Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 11. mars 2025 14:00 Verður erfitt að eldast eftir kosningar í VR? Eftir því sem líður á formannskosningar í VR, verður sífellt ljósara að aldursfordómar eru raunverulegt og alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi jafnvel innan verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar. Lýðræðislegar kosningar í VR virðast nú litaðar af áróðri sem beinist að aldri mínum sem frambjóðanda fremur en stefnu minni og hæfni. Símtal sem opinberar fordóma Nýlega barst mér áreiðanleg vitneskja úr nokkrum áttum, þar sem félagar í VR hafa fengið símtöl frá kosningateymi Höllu Gunnarsdóttur, keppinautar míns í formannskjörinu, sem lýkur í hádeginu á fimmtudaginn kemur. Í símtalinu var hamrað á því að ég væri of gamall til að gegna formannsembættinu. Það er engu líkara en þetta sé beinlínis hluti af handriti sem úthringjarar í kosningavélinni hennar Höllu eru látnir lesa upp þegar þeir biðja kjósendur að kjósa hana. Í hrópandi mótsögn við eigin gildi Það vekur athygli að Halla, sem hefur lengi verið viðloðandi Vinstrihreyfinguna grænt framboð, þar sem hún hefur talað fyrir jafnrétti, virðist ekki hafa neitt við þessa taktík að athuga. Þvert á móti virðist hún nota aldursfordóma sem vopn í kosningabaráttunni. Þetta er í hrópandi mótsögn við þau gildi sem hún segist standa fyrir. Reynslan skiptir máli – ekki aldurinn Aldur á ekki að vera mælikvarði á getu fólks til að leiða stéttarfélag. Þekking, reynsla og staðfesta skipta sköpum, ekki hvaða ártal er í fæðingarvottorði þínu. Ég hef starfað í verkalýðshreyfingunni í nær tvo áratugi, m.a. sem varaformaður VR í fjögur ár og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verslunarmanna í fimm ár, þar sem ég hef m.a. barist fyrir réttlátari húsnæðismarkaði. Þá ef hef ég setið miðstjórn ASÍ og starfað vettvangi samtakanna sem formaður húsnæðisnefndar ASÍ. Ef einhver telur að ég sé ekki hæfur til að gegna formannsembætti, þá eiga þau rök að byggja á málefnalegum grunni, ekki útlits- eða aldurstengdum fordómum. Kjósum út frá málefnum, ekki fordómum Við sem stöndum fyrir jöfnum tækifærum og gegn fordómum, eigum ekki að þegja þegar aðferðir sem þessar eru notaðar til að útiloka fólk. Ég skora á alla félagsmenn VR að hafna neikvæðri orðræðu sem þessari og kjósa út frá málefnum og hæfni, ekki ómálefnalegum fordómum. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Verður erfitt að eldast eftir kosningar í VR? Eftir því sem líður á formannskosningar í VR, verður sífellt ljósara að aldursfordómar eru raunverulegt og alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi jafnvel innan verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar. Lýðræðislegar kosningar í VR virðast nú litaðar af áróðri sem beinist að aldri mínum sem frambjóðanda fremur en stefnu minni og hæfni. Símtal sem opinberar fordóma Nýlega barst mér áreiðanleg vitneskja úr nokkrum áttum, þar sem félagar í VR hafa fengið símtöl frá kosningateymi Höllu Gunnarsdóttur, keppinautar míns í formannskjörinu, sem lýkur í hádeginu á fimmtudaginn kemur. Í símtalinu var hamrað á því að ég væri of gamall til að gegna formannsembættinu. Það er engu líkara en þetta sé beinlínis hluti af handriti sem úthringjarar í kosningavélinni hennar Höllu eru látnir lesa upp þegar þeir biðja kjósendur að kjósa hana. Í hrópandi mótsögn við eigin gildi Það vekur athygli að Halla, sem hefur lengi verið viðloðandi Vinstrihreyfinguna grænt framboð, þar sem hún hefur talað fyrir jafnrétti, virðist ekki hafa neitt við þessa taktík að athuga. Þvert á móti virðist hún nota aldursfordóma sem vopn í kosningabaráttunni. Þetta er í hrópandi mótsögn við þau gildi sem hún segist standa fyrir. Reynslan skiptir máli – ekki aldurinn Aldur á ekki að vera mælikvarði á getu fólks til að leiða stéttarfélag. Þekking, reynsla og staðfesta skipta sköpum, ekki hvaða ártal er í fæðingarvottorði þínu. Ég hef starfað í verkalýðshreyfingunni í nær tvo áratugi, m.a. sem varaformaður VR í fjögur ár og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verslunarmanna í fimm ár, þar sem ég hef m.a. barist fyrir réttlátari húsnæðismarkaði. Þá ef hef ég setið miðstjórn ASÍ og starfað vettvangi samtakanna sem formaður húsnæðisnefndar ASÍ. Ef einhver telur að ég sé ekki hæfur til að gegna formannsembætti, þá eiga þau rök að byggja á málefnalegum grunni, ekki útlits- eða aldurstengdum fordómum. Kjósum út frá málefnum, ekki fordómum Við sem stöndum fyrir jöfnum tækifærum og gegn fordómum, eigum ekki að þegja þegar aðferðir sem þessar eru notaðar til að útiloka fólk. Ég skora á alla félagsmenn VR að hafna neikvæðri orðræðu sem þessari og kjósa út frá málefnum og hæfni, ekki ómálefnalegum fordómum. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun