurinn var að embættismennirnir vissu að Rússarnir hefðu aðgang að íbúðunum þeirra og gætu komið og farið eins og þeim hentaði,“ er haft eftir David Dunn, prófessor við Birmingham-háskóla, í frétt Express. Tilefni fréttarinnar er ákvörðun breskra yfirvalda að reka rússneskan diplómata og maka hans úr landi. Dunn segir í viðtali við Express að öll þessi áreitni sé brot á Vínarsáttmálanum. Með þessu hafi Rússar viljað knýja erlend ríki til að loka sendiráðum sínum án þess að gefa þeim fyrirmæli um það. Fyrrverandi ráðherra segir starfsfólki hafa verið ógnað Í frétt DV segir að þau hafi haft samband við utanríkisráðuneytið til að fá viðbrögð við efni fréttar Express en fengið þau svör að ráðuneytið myndi ekki tjá sig um efni fréttarinnar. Árni Þór Sigurðsson, fyrrverandi sendiherra, segir í samtali við RÚV að hann ætli ekki að tjá sig um málið og vísaði á ráðuneytið. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir jafnframt í samtali við RÚV að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi starfsfólks í Moskvu og að þetta hafi haft áhrif á lokunina. Það hafi samt sem áður verið aðrar ástæður fyrir tímabundinni lokun sendiráðsins. Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Sendiráð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt breska miðilsins Daily Express en fyrst var fjallað um umfjöllun þeirra á vef DV í dag. Starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu var lögð niður árið 2023. Á sama tíma óskuðu íslensk yfirvöld eftir því að Rússar kölluðu sinn sendiherra aftur heim. Ísland var fyrst allra þjóða til að tilkynna um slíka lokun í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Tilkynnt var um lokunina í júní sem tók svo gildi í ágúst sama ár. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins, á þeim tíma, kom fram að ákvörðun um að loka sendiráðinu væri tekin í ljósi þess að það samræmdist ekki forgangsröðun í utanríkisþjónustu Íslands að starfrækja sendiskrifstofu í Moskvu við þær aðstæður sem þá voru uppi. „Ísland starfrækir átján sendiráð í höfuðborgum erlendra ríkja, einkum í ríkjum þar sem efnahagsleg, stjórnmálaleg og menningarleg tengsl eru mikil eða um samstarfsríki í þróunarsamvinnu er að ræða. Öll samskipti við Rússland eru í lágmarki hvort sem litið er til viðskiptalegra, menningarlegra eða stjórnmálalegra tengsla. Forsendur fyrir starfsemi sendiráðs í Moskvu eru því gjörbreyttar,“ sagði í tilkynningunni. Grænmetisætan fann steik í ísskápnum Miðað við frétt Express voru þetta þó ekki einu ástæðurnar sem lágu fyrir lokuninni. Í fréttinni kemur fram að meðal annars hafi verið brotist inn á heimili starfsfólks og þau komið að heimilum sínum opnum um miðjan vetur eða tekið eftir sígarettubruna á ýmsum stöðum. Þá segir í fréttinni að íslensk kona sem starfaði í sendiráðinu, sem hafi verið grænmetisæta, hafi á einum tímapunkti fundið steik í ísskápnum sínum. „Tilgangurinn var að embættismennirnir vissu að Rússarnir hefðu aðgang að íbúðunum þeirra og gætu komið og farið eins og þeim hentaði,“ er haft eftir David Dunn, prófessor við Birmingham-háskóla, í frétt Express. Tilefni fréttarinnar er ákvörðun breskra yfirvalda að reka rússneskan diplómata og maka hans úr landi. Dunn segir í viðtali við Express að öll þessi áreitni sé brot á Vínarsáttmálanum. Með þessu hafi Rússar viljað knýja erlend ríki til að loka sendiráðum sínum án þess að gefa þeim fyrirmæli um það. Fyrrverandi ráðherra segir starfsfólki hafa verið ógnað Í frétt DV segir að þau hafi haft samband við utanríkisráðuneytið til að fá viðbrögð við efni fréttar Express en fengið þau svör að ráðuneytið myndi ekki tjá sig um efni fréttarinnar. Árni Þór Sigurðsson, fyrrverandi sendiherra, segir í samtali við RÚV að hann ætli ekki að tjá sig um málið og vísaði á ráðuneytið. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir jafnframt í samtali við RÚV að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi starfsfólks í Moskvu og að þetta hafi haft áhrif á lokunina. Það hafi samt sem áður verið aðrar ástæður fyrir tímabundinni lokun sendiráðsins.
Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Sendiráð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira