Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Árni Sæberg skrifar 11. mars 2025 13:57 Bjarni Benediktsson kannast ekki við neina „leið Bjarna“ í máli ÍL-sjóðs. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist hafa talið þá leið sem valin hefur verið í málefnum ÍL-sjóðs þá bestu frá upphafi. Tal um „leið Bjarna“ í þeim efnum sé einkennilegt. Fjármála- og efnahagsráðuneytið tilkynnti í gær að viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hefðu saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða muni fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Fái tillögurnar framgang á fundi ráðuneytisins og kröfuhafa mun ÍL-sjóðsmálið vera leitt til lykta en það náði hámæli fyrir rúmum tveimur árum þegar Bjarni kynnti áform um lagasetningu um slit ógjaldfærra opinberra stofnana. Bjarni var harðlega gagnrýndur á sínum tíma og meðal annars sagður ætla að seilast ofan í vasa landsmanna, með því að gera ekki upp skuldir ÍL-sjóðs við lífeyrissjóðina. Til að mynda gáfu tuttugu lífeyrissjóðir út yfirlýsingu þar sem áformin voru fordæmd. Kannast ekki við leið Bjarna Framkvæmdastjóri Gildis - lífeyrissjóðs sagði í hádegisfréttum í gær að hann fagnaði því að tillögurnar væru fram komnar. Þær væru frekar í takt við þá leið sem lífeyrissjóðirnir vildu en upphaflegar hugmyndir Bjarna. „Nú eru komin rúm tvö ár frá því að ég birti pistil sem ég ætla að endurbirta (hér neðst) í tilefni af einkennilegum fullyrðingum sem fljúga fyrir, m.a. um ,,leið Bjarna" í ÍL-sjóðs málinu, sem sögð er hafa verið að slíta ÍL sjóði sama hvað,“ segir Bjarni í færslu á opinberri Facebooksíðu sinni. Samningaleiðin farsælust Hann segir að það verði vonandi ljóst þeim, sem hafa fyrir því að kynna sér málið, að samningaleið hefði að hans mati verið farsælust frá upphafi, þótt það hefði langan tíma að koma þeim viðræðum af stað enda væru hagsmunir miklir á alla kanta. Frumvarp um almenna lagaheimild fyrir ríkið til að slíta sjóðum sem þessum ætti að hans mati að koma fram, algerlega óháð niðurstöðu þessa máls. Það sé mikilvægt til framtíðar, jafnvel þótt samið verði um uppgjör og slit ÍL-sjóðs, að lögfesta þær reglur sem er að finna í frumvarpinu. „Ég fagna því að niðurstaða hafi fengist hjá samninganefndum í þessu stóra hagsmunamáli, sem ég taldi óforsvaranlegt annað en að setja á dagskrá og fá lausn á. Það er óskandi að málið fái lendingu í framhaldinu hjá þeim sem halda á kröfunum og í þinginu.“ Til einhvers að hefja vegferðina Með því að málið leysist muni, samkvæmt ráðuneyti hans fyrrverandi: Greiðsluflæði ríkissjóðs batna Skuldastaða A- hluta ríkissjóðs lækka um amk 5% af VLF Ríkisábyrgðir lækka um 88% „Það var þá til einhvers að setja málið af stað sýnist mér,“ segir Bjarni ÍL-sjóður Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðuneytið tilkynnti í gær að viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hefðu saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða muni fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Fái tillögurnar framgang á fundi ráðuneytisins og kröfuhafa mun ÍL-sjóðsmálið vera leitt til lykta en það náði hámæli fyrir rúmum tveimur árum þegar Bjarni kynnti áform um lagasetningu um slit ógjaldfærra opinberra stofnana. Bjarni var harðlega gagnrýndur á sínum tíma og meðal annars sagður ætla að seilast ofan í vasa landsmanna, með því að gera ekki upp skuldir ÍL-sjóðs við lífeyrissjóðina. Til að mynda gáfu tuttugu lífeyrissjóðir út yfirlýsingu þar sem áformin voru fordæmd. Kannast ekki við leið Bjarna Framkvæmdastjóri Gildis - lífeyrissjóðs sagði í hádegisfréttum í gær að hann fagnaði því að tillögurnar væru fram komnar. Þær væru frekar í takt við þá leið sem lífeyrissjóðirnir vildu en upphaflegar hugmyndir Bjarna. „Nú eru komin rúm tvö ár frá því að ég birti pistil sem ég ætla að endurbirta (hér neðst) í tilefni af einkennilegum fullyrðingum sem fljúga fyrir, m.a. um ,,leið Bjarna" í ÍL-sjóðs málinu, sem sögð er hafa verið að slíta ÍL sjóði sama hvað,“ segir Bjarni í færslu á opinberri Facebooksíðu sinni. Samningaleiðin farsælust Hann segir að það verði vonandi ljóst þeim, sem hafa fyrir því að kynna sér málið, að samningaleið hefði að hans mati verið farsælust frá upphafi, þótt það hefði langan tíma að koma þeim viðræðum af stað enda væru hagsmunir miklir á alla kanta. Frumvarp um almenna lagaheimild fyrir ríkið til að slíta sjóðum sem þessum ætti að hans mati að koma fram, algerlega óháð niðurstöðu þessa máls. Það sé mikilvægt til framtíðar, jafnvel þótt samið verði um uppgjör og slit ÍL-sjóðs, að lögfesta þær reglur sem er að finna í frumvarpinu. „Ég fagna því að niðurstaða hafi fengist hjá samninganefndum í þessu stóra hagsmunamáli, sem ég taldi óforsvaranlegt annað en að setja á dagskrá og fá lausn á. Það er óskandi að málið fái lendingu í framhaldinu hjá þeim sem halda á kröfunum og í þinginu.“ Til einhvers að hefja vegferðina Með því að málið leysist muni, samkvæmt ráðuneyti hans fyrrverandi: Greiðsluflæði ríkissjóðs batna Skuldastaða A- hluta ríkissjóðs lækka um amk 5% af VLF Ríkisábyrgðir lækka um 88% „Það var þá til einhvers að setja málið af stað sýnist mér,“ segir Bjarni
ÍL-sjóður Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira