Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2025 15:52 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Mandel Ngan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. Trump sagði frá samtalinu við Pútín á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, en óljóst er hvort hann hafi sjálfur rætt við Pútín eða sé að tala um erindreka sína sem eru í Moskvu. Hann skrifaði einnig að hann hefði beðið Pútín um að þyrma lífi „þúsunda úkraínskra hermanna“ sem eiga að vera umkringdir af rússneskum hermönnum. Þar á hann væntanlega við Kúrsk-hérað, þar sem úkraínskir hermenn hafa verið á undanhaldi, en útlit er að þær fregnir hafi Trump fengið frá Pútín sjálfum, því enginn kannast við umkringda úkraínska hermenn. „Þetta yrði hræðilegt blóðbað, slíkt hefur ekki sést frá seinni heimsstyrjöldinni. Guð blessi þá alla!!!“ skrifaði Trump. Engar fregnir hafa borist af því að Rússar hafi umkringt fjölda úkraínskra hermanna í Kúrsk. Rússneskir herbloggarar hafa sagt að hermenn sem voru í hættu á að vera króaðir af hafi komist undan. Í nýjustu yfirlýsingum varnarmálaráðuneytis Rússlands um gang mála vegna innrásarinnar kom ekkert fram um umkringda úkraínska hermenn í Kúrsk. Þar segir að átök standi enn yfir og að drónar séu notaðir gegn hersveitum á undanhaldi. Sjá einnig: Hörfa frá Kúrsk Sérfræðingar sem vakta átökin náið eru sömuleiðis sammála um að hvergi á víglínunni megi finna þúsundir umkringdra úkraínskra hermanna. Herforingjaráð Úkraínu hefur sent út tilkynningu vegna ummæla Trumps. Þeir segja enga hermenn í Kúrsk umkringda. Rússar séu að búa til þessar sögusagnir í pólitískum tilgangi. Ráðið segir úkraínska hermenn hafa hörfað í betri varnarstöðu. Þeir berjist enn í Kúrsk og að í dag hafi að minnsta kosti þrettán sinnum komið til átaka við rússneska hermenn í héraðinu. Повідомлення про нібито “оточення” противником українських підрозділів в Курській області не відповідають дійсності та створюються росіянами заради політичних цілей і тиску на Україну та партнерів. pic.twitter.com/r35yCXjzUk— Генеральний штаб ЗСУ (@GeneralStaffUA) March 14, 2025 Hermenn með bundnar hendur teknir af lífi Pútín fór til Kúrsk í fyrradag, þar sem hann talaði um að komið yrði fram við úkraínska hermenn í Kúrsk eins og hryðjuverkamenn. Í gær sagði Dmitró Lubinets, sem kemur að mannréttindamálum fyrir ríkisstjórn Úkraínu, frá því að rússneskir hermenn hefðu tekið að minnsta kosti fimm úkraínska stríðsfanga af lífi. Rússneskir hermenn hafahafa í vikunni deilt myndbandi á netinu sem sýnir fimm menn klædda úkraínskum herbúningum liggja látna í jörðinni í Kúrsk. Fjórir þeirra voru með hendur bundnar fyrir aftan bak og annað myndefni sem birt hefur verið á netinu sýndi hermennina lifandi eftir að þeir gáfust upp og voru handsamaðir af Rússum. Í yfirlýsingu frá Lubinets segir hann að aftökum sem þessum hafi fjölgað verulega og er sú yfirlýsing studd af myndefni sem rússneskir hermenn og Úkraínumenn hafa birt á undanförnum mánuðum. Lubinets segir þeta til marks um kerfisbundnar aftökur á úkraínskum stríðsföngum og að ummæli Pútíns um hryðjuverkamenn vísi til þess að hermönnum hafi verið skipað að taka úkraínska fanga af lífi. Opinn fyrir vopnahléi eeeen... Bandarískir erindrekar ferðuðust í gær til Rússlands þar sem þeir hafa rætt við ráðamenn um tillögu þeirra að þrjátíu daga almennu vopnahléi í Úkraínu. Ráðamenn í Kænugarði hafa samþykkt tillöguna. Pútín tjáði sig um tillöguna í gær, þar sem hann sagðist opinn fyrir vopnahléi en hafnaði tillögu Bandaríkjamanna. Lagði hann fram skilyrði sem ólíklegt þykir að verði samþykkt. Meðal þeirra krafna sem ráðamenn í Rússlandi hafa opinberað vegna innrásarinnar í Úkraínu er að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Kröfurnar fela í raun í sér uppgjöf Úkraínu og varnarleysi í framtíðinni. Washington Post sagði frá því í gær að starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna væru þeirrar skoðunar að Trump hefði ekki látið af þeim ætlunum sínum að ná yfirráðum yfir Úkraínu. Skýrsla hafi verið samin fyrr í þessum mánuði þar sem fram kemur að Pútín hafi ekki áhuga á að binda enda á stríðið en Trump hefur þó ítrekað haldið því fram á undanförnum vikum. Heimildarmenn WP segja að jafnvel þó Pútín endi á því að samþykkja vopnahlé muni hann nota það til að fylla upp í raðir hersveita sinna og undirbúa nýjar árásir. Hann væri líklegur til að brjóta gegn vopnahléinu og í senn saka Úkraínumenn um að bera ábyrgð á því. Pútín sagði í gær að vopnahlé yrði að fylgja skilyrði um að Úkraínumenn mættu ekki styrkja varnir sínar að nokkru leyti yfir þrjátíu daga tímabilið. Vill ólmur gera samkomulag Einn heimildarmanna WP sagði svo virtist sem að greiningar leyniþjónusta Bandaríkjanna um að Pútín vildi áfram ná yfirráðum í Úkraínu, færu í taugarnar á Trump. „Forsetinn vill ólmur ná samkomulagi og Rússar eru ekki að sýna nein merki um að þeir vilji láta eftir. Þeir eru að auka kröfur sínar.“ Ný könnun sem Reuters og Ipsos gerðu í Bandaríkjunum sýnir að meirihluti Bandaríkjamanna þyki Trump of náinn yfirvöldum í Moskvu. Í heildina sögðust 56 prósent aðspurðra sammála því. Meðal stuðningsmanna Demókrataflokksins var hlutfallið 89 prósent en það var 27 prósent meðal stuðningsmanna Repúblikanaflokksins. This is exactly what we are fighting for. We fight with weapons and diplomacy. Right now, we have a good chance to end this war quickly and secure peace. We have solid security understandings with our European partners.— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 14, 2025 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32 Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Héraðsdómur Helsinki dæmdi í morgun Vaislav Torden í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna brota sem hann framdi þegar hann barðist í austurhluta Úkraínu 2014 og 2015. 14. mars 2025 10:28 Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu. 14. mars 2025 10:06 Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. 13. mars 2025 11:55 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Trump sagði frá samtalinu við Pútín á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, en óljóst er hvort hann hafi sjálfur rætt við Pútín eða sé að tala um erindreka sína sem eru í Moskvu. Hann skrifaði einnig að hann hefði beðið Pútín um að þyrma lífi „þúsunda úkraínskra hermanna“ sem eiga að vera umkringdir af rússneskum hermönnum. Þar á hann væntanlega við Kúrsk-hérað, þar sem úkraínskir hermenn hafa verið á undanhaldi, en útlit er að þær fregnir hafi Trump fengið frá Pútín sjálfum, því enginn kannast við umkringda úkraínska hermenn. „Þetta yrði hræðilegt blóðbað, slíkt hefur ekki sést frá seinni heimsstyrjöldinni. Guð blessi þá alla!!!“ skrifaði Trump. Engar fregnir hafa borist af því að Rússar hafi umkringt fjölda úkraínskra hermanna í Kúrsk. Rússneskir herbloggarar hafa sagt að hermenn sem voru í hættu á að vera króaðir af hafi komist undan. Í nýjustu yfirlýsingum varnarmálaráðuneytis Rússlands um gang mála vegna innrásarinnar kom ekkert fram um umkringda úkraínska hermenn í Kúrsk. Þar segir að átök standi enn yfir og að drónar séu notaðir gegn hersveitum á undanhaldi. Sjá einnig: Hörfa frá Kúrsk Sérfræðingar sem vakta átökin náið eru sömuleiðis sammála um að hvergi á víglínunni megi finna þúsundir umkringdra úkraínskra hermanna. Herforingjaráð Úkraínu hefur sent út tilkynningu vegna ummæla Trumps. Þeir segja enga hermenn í Kúrsk umkringda. Rússar séu að búa til þessar sögusagnir í pólitískum tilgangi. Ráðið segir úkraínska hermenn hafa hörfað í betri varnarstöðu. Þeir berjist enn í Kúrsk og að í dag hafi að minnsta kosti þrettán sinnum komið til átaka við rússneska hermenn í héraðinu. Повідомлення про нібито “оточення” противником українських підрозділів в Курській області не відповідають дійсності та створюються росіянами заради політичних цілей і тиску на Україну та партнерів. pic.twitter.com/r35yCXjzUk— Генеральний штаб ЗСУ (@GeneralStaffUA) March 14, 2025 Hermenn með bundnar hendur teknir af lífi Pútín fór til Kúrsk í fyrradag, þar sem hann talaði um að komið yrði fram við úkraínska hermenn í Kúrsk eins og hryðjuverkamenn. Í gær sagði Dmitró Lubinets, sem kemur að mannréttindamálum fyrir ríkisstjórn Úkraínu, frá því að rússneskir hermenn hefðu tekið að minnsta kosti fimm úkraínska stríðsfanga af