Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. mars 2025 20:30 Umhverfisráðherra kynnti í dag átak til að finna og nýta betur jarðvarma á köldum svæðum á landinu. Vísir/Lýður Umhverfisráðherra er sannfærður um að hægt sé að finna jarðvarma á köldum svæðum og hefur blásið til átaks í því skyni. Verja á milljarði í verkefnið á næstum árum. Bylting ef vel tekst til, að sögn bæjarstjóra Vestmannaeyja. Um eitt af hverjum tíu heimilinum í landinu er á svokölluðum köldum svæðum þar sem hitað er upp með rafmagni eða olíu. Restin hefur aðgang að jarðhitaveitu. Af 62 sveitarfélögum á landinu eru 23 þeirra skilgreind á köldum svæðum. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum berjast fyrir hagsmunum þeirra. Ráðherra bjartsýnn Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-,orku- og loftlagsráðherra kynnti í dag átakið Jarðhiti jafnar leikinn sem miðar að því að finna og nýta jarðvarma betur á slíkum svæðum. Átakið er kynnt sem stærsta fjárfesting í jarðhita á þessari öld en gert er ráð fyrir að verja allt að einum milljarði króna í styrki til slíkra verkefna á næstu fjórum árum. Jóhann er bjartsýnn á að árangur náist. „Við ætlum með þessu að lækka húshitunarkostnað heimila, fyrirtækja og sveitarfélaga. Ef þetta skilar þeim árangri sem við vonumst eftir þá mun þetta líka draga úr losun og bæta orkunýtni- og öryggi,“ segir Jóhann. Ráðist var í sambærilegt verkefni fyrir tveimur árum sem skilaði árangri. Jóhann segir að árangurinn á þeim tíma gefi tilefni til mikillar bjartsýni. „Það var minna átak en þetta og skilaði mjög miklum árangri t.d. á Ísafirði og Patreksfirði. Við munum nota það sem við lærðum af því átaki í þessu verkefni,“ segir Jóhann. Ef takist að draga úr rafhitun húsnæðis um fimmtung með því að nýta frekar jarðvarma geti það skilað miklum ávinningi. „Þá erum við kannski að tala um átta milljarða króna ávinning fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur yfir tíu ára tímabil,“ segir Jóhann. Væri bylting Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum vonar að verkefnið skili meiri jarðhita. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum vonar að verkefnið skili meiri jarðhita. Vísir/Lýður „Við bindum vonir við það að tæknin og framtíðin beri það með sér að við getum leitað nýrra leiða til að kynda húsin okkar.Það þarf ekki háhitasvæði til að kynda upp öll hús það er líka hægt að nota svokallaðan lághita. Það væri algjör bylting fyrir þessi sveitarfélög sem eru á köldum svæðum ef við hefðum annað en rafmagn til að hita upp húsin okkar. Hægt verður að sækja um styrki til að ráðast í jarðhitaverkefni en reglur verða kynntar á næstunni. Vilhjálmur Hilmarsson formaður stjórnar Loftslags- og orkusjóðs segir að nánari útfærslu sé að vænta. „Styrkir verða einkum veittir til sveitarfélaga og orkufyrirtækja. En við munum kynna reglurnar á næstu dögum,“ segir Vilhjálmur. Jarðhiti Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Um eitt af hverjum tíu heimilinum í landinu er á svokölluðum köldum svæðum þar sem hitað er upp með rafmagni eða olíu. Restin hefur aðgang að jarðhitaveitu. Af 62 sveitarfélögum á landinu eru 23 þeirra skilgreind á köldum svæðum. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum berjast fyrir hagsmunum þeirra. Ráðherra bjartsýnn Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-,orku- og loftlagsráðherra kynnti í dag átakið Jarðhiti jafnar leikinn sem miðar að því að finna og nýta jarðvarma betur á slíkum svæðum. Átakið er kynnt sem stærsta fjárfesting í jarðhita á þessari öld en gert er ráð fyrir að verja allt að einum milljarði króna í styrki til slíkra verkefna á næstu fjórum árum. Jóhann er bjartsýnn á að árangur náist. „Við ætlum með þessu að lækka húshitunarkostnað heimila, fyrirtækja og sveitarfélaga. Ef þetta skilar þeim árangri sem við vonumst eftir þá mun þetta líka draga úr losun og bæta orkunýtni- og öryggi,“ segir Jóhann. Ráðist var í sambærilegt verkefni fyrir tveimur árum sem skilaði árangri. Jóhann segir að árangurinn á þeim tíma gefi tilefni til mikillar bjartsýni. „Það var minna átak en þetta og skilaði mjög miklum árangri t.d. á Ísafirði og Patreksfirði. Við munum nota það sem við lærðum af því átaki í þessu verkefni,“ segir Jóhann. Ef takist að draga úr rafhitun húsnæðis um fimmtung með því að nýta frekar jarðvarma geti það skilað miklum ávinningi. „Þá erum við kannski að tala um átta milljarða króna ávinning fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur yfir tíu ára tímabil,“ segir Jóhann. Væri bylting Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum vonar að verkefnið skili meiri jarðhita. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum vonar að verkefnið skili meiri jarðhita. Vísir/Lýður „Við bindum vonir við það að tæknin og framtíðin beri það með sér að við getum leitað nýrra leiða til að kynda húsin okkar.Það þarf ekki háhitasvæði til að kynda upp öll hús það er líka hægt að nota svokallaðan lághita. Það væri algjör bylting fyrir þessi sveitarfélög sem eru á köldum svæðum ef við hefðum annað en rafmagn til að hita upp húsin okkar. Hægt verður að sækja um styrki til að ráðast í jarðhitaverkefni en reglur verða kynntar á næstunni. Vilhjálmur Hilmarsson formaður stjórnar Loftslags- og orkusjóðs segir að nánari útfærslu sé að vænta. „Styrkir verða einkum veittir til sveitarfélaga og orkufyrirtækja. En við munum kynna reglurnar á næstu dögum,“ segir Vilhjálmur.
Jarðhiti Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Umhverfismál Vestmannaeyjar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira