Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar 11. mars 2025 17:00 Minningarnar renna í gegnum hugann þessa daganna þegar horft er á átök Bandaríkjanna við Evrópu. Upplifunin núna er ekki ósvipuð því að horfa uppá fall Berlínarmúrsins (1989) og litlu síðar hrun Sovétríkjanna (1991) sem brotnaði í framhaldinu upp 15 mismunandi sjálfstæð ríki. Óraunverulegir atburðir sem raungerðust á ótrúlega skömmum tíma. Það virðast vera breytingar í farvatninu á alþjóðakerfinu en í þetta sinn er birtingarmyndin innri átök bandamanna, þó óhætt sé að segja að innrás Rússlands í Úkraínu fyrir 3 árum sé mikill vendipunktur í því ferli sem farið er af stað. Það má halda því fram með rökum að NATO þjóðirnar hafi verið værukærar frá lokum kalda stríðsins og takmarkað sinnt innri uppbyggingu né tekist á við innbyggða togstreitu í rekstri NATO. Sterkustu vísbendingarnar um þessa stöðu birtast í afstöðu Bandaríkjanna gagnvart öðrum NATO ríkjum sem er að raungerast þessar vikurnar í beinni útsendingu. Stjórn Trumps 2016-2020 hótaði oftar en einu sinni að standa ekki við sínar skuldbindingar gagnvart öðrum NATO ríkjum ef ríkin myndu ekki hækka sín fjárframlög. Innrás Rússlands í Úkraínu jók síðan enn frekar á innri togstreitu NATO. Vinskapur og tengsl Trump og Pútíns hafa heldur ekki bætt úr skák og virðist sem Trump hafi takmarkaðan skilning á því að Evrópa sé með Rússland í bakgarðinum. Í þessum sama bakgarði er ekki bara Rússland heldur einnig 14 sjálfstæð ríki sem voru hluti af sovétríkjunum sálugu, ríki sem fæst geta um frjálst höfuð strokið og eru enn á ný komin undir radar Rússlands þar sem Putín dreymir stóra drauma um nýtt Sovét. Deilt er um hvort Pútín lætur næst til skara skríða gegn Moldóvu eða Eistlandi. Það er ekki að ástæðulausu að Finnland og Svíþjóð tóku ákvörðun í þessu ástandi að ganga í NATO. Nýjustu vendingar Bandaríkjastjórnar felast í hótunum við Úkraínu, gagnrýni á NATO og Evrópusambandið. Trump stjórnin hefur einnig verið í miklum samskiptum og fundahöldum við Rússa án aðkomu Evrópu, NATO og Úkraínu. Staða sem hefði verið óhugsandi ef litið er til fortíðar og sögu NATÓ og samskipta Bandaríkjanna og Evrópu frá fyrri heimsstyrjöld. Vance varaforsteti hefur hæðst að Evrópusambandinu opinberlega og reynt að hafa áhrif á kosningar í einstökum ríkjum. Trump hefur sett fram þá falskenningu að Evrópusambandið hafi verið sérstaklega stofnað til höfuðs Bandaríkjunum og Vance sagt að þau beiti sér gegn mál- og skoðanafrelsi og sagt einstök ríki sambandsins haga sér einsog einræðisríki. Ótti Evrópu er því raunverulegur um að Bandaríkjastjórn reyni að koma á friðarsamningum sem Úkraína og Evrópa eiga ekki aðkomu að. Evrópa og Evrópusambandið eru að átta sig á að ekki er lengur á vísan að róa með stuðning Bandaríkjanna hvorki innan NATO eða sem bandamann í alþjóðakerfinu, bandalag sem hefur haldið frá seinni heimstyrjöld. Nýlegt dæmi á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna undirstrikar þessa stöðu í atkvæðagreiðslu þar sem Bandaríkin greiddu atkvæði með Rússlandi, Norður Kóreu og Íran um að fordæma ekki innrás rússa í Úkraínu. Evrópusambandið hefur þegar brugðist við með auknum fjármunum til öryggis- og varnarmála (ReArm Europe Plan, 2025) með það að markmiði að styrkja varnir sambandsins til að fylla í skarið sem Bandaríkjamenn hugsanlega skilja eftir sig í Evrópu. Þar með er fyrsta stóra skrefið stigið í þá átt að undirbúa Evrópu fyrir þann raunveruleika að geta varið sig án aðstoðar Bandaríkjanna. Höfundur er háskólakennari og hefur í tæp 20 ár kennt alþjóðaviðskipti, evrópufræði, stefnumótun og samningatækni í Háskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Minningarnar renna í gegnum hugann þessa daganna þegar horft er á átök Bandaríkjanna við Evrópu. Upplifunin núna er ekki ósvipuð því að horfa uppá fall Berlínarmúrsins (1989) og litlu síðar hrun Sovétríkjanna (1991) sem brotnaði í framhaldinu upp 15 mismunandi sjálfstæð ríki. Óraunverulegir atburðir sem raungerðust á ótrúlega skömmum tíma. Það virðast vera breytingar í farvatninu á alþjóðakerfinu en í þetta sinn er birtingarmyndin innri átök bandamanna, þó óhætt sé að segja að innrás Rússlands í Úkraínu fyrir 3 árum sé mikill vendipunktur í því ferli sem farið er af stað. Það má halda því fram með rökum að NATO þjóðirnar hafi verið værukærar frá lokum kalda stríðsins og takmarkað sinnt innri uppbyggingu né tekist á við innbyggða togstreitu í rekstri NATO. Sterkustu vísbendingarnar um þessa stöðu birtast í afstöðu Bandaríkjanna gagnvart öðrum NATO ríkjum sem er að raungerast þessar vikurnar í beinni útsendingu. Stjórn Trumps 2016-2020 hótaði oftar en einu sinni að standa ekki við sínar skuldbindingar gagnvart öðrum NATO ríkjum ef ríkin myndu ekki hækka sín fjárframlög. Innrás Rússlands í Úkraínu jók síðan enn frekar á innri togstreitu NATO. Vinskapur og tengsl Trump og Pútíns hafa heldur ekki bætt úr skák og virðist sem Trump hafi takmarkaðan skilning á því að Evrópa sé með Rússland í bakgarðinum. Í þessum sama bakgarði er ekki bara Rússland heldur einnig 14 sjálfstæð ríki sem voru hluti af sovétríkjunum sálugu, ríki sem fæst geta um frjálst höfuð strokið og eru enn á ný komin undir radar Rússlands þar sem Putín dreymir stóra drauma um nýtt Sovét. Deilt er um hvort Pútín lætur næst til skara skríða gegn Moldóvu eða Eistlandi. Það er ekki að ástæðulausu að Finnland og Svíþjóð tóku ákvörðun í þessu ástandi að ganga í NATO. Nýjustu vendingar Bandaríkjastjórnar felast í hótunum við Úkraínu, gagnrýni á NATO og Evrópusambandið. Trump stjórnin hefur einnig verið í miklum samskiptum og fundahöldum við Rússa án aðkomu Evrópu, NATO og Úkraínu. Staða sem hefði verið óhugsandi ef litið er til fortíðar og sögu NATÓ og samskipta Bandaríkjanna og Evrópu frá fyrri heimsstyrjöld. Vance varaforsteti hefur hæðst að Evrópusambandinu opinberlega og reynt að hafa áhrif á kosningar í einstökum ríkjum. Trump hefur sett fram þá falskenningu að Evrópusambandið hafi verið sérstaklega stofnað til höfuðs Bandaríkjunum og Vance sagt að þau beiti sér gegn mál- og skoðanafrelsi og sagt einstök ríki sambandsins haga sér einsog einræðisríki. Ótti Evrópu er því raunverulegur um að Bandaríkjastjórn reyni að koma á friðarsamningum sem Úkraína og Evrópa eiga ekki aðkomu að. Evrópa og Evrópusambandið eru að átta sig á að ekki er lengur á vísan að róa með stuðning Bandaríkjanna hvorki innan NATO eða sem bandamann í alþjóðakerfinu, bandalag sem hefur haldið frá seinni heimstyrjöld. Nýlegt dæmi á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna undirstrikar þessa stöðu í atkvæðagreiðslu þar sem Bandaríkin greiddu atkvæði með Rússlandi, Norður Kóreu og Íran um að fordæma ekki innrás rússa í Úkraínu. Evrópusambandið hefur þegar brugðist við með auknum fjármunum til öryggis- og varnarmála (ReArm Europe Plan, 2025) með það að markmiði að styrkja varnir sambandsins til að fylla í skarið sem Bandaríkjamenn hugsanlega skilja eftir sig í Evrópu. Þar með er fyrsta stóra skrefið stigið í þá átt að undirbúa Evrópu fyrir þann raunveruleika að geta varið sig án aðstoðar Bandaríkjanna. Höfundur er háskólakennari og hefur í tæp 20 ár kennt alþjóðaviðskipti, evrópufræði, stefnumótun og samningatækni í Háskólanum í Reykjavík.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar