Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2025 11:30 Hákon Arnar Haraldsson fagnar eftir að hafa skorað gegn Dortmund í Þýskalandi í síðustu viku. AP/Martin Meissner Hákon Arnar Haraldsson hefur verið ausinn lofi eftir magnaða frammistöðu að undanförnu með Lille sem í kvöld á möguleika á að komast í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Hákon hefur verið valinn leikmaður mánaðarins í febrúar og janúar af stuðningsmönnum Lille og hreint út sagt blómstrað eftir að hafa komist aftur á fulla ferð eftir meiðsli í haust. Þessi 21 árs Skagamaður skoraði mark Lille og átti frábæran leik í 1-1 jafnteflinu við Dortmund í síðustu viku en liðin mætast að nýju í Frakklandi klukkan 17:45, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Þrátt fyrir að hafa farið á kostum að undanförnu þá viðurkenndi Hákon á blaðamannafundi síðasta föstudag að það hefði reynst sér erfitt að þurfa að kveðja litla bróður, Hauk Andra, sem eftir að hafa fylgt á eftir Hákoni til Lille haustið 2023 er nú kominn aftur heim í raðir ÍA. Á Akranesi lék Haukur Andri, sem er 19 ára, einnig sem lánsmaður seinni hluta síðustu leiktíðar. „Hann fór heim í janúar og hélt svo kyrru fyrir. Þetta var besta lausnin fyrir hann. Honum líður vel og spilar mikið fyrir félagið okkar [ÍA]. Hann glímdi við ákveðna erfiðleika hérna,“ sagði Hákon á blaðamannafundinum fyrir helgi, áður en Lille vann svo Montpellier í frönsku 1. deildinni. Ljóst er að hann saknar þess, skiljanlega, að hafa litla bróður hjá sér. „Það var ekki auðvelt að aðlagast, raunar frekar erfitt. Það tala fáir ensku í Frakklandi og það flækir hlutina. Það er ekki auðvelt að læra frönsku. Brotthvarf hans hafði áhrif á mig, það er á hreinu. Mér leið vel með að hafa hann hérna í Lille. Á sama tíma sá ég að hann naut sín ekki vel. Ég vildi sjá hann ánægðan úti á vellinum aftur og til þess þá þurfti hann að snúa heim. Það gleður mig að sjá hann kominn í gang á nýjan leik,“ sagði Hákon. Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Sport Fleiri fréttir Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Sjá meira
Hákon hefur verið valinn leikmaður mánaðarins í febrúar og janúar af stuðningsmönnum Lille og hreint út sagt blómstrað eftir að hafa komist aftur á fulla ferð eftir meiðsli í haust. Þessi 21 árs Skagamaður skoraði mark Lille og átti frábæran leik í 1-1 jafnteflinu við Dortmund í síðustu viku en liðin mætast að nýju í Frakklandi klukkan 17:45, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Þrátt fyrir að hafa farið á kostum að undanförnu þá viðurkenndi Hákon á blaðamannafundi síðasta föstudag að það hefði reynst sér erfitt að þurfa að kveðja litla bróður, Hauk Andra, sem eftir að hafa fylgt á eftir Hákoni til Lille haustið 2023 er nú kominn aftur heim í raðir ÍA. Á Akranesi lék Haukur Andri, sem er 19 ára, einnig sem lánsmaður seinni hluta síðustu leiktíðar. „Hann fór heim í janúar og hélt svo kyrru fyrir. Þetta var besta lausnin fyrir hann. Honum líður vel og spilar mikið fyrir félagið okkar [ÍA]. Hann glímdi við ákveðna erfiðleika hérna,“ sagði Hákon á blaðamannafundinum fyrir helgi, áður en Lille vann svo Montpellier í frönsku 1. deildinni. Ljóst er að hann saknar þess, skiljanlega, að hafa litla bróður hjá sér. „Það var ekki auðvelt að aðlagast, raunar frekar erfitt. Það tala fáir ensku í Frakklandi og það flækir hlutina. Það er ekki auðvelt að læra frönsku. Brotthvarf hans hafði áhrif á mig, það er á hreinu. Mér leið vel með að hafa hann hérna í Lille. Á sama tíma sá ég að hann naut sín ekki vel. Ég vildi sjá hann ánægðan úti á vellinum aftur og til þess þá þurfti hann að snúa heim. Það gleður mig að sjá hann kominn í gang á nýjan leik,“ sagði Hákon.
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Sport Fleiri fréttir Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Sjá meira