Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar 10. mars 2025 21:32 Heimurinn talar stanslaust um hringrásarhagkerfið, að endurnýta hráefni jarðar betur og lengur. Samt féll hringrásarhlutfall heimsins úr 9,1% í 7,2% frá 2018 til 2023. Þrátt fyrir loforð um 4,5 billjón dollara tækifæri í hringrásarhagkerfinu er það ekki að kveikja í fjárfestum. Aðeins 3-4% fjármagns flæðir inn í hringrásarhagkerfið sem á að vera framtíðarhagkerfi heimsins. Fjárfestingarsjóðum tengdum hringrásarhagkerfinu fjölgar ekki og eru að minnka að stærð. Bankar segja að þeir vilji græn verkