Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Lovísa Arnardóttir skrifar 14. mars 2025 21:22 Árni Þór Sigurðsson sendiherra fyrir utan sendiráð Íslands í Moskvu í júní 2023 þegar tilkynnt var um lokunina. Stjórnarráðið Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir kerfisbundnu og ítrekuðu áreiti af hálfu rússneskra meðlima leyniþjónustunnar í aðdraganda þess að sendiráðinu var lokað árið 2023. Þetta kemur fram í frétt breska miðilsins Daily Express en fyrst var fjallað um umfjöllun þeirra á vef DV í dag. Starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu var lögð niður árið 2023. Á sama tíma óskuðu íslensk yfirvöld eftir því að Rússar kölluðu sinn sendiherra aftur heim. Ísland var fyrst allra þjóða til að tilkynna um slíka lokun í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Tilkynnt var um lokunina í júní sem tók svo gildi í ágúst sama ár. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins, á þeim tíma, kom fram að ákvörðun um að loka sendiráðinu væri tekin í ljósi þess að það samræmdist ekki forgangsröðun í utanríkisþjónustu Íslands að starfrækja sendiskrifstofu í Moskvu við þær aðstæður sem þá voru uppi. „Ísland starfrækir átján sendiráð í höfuðborgum erlendra ríkja, einkum í ríkjum þar sem efnahagsleg, stjórnmálaleg og menningarleg tengsl eru mikil eða um samstarfsríki í þróunarsamvinnu er að ræða. Öll samskipti við Rússland eru í lágmarki hvort sem litið er til viðskiptalegra, menningarlegra eða stjórnmálalegra tengsla. Forsendur fyrir starfsemi sendiráðs í Moskvu eru því gjörbreyttar,“ sagði í tilkynningunni. Grænmetisætan fann steik í ísskápnum Miðað við frétt Express voru þetta þó ekki einu ástæðurnar sem lágu fyrir lokuninni. Í fréttinni kemur fram að meðal annars hafi verið brotist inn á heimili starfsfólks og þau komið að heimilum sínum opnum um miðjan vetur eða tekið eftir sígarettubruna á ýmsum stöðum. Þá segir í fréttinni að íslensk kona sem starfaði í sendiráðinu, sem hafi verið grænmetisæta, hafi á einum tímapunkti fundið steik í ísskápnum sínum. „Tilgangurinn var að embættismennirnir vissu að Rússarnir hefðu aðgang að íbúðunum þeirra og gætu komið og farið eins og þeim hentaði,“ er haft eftir David Dunn, prófessor við Birmingham-háskóla, í frétt Express. Tilefni fréttarinnar er ákvörðun breskra yfirvalda að reka rússneskan diplómata og maka hans úr landi. Dunn segir í viðtali við Express að öll þessi áreitni sé brot á Vínarsáttmálanum. Með þessu hafi Rússar viljað knýja erlend ríki til að loka sendiráðum sínum án þess að gefa þeim fyrirmæli um það. Fyrrverandi ráðherra segir starfsfólki hafa verið ógnað Í frétt DV segir að þau hafi haft samband við utanríkisráðuneytið til að fá viðbrögð við efni fréttar Express en fengið þau svör að ráðuneytið myndi ekki tjá sig um efni fréttarinnar. Árni Þór Sigurðsson, fyrrverandi sendiherra, segir í samtali við RÚV að hann ætli ekki að tjá sig um málið og vísaði á ráðuneytið. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir jafnframt í samtali við RÚV að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi starfsfólks í Moskvu og að þetta hafi haft áhrif á lokunina. Það hafi samt sem áður verið aðrar ástæður fyrir tímabundinni lokun sendiráðsins. Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Sendiráð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt breska miðilsins Daily Express en fyrst var fjallað um umfjöllun þeirra á vef DV í dag. Starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu var lögð niður árið 2023. Á sama tíma óskuðu íslensk yfirvöld eftir því að Rússar kölluðu sinn sendiherra aftur heim. Ísland var fyrst allra þjóða til að tilkynna um slíka lokun í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Tilkynnt var um lokunina í júní sem tók svo gildi í ágúst sama ár. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins, á þeim tíma, kom fram að ákvörðun um að loka sendiráðinu væri tekin í ljósi þess að það samræmdist ekki forgangsröðun í utanríkisþjónustu Íslands að starfrækja sendiskrifstofu í Moskvu við þær aðstæður sem þá voru uppi. „Ísland starfrækir átján sendiráð í höfuðborgum erlendra ríkja, einkum í ríkjum þar sem efnahagsleg, stjórnmálaleg og menningarleg tengsl eru mikil eða um samstarfsríki í þróunarsamvinnu er að ræða. Öll samskipti við Rússland eru í lágmarki hvort sem litið er til viðskiptalegra, menningarlegra eða stjórnmálalegra tengsla. Forsendur fyrir starfsemi sendiráðs í Moskvu eru því gjörbreyttar,“ sagði í tilkynningunni. Grænmetisætan fann steik í ísskápnum Miðað við frétt Express voru þetta þó ekki einu ástæðurnar sem lágu fyrir lokuninni. Í fréttinni kemur fram að meðal annars hafi verið brotist inn á heimili starfsfólks og þau komið að heimilum sínum opnum um miðjan vetur eða tekið eftir sígarettubruna á ýmsum stöðum. Þá segir í fréttinni að íslensk kona sem starfaði í sendiráðinu, sem hafi verið grænmetisæta, hafi á einum tímapunkti fundið steik í ísskápnum sínum. „Tilgangurinn var að embættismennirnir vissu að Rússarnir hefðu aðgang að íbúðunum þeirra og gætu komið og farið eins og þeim hentaði,“ er haft eftir David Dunn, prófessor við Birmingham-háskóla, í frétt Express. Tilefni fréttarinnar er ákvörðun breskra yfirvalda að reka rússneskan diplómata og maka hans úr landi. Dunn segir í viðtali við Express að öll þessi áreitni sé brot á Vínarsáttmálanum. Með þessu hafi Rússar viljað knýja erlend ríki til að loka sendiráðum sínum án þess að gefa þeim fyrirmæli um það. Fyrrverandi ráðherra segir starfsfólki hafa verið ógnað Í frétt DV segir að þau hafi haft samband við utanríkisráðuneytið til að fá viðbrögð við efni fréttar Express en fengið þau svör að ráðuneytið myndi ekki tjá sig um efni fréttarinnar. Árni Þór Sigurðsson, fyrrverandi sendiherra, segir í samtali við RÚV að hann ætli ekki að tjá sig um málið og vísaði á ráðuneytið. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir jafnframt í samtali við RÚV að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi starfsfólks í Moskvu og að þetta hafi haft áhrif á lokunina. Það hafi samt sem áður verið aðrar ástæður fyrir tímabundinni lokun sendiráðsins.
Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Sendiráð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira