Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2025 14:06 Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru sakfelldir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Vísir/Vilhelm Fangelsisdómar tveggja bræðra sem stýrðu trúfélaginu Zuism voru staðfestir í Hæstarétti í dag. Annar þeirra var dæmdur í tveggja ára fangelsi og hinn í eins og hálfs árs fangelsi. Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru sakfelldir fyrir fjársvik og peningaþvætti í Landsrétti í mars 2022. Hæstiréttur staðfesti þann dóm Landsréttar klukkan 14:00 í dag. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur en bræðurnum var gert að greiða málsvarnar- og áfrýjunarkostnað. Þeir voru fundnir sekir í Landsrétti um að hafa blekkt ríkið til þess að greiða trúfélaginu sóknargjöld sem það átti ekki rétt á, meðal annars með því að upplýsa ekki stjórnvöld um að það uppfyllti ekki skilyrði laga og að senda inn röng eða villandi gögn um félagið. Fénu hefðu þeir svo ráðstafað að mestu leyti til eigin nota, meðal annars í veitingahúsaferðir, áfengi og ferðalög. Alls greiddi ríkissjóður félagi bræðranna rúmar 84 milljónir króna í sóknargjöld áður en frekari greiðslur til þess voru frystar árið 2019. Ágúst Arnar hlaut tveggja ára fangelsisdóm en Einar eins og hálfs árs dóm. Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði sýknað bræðurna af ákæru héraðssaksóknara. Af þeim sökum áttu þeir rétt á að áfrýja til Hæstaréttar. Fyrir Hæstarétti byggðu verjendur bræðranna meðal annars á því að þeir hefðu ekki fengið sanngjarna málsmeðferð fyrir íslenskum dómstólum. Landsréttur hefði ekki fjallað um málsvarnir þeirra og gögn sem þeir lögðu fram sem áttu að sýna fram á starfsemi trúfélagsins. Einar hlaut þriggja ára fangelsisdóm í óskyldu fjársvikamáli. Í því var hann sakfelldur fyrir að svíkja tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum með því að látast reka fjárfestingasjóð. Fréttin hefur verið uppfærð. Zuism Dómsmál Trúmál Stjórnsýsla Efnahagsbrot Tengdar fréttir Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sakfelldir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms í málinu sem hafði sýknað bræðurna. 22. mars 2024 14:13 Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu. 27. október 2023 15:45 Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru sakfelldir fyrir fjársvik og peningaþvætti í Landsrétti í mars 2022. Hæstiréttur staðfesti þann dóm Landsréttar klukkan 14:00 í dag. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur en bræðurnum var gert að greiða málsvarnar- og áfrýjunarkostnað. Þeir voru fundnir sekir í Landsrétti um að hafa blekkt ríkið til þess að greiða trúfélaginu sóknargjöld sem það átti ekki rétt á, meðal annars með því að upplýsa ekki stjórnvöld um að það uppfyllti ekki skilyrði laga og að senda inn röng eða villandi gögn um félagið. Fénu hefðu þeir svo ráðstafað að mestu leyti til eigin nota, meðal annars í veitingahúsaferðir, áfengi og ferðalög. Alls greiddi ríkissjóður félagi bræðranna rúmar 84 milljónir króna í sóknargjöld áður en frekari greiðslur til þess voru frystar árið 2019. Ágúst Arnar hlaut tveggja ára fangelsisdóm en Einar eins og hálfs árs dóm. Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði sýknað bræðurna af ákæru héraðssaksóknara. Af þeim sökum áttu þeir rétt á að áfrýja til Hæstaréttar. Fyrir Hæstarétti byggðu verjendur bræðranna meðal annars á því að þeir hefðu ekki fengið sanngjarna málsmeðferð fyrir íslenskum dómstólum. Landsréttur hefði ekki fjallað um málsvarnir þeirra og gögn sem þeir lögðu fram sem áttu að sýna fram á starfsemi trúfélagsins. Einar hlaut þriggja ára fangelsisdóm í óskyldu fjársvikamáli. Í því var hann sakfelldur fyrir að svíkja tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum með því að látast reka fjárfestingasjóð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Zuism Dómsmál Trúmál Stjórnsýsla Efnahagsbrot Tengdar fréttir Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sakfelldir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms í málinu sem hafði sýknað bræðurna. 22. mars 2024 14:13 Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu. 27. október 2023 15:45 Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sakfelldir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms í málinu sem hafði sýknað bræðurna. 22. mars 2024 14:13
Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu. 27. október 2023 15:45
Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51