Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2025 23:17 Malbikið í átt að Látrabjargi endar núna í sunnanverðum Patreksfirði, skammt vestan við bæinn Hvalsker. Þar tekur við 35 kílómetra malarvegur að Bjargtöngum. Egill Aðalsteinsson Almyrkvi á sólu, sem verður á jörðinni þann 12. ágúst á næsta ári, mun vara lengst á Látrabjargi. Þetta er ástæða þess að hótelrými á sunnanverðum Vestfjörðum er fyrir löngu uppselt í kringum þennan dag og þar er búist við umferðaröngþveiti. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt hvar á jörðinni menn verða svo heppnir að upplifa almyrkvann. Þeir þykja vera ein tilkomumesta sýning náttúrunnar þegar tunglið gengur fyrir sólina og myrkur verður um miðjan dag. Þessi almyrkvi mun sjást á mjórri rönd sem liggur um Grænland, Ísland, Atlantshaf, Portúgal, norðanverðan Spán og að eyjunni Mallorca. Almyrkvinn mun sjást á Íslandi, Grænlandi og á Spáni.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Síðast sást almyrkvi á Íslandi 30. júní árið 1954, en bara syðst á landinu, varði lengst í Mýrdal og í Vestmannaeyjum. Það er til marks um hvað þetta er sjaldséð fyrirbæri að síðast sást almyrkvi í Reykjavík árið 1433, fyrir nærri sexhundruð árum, og næsti almyrkvi í Reykjavík verður árið 2245, eftir 220 ár. Sólmyrkvinn á næsta ári verður síðdegis þann 12. ágúst. Hann sést sem deildarmyrkvi allsstaðar á Íslandi í um tvær klukkustundir en bara sem almyrkvi vestast landinu og mislengi eftir stöðum, víðast í kringum eina mínútu. Til dæmis á Lækjartorgi í Reykjavík í 59 sekúndur, í Mosfellsbæ í 30 sekúndur en lengur á Suðurnesjum; í Sandgerði til dæmis í eina mínútu og 45 sekúndur. Almyrkvinn 12. ágúst á næsta ári. Hann mun sjást á vestasta hluta Íslands en mislengi eftir stöðum. Deildarmyrkvi mun sjást á öllu landinu.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En það eru utanvert Snæfellsnes og Vestfirðir sem eru mest spennandi. Í Ólafsvík sést almyrkvinn í tvær mínútur og þrjár sekúndur, á Ísafirði í eina mínútu og 31 sekúndu en á Látrabjargi mun almyrkvinn standa yfir í tvær mínútur og þrettán sekúndur. Lengst verður hann sýnilegur í tvær mínútur og átján sekúndur í hafinu skammt suðvestan við Látrabjarg, undan Breiðafirði. Fá Bjargtöngum, vestasta odda Íslands.KMU Það er því búist við því að Bjargtangar, vestasti oddi Íslands, verði heitasti staðurinn á Íslandi þann 12. ágúst á næsta ári. Og vonandi að mannfjöldinn fari varlega á brún 440 metra hás Látrabjargsins þegar þar verður myrkur. Og sennilega verða fleiri ferðamenn á jörðinni Látrum en þar hafa nokkurn tímann sést áður en þetta gamla eyðiþorp er núna sumarhúsabyggð. Frá Hvallátrum.kmu En mesta áskorunin verður vegurinn út á Látrabjarg og hann er vægast sagt vondur. Þetta er malarvegur, mjór og holóttur. Átta ár eru liðin frá því síðast var lagt bundið á hluta vegarins um sunnaverðan Patreksfjörð. Þarna er ennþá 35 kílómetra langur malarvegur síðasta hlutann að Látrabjargi. Vegarkaflarnir tveir sem verða lagðir bundnu slitlagi. Þeir eru alls um sex kílómetra langir.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En núna er Vegagerðin búin að bjóða út endurbætur og lagningu bundins slitlags á tvo kafla Örlygshafnarvegar. Við Látra koma nærri tveir kílómetrar slitlags, þegar vegurinn verður færður út fyrir þorpið, og síðan einnig fjórir kílómetrar við Sauðlauksdal. Þessum endurbótum á að ljúka þann 10. ágúst á næsta ári, tveimur dögum fyrir almyrkvann. En þá verða samt ennþá 29 kílómetrar eftir ómalbikaðir að Látrabjargi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Almyrkvi 12. ágúst 2026 Sólin Tunglið Vesturbyggð Snæfellsbær Vegagerð Samgöngur Ísafjarðarbær Suðurnesjabær Reykjanesbær Grundarfjörður Stykkishólmur Reykhólahreppur Bolungarvík Seltjarnarnes Grindavík Vogar Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Hætta er á að Íslendingar missi af meiriháttar tækifæri með því að gera ekki ráðstafanir til þess að taka við ferðamönnum þegar almyrkvi á sólu sést hér á næsta ári, að mati fjármálaráðgjafa. Gistipláss og bílaleigubílar séu þegar fullbókaðir en lítið beri á undirbúningi fyrir aðsóknina. 10. febrúar 2025 10:37 Hótelbókanir farnar að berast vegna almyrkva árið 2026 en ekki seinna vænna að hefja undirbúning Birna Mjöll Atladóttir, hótelstýra á Hótel Breiðavík, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar henni tóku að berast beiðnir um bókanir fyrir nokkra daga í ágúst árið 2026 eða eftir um átta ár. 6. nóvember 2018 14:15 Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15 Panta pláss fyrir skemmtiferðaskip tíu ár fram í tímann Þegar hefur ein útgerð pantað pláss fyrir skemmtiferðaskip við bryggju í Reykjavík vegna sólmyrkvans sem hér á að sjást árið 2026. Búist er við að 113 skip komi til landsins í ár með tæplega 109 þúsund farþega. 14. maí 2016 07:00 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt hvar á jörðinni menn verða svo heppnir að upplifa almyrkvann. Þeir þykja vera ein tilkomumesta sýning náttúrunnar þegar tunglið gengur fyrir sólina og myrkur verður um miðjan dag. Þessi almyrkvi mun sjást á mjórri rönd sem liggur um Grænland, Ísland, Atlantshaf, Portúgal, norðanverðan Spán og að eyjunni Mallorca. Almyrkvinn mun sjást á Íslandi, Grænlandi og á Spáni.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Síðast sást almyrkvi á Íslandi 30. júní árið 1954, en bara syðst á landinu, varði lengst í Mýrdal og í Vestmannaeyjum. Það er til marks um hvað þetta er sjaldséð fyrirbæri að síðast sást almyrkvi í Reykjavík árið 1433, fyrir nærri sexhundruð árum, og næsti almyrkvi í Reykjavík verður árið 2245, eftir 220 ár. Sólmyrkvinn á næsta ári verður síðdegis þann 12. ágúst. Hann sést sem deildarmyrkvi allsstaðar á Íslandi í um tvær klukkustundir en bara sem almyrkvi vestast landinu og mislengi eftir stöðum, víðast í kringum eina mínútu. Til dæmis á Lækjartorgi í Reykjavík í 59 sekúndur, í Mosfellsbæ í 30 sekúndur en lengur á Suðurnesjum; í Sandgerði til dæmis í eina mínútu og 45 sekúndur. Almyrkvinn 12. ágúst á næsta ári. Hann mun sjást á vestasta hluta Íslands en mislengi eftir stöðum. Deildarmyrkvi mun sjást á öllu landinu.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En það eru utanvert Snæfellsnes og Vestfirðir sem eru mest spennandi. Í Ólafsvík sést almyrkvinn í tvær mínútur og þrjár sekúndur, á Ísafirði í eina mínútu og 31 sekúndu en á Látrabjargi mun almyrkvinn standa yfir í tvær mínútur og þrettán sekúndur. Lengst verður hann sýnilegur í tvær mínútur og átján sekúndur í hafinu skammt suðvestan við Látrabjarg, undan Breiðafirði. Fá Bjargtöngum, vestasta odda Íslands.KMU Það er því búist við því að Bjargtangar, vestasti oddi Íslands, verði heitasti staðurinn á Íslandi þann 12. ágúst á næsta ári. Og vonandi að mannfjöldinn fari varlega á brún 440 metra hás Látrabjargsins þegar þar verður myrkur. Og sennilega verða fleiri ferðamenn á jörðinni Látrum en þar hafa nokkurn tímann sést áður en þetta gamla eyðiþorp er núna sumarhúsabyggð. Frá Hvallátrum.kmu En mesta áskorunin verður vegurinn út á Látrabjarg og hann er vægast sagt vondur. Þetta er malarvegur, mjór og holóttur. Átta ár eru liðin frá því síðast var lagt bundið á hluta vegarins um sunnaverðan Patreksfjörð. Þarna er ennþá 35 kílómetra langur malarvegur síðasta hlutann að Látrabjargi. Vegarkaflarnir tveir sem verða lagðir bundnu slitlagi. Þeir eru alls um sex kílómetra langir.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En núna er Vegagerðin búin að bjóða út endurbætur og lagningu bundins slitlags á tvo kafla Örlygshafnarvegar. Við Látra koma nærri tveir kílómetrar slitlags, þegar vegurinn verður færður út fyrir þorpið, og síðan einnig fjórir kílómetrar við Sauðlauksdal. Þessum endurbótum á að ljúka þann 10. ágúst á næsta ári, tveimur dögum fyrir almyrkvann. En þá verða samt ennþá 29 kílómetrar eftir ómalbikaðir að Látrabjargi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Almyrkvi 12. ágúst 2026 Sólin Tunglið Vesturbyggð Snæfellsbær Vegagerð Samgöngur Ísafjarðarbær Suðurnesjabær Reykjanesbær Grundarfjörður Stykkishólmur Reykhólahreppur Bolungarvík Seltjarnarnes Grindavík Vogar Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Hætta er á að Íslendingar missi af meiriháttar tækifæri með því að gera ekki ráðstafanir til þess að taka við ferðamönnum þegar almyrkvi á sólu sést hér á næsta ári, að mati fjármálaráðgjafa. Gistipláss og bílaleigubílar séu þegar fullbókaðir en lítið beri á undirbúningi fyrir aðsóknina. 10. febrúar 2025 10:37 Hótelbókanir farnar að berast vegna almyrkva árið 2026 en ekki seinna vænna að hefja undirbúning Birna Mjöll Atladóttir, hótelstýra á Hótel Breiðavík, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar henni tóku að berast beiðnir um bókanir fyrir nokkra daga í ágúst árið 2026 eða eftir um átta ár. 6. nóvember 2018 14:15 Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15 Panta pláss fyrir skemmtiferðaskip tíu ár fram í tímann Þegar hefur ein útgerð pantað pláss fyrir skemmtiferðaskip við bryggju í Reykjavík vegna sólmyrkvans sem hér á að sjást árið 2026. Búist er við að 113 skip komi til landsins í ár með tæplega 109 þúsund farþega. 14. maí 2016 07:00 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Hætta er á að Íslendingar missi af meiriháttar tækifæri með því að gera ekki ráðstafanir til þess að taka við ferðamönnum þegar almyrkvi á sólu sést hér á næsta ári, að mati fjármálaráðgjafa. Gistipláss og bílaleigubílar séu þegar fullbókaðir en lítið beri á undirbúningi fyrir aðsóknina. 10. febrúar 2025 10:37
Hótelbókanir farnar að berast vegna almyrkva árið 2026 en ekki seinna vænna að hefja undirbúning Birna Mjöll Atladóttir, hótelstýra á Hótel Breiðavík, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar henni tóku að berast beiðnir um bókanir fyrir nokkra daga í ágúst árið 2026 eða eftir um átta ár. 6. nóvember 2018 14:15
Malbikið sjálfsagt ágætt en verra fyrir kríuvarpið Þægilegra verður fyrir ferðamenn að komast á Látrabjarg og Rauðasand eftir að malbikið í sunnanverðum Patreksfirði lengdist um sex kílómetra. 8. ágúst 2017 22:15
Panta pláss fyrir skemmtiferðaskip tíu ár fram í tímann Þegar hefur ein útgerð pantað pláss fyrir skemmtiferðaskip við bryggju í Reykjavík vegna sólmyrkvans sem hér á að sjást árið 2026. Búist er við að 113 skip komi til landsins í ár með tæplega 109 þúsund farþega. 14. maí 2016 07:00