Handbolti

Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það

Aron Guðmundsson skrifar
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Króatíu
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Króatíu Vísir/Getty

Dagur Sigurðsson er allt annað með þétta leikjadagskrá á EM í handbolta og í viðtali eftir mikilvægan sigur á Slóvenum í milliriðlum í gær lét hann forsvarsmenn Evrópska handknattleikssambandsins heyra það. 

Króatar verma toppsæti milliriðils tvö með sex stig, stigi meira en Ísland og Svíþjóð og vita það fyrir víst að sigur í dag gegn Ungverjalandi tryggir þeim sæti í undanúrslitum mótsins. Það sama gildir um Ísland en íslenskur sigur gegn Slóvenum tryggir Strákunum okkar sæti í undanúrslitum.

Það er spilað þétt á EM þessa dagana. Króatar þurftu að leggja mikið á sig til þess að ná fram sigri gegn Slóvenum í gær og þurfa að mæta klárir strax aftur í dag í slag gegn Ungverjum upp á líf og dauða í mótinu. 

Öll hin lið riðilsins eru í sömu stöðu og Króatar hvað varðar þétta leikjadagskrá en Degi finnst fullmikið af því góða að láta þáttökuþjóðir á mótinu spila tvo daga í röð og hann lét óánægju sína í ljós eftir leik í gær.

„Það líða tuttugu og tvær klukkustundir á milli leikja hjá okkur. Ég þakka bara EHF fyrir,“ sagði Dagur með kaldhæðnislegum tón. „Þetta er ótrúlegt, það að við þurfum að spila tvo daga í röð, gjörsamlega ótrúlegt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×