lífi. Rússneskir hermenn hafahafa í vikunni deilt myndbandi á netinu sem sýnir fimm menn klædda úkraínskum herbúningum liggja látna í jörðinni í Kúrsk. Fjórir þeirra voru með hendur bundnar fyrir aftan bak og annað myndefni sem birt hefur verið á netinu sýndi hermennina lifandi eftir að þeir gáfust upp og voru handsamaðir af Rússum. Í yfirlýsingu frá Lubinets segir hann að aftökum sem þessum hafi fjölgað verulega og er sú yfirlýsing studd af myndefni sem rússneskir hermenn og Úkraínumenn hafa birt á undanförnum mánuðum. Lubinets segir þeta til marks um kerfisbundnar aftökur á úkraínskum stríðsföngum og að ummæli Pútíns um hryðjuverkamenn vísi til þess að hermönnum hafi verið skipað að taka úkraínska fanga af lífi. Opinn fyrir vopnahléi eeeen... Bandarískir erindrekar ferðuðust í gær til Rússlands þar sem þeir hafa rætt við ráðamenn um tillögu þeirra að þrjátíu daga almennu vopnahléi í Úkraínu. Ráðamenn í Kænugarði hafa samþykkt tillöguna. Pútín tjáði sig um tillöguna í gær, þar sem hann sagðist opinn fyrir vopnahléi en hafnaði tillögu Bandaríkjamanna. Lagði hann fram skilyrði sem ólíklegt þykir að verði samþykkt. Meðal þeirra krafna sem ráðamenn í Rússlandi hafa opinberað vegna innrásarinnar í Úkraínu er að fá fjögur héruð Úkraínu, sem þeir stjórna ekki að fullu, auk Krímskaga, að Úkraína afvopnist, fái ekki inngöngu í NATO og jafnvel það að NATO hörfi alfarið frá Austur-Evrópu. Kröfurnar fela í raun í sér uppgjöf Úkraínu og varnarleysi í framtíðinni. Washington Post sagði frá því í gær að starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna væru þeirrar skoðunar að Trump hefði ekki látið af þeim ætlunum sínum að ná yfirráðum yfir Úkraínu. Skýrsla hafi verið samin fyrr í þessum mánuði þar sem fram kemur að Pútín hafi ekki áhuga á að binda enda á stríðið en Trump hefur þó ítrekað haldið því fram á undanförnum vikum. Heimildarmenn WP segja að jafnvel þó Pútín endi á því að samþykkja vopnahlé muni hann nota það til að fylla upp í raðir hersveita sinna og undirbúa nýjar árásir. Hann væri líklegur til að brjóta gegn vopnahléinu og í senn saka Úkraínumenn um að bera ábyrgð á því. Pútín sagði í gær að vopnahlé yrði að fylgja skilyrði um að Úkraínumenn mættu ekki styrkja varnir sínar að nokkru leyti yfir þrjátíu daga tímabilið. Vill ólmur gera samkomulag Einn heimildarmanna WP sagði svo virtist sem að greiningar leyniþjónusta Bandaríkjanna um að Pútín vildi áfram ná yfirráðum í Úkraínu, færu í taugarnar á Trump. „Forsetinn vill ólmur ná samkomulagi og Rússar eru ekki að sýna nein merki um að þeir vilji láta eftir. Þeir eru að auka kröfur sínar.“ Ný könnun sem Reuters og Ipsos gerðu í Bandaríkjunum sýnir að meirihluti Bandaríkjamanna þyki Trump of náinn yfirvöldum í Moskvu. Í heildina sögðust 56 prósent aðspurðra sammála því. Meðal stuðningsmanna Demókrataflokksins var hlutfallið 89 prósent en það var 27 prósent meðal stuðningsmanna Repúblikanaflokksins. This is exactly what we are fighting for. We fight with weapons and diplomacy. Right now, we have a good chance to end this war quickly and secure peace. We have solid security understandings with our European partners.— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 14, 2025
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32 Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Héraðsdómur Helsinki dæmdi í morgun Vaislav Torden í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna brota sem hann framdi þegar hann barðist í austurhluta Úkraínu 2014 og 2015. 14. mars 2025 10:28 Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu. 14. mars 2025 10:06 Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. 13. mars 2025 11:55 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata. 14. mars 2025 14:32
Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Héraðsdómur Helsinki dæmdi í morgun Vaislav Torden í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna brota sem hann framdi þegar hann barðist í austurhluta Úkraínu 2014 og 2015. 14. mars 2025 10:28
Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu. 14. mars 2025 10:06
Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. 13. mars 2025 11:55