„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson og Svanhildur Óskarsdóttir skrifa 11. mars 2025 16:03 Fyrir um 35 árum sat harðsnúið lið í kjallara einum við Vesturgötu, rakaði saman fróðleik um heima og geima, þeim traustasta sem völ var á, og matreiddi á prenti undir heitinu Íslensk alfræðiorðabók Arnar og Örlygs sem kom út í þremur bindum árið 1990. Internetið var rétt ókomið til skjalanna – og orðabókin hefði áreiðanlega birst á vef, hefði verið lagt ögn seinna af stað í þetta ævintýri – en allur umbúnaður vinnunnar var þó með nútíma brag, textinn saminn inn í tölvuviðmót með grænleitum stöfum á svörtum skjá og utan um alla gagnageymslu hélt ungur náungi, Björn Þorsteinsson að nafni. Hann var maður framtíðarinnar, skildi tölvurnar betur en við hin, en nýtti sér fornöldina til þess að skóla okkur í réttum vinnubrögðum: Á áberandi stað í þessu þrönga vinnurými var stór mynd af Seifi yfirguði, ætluð til þess að minna okkur á að vista vinnuna jafnóðum. Þarna fóru saman ýmsir góðir eiginleikar Björns, sem nú býður sig fram til að leiða Háskóla Íslands mót framtíðinni. Þekking, bæði á hinu forna og nýja; skilningur á samstarfsfólkinu, færni þess og takmörkunum; og húmorinn og hlýjan sem sveipaði ráðleggingarnar í kjallaranum við Vesturgötu hafa fylgt honum síðan, magnast upp og þroskast. Eftir að samstarfi okkar við alfræðiorðabókina lauk, höfum við fylgst með Birni aukast að íþrótt og frægð. Frumkvöðlastarf hans við mótun Háskóla unga fólksins setti hann strax inn í helstu króka og kima háskólalífsins og með akademískum störfum sínum við skólann hefur hann vaxið til forystu á sínu fræðasviði og verið valinn til að standa í stafni í hverju verkefninu á fætur öðru – auk þess að sinna eigin rannsóknum og vera um tíu ára skeið trúað fyrir ritstjórn virðulegustu ritraðar landsins: Lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags. Ferill Björns tekur af öll tvímæli um það traust sem hann nýtur meðal samstarfsfólks síns. Honum er einkar lagið að laða fram það besta í þeim sem hann vinnur með og stefnumál hans í rektorskjörinu kjarna það sem er efst á baugi í háskólasamfélaginu á okkar síbreytilegu tímum: hættur sem steðja að akademísku frelsi, vanfjármögnun háskóla og mikilvægi mennskunnar í rannsóknum, þekkingarsköpun og miðlun – að ógleymdri áherslunni á að bæta starfsandann meðal okkar allra á háskólalóðinni. Við fyrrum samstarfsfólk Björns af Vesturgötunni getum því heils hugar mælt með honum til rektors Háskóla Íslands. Höfundar eru rannsóknarprófessorar á menningarsviði Árnastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Íslensk tunga Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir um 35 árum sat harðsnúið lið í kjallara einum við Vesturgötu, rakaði saman fróðleik um heima og geima, þeim traustasta sem völ var á, og matreiddi á prenti undir heitinu Íslensk alfræðiorðabók Arnar og Örlygs sem kom út í þremur bindum árið 1990. Internetið var rétt ókomið til skjalanna – og orðabókin hefði áreiðanlega birst á vef, hefði verið lagt ögn seinna af stað í þetta ævintýri – en allur umbúnaður vinnunnar var þó með nútíma brag, textinn saminn inn í tölvuviðmót með grænleitum stöfum á svörtum skjá og utan um alla gagnageymslu hélt ungur náungi, Björn Þorsteinsson að nafni. Hann var maður framtíðarinnar, skildi tölvurnar betur en við hin, en nýtti sér fornöldina til þess að skóla okkur í réttum vinnubrögðum: Á áberandi stað í þessu þrönga vinnurými var stór mynd af Seifi yfirguði, ætluð til þess að minna okkur á að vista vinnuna jafnóðum. Þarna fóru saman ýmsir góðir eiginleikar Björns, sem nú býður sig fram til að leiða Háskóla Íslands mót framtíðinni. Þekking, bæði á hinu forna og nýja; skilningur á samstarfsfólkinu, færni þess og takmörkunum; og húmorinn og hlýjan sem sveipaði ráðleggingarnar í kjallaranum við Vesturgötu hafa fylgt honum síðan, magnast upp og þroskast. Eftir að samstarfi okkar við alfræðiorðabókina lauk, höfum við fylgst með Birni aukast að íþrótt og frægð. Frumkvöðlastarf hans við mótun Háskóla unga fólksins setti hann strax inn í helstu króka og kima háskólalífsins og með akademískum störfum sínum við skólann hefur hann vaxið til forystu á sínu fræðasviði og verið valinn til að standa í stafni í hverju verkefninu á fætur öðru – auk þess að sinna eigin rannsóknum og vera um tíu ára skeið trúað fyrir ritstjórn virðulegustu ritraðar landsins: Lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags. Ferill Björns tekur af öll tvímæli um það traust sem hann nýtur meðal samstarfsfólks síns. Honum er einkar lagið að laða fram það besta í þeim sem hann vinnur með og stefnumál hans í rektorskjörinu kjarna það sem er efst á baugi í háskólasamfélaginu á okkar síbreytilegu tímum: hættur sem steðja að akademísku frelsi, vanfjármögnun háskóla og mikilvægi mennskunnar í rannsóknum, þekkingarsköpun og miðlun – að ógleymdri áherslunni á að bæta starfsandann meðal okkar allra á háskólalóðinni. Við fyrrum samstarfsfólk Björns af Vesturgötunni getum því heils hugar mælt með honum til rektors Háskóla Íslands. Höfundar eru rannsóknarprófessorar á menningarsviði Árnastofnunar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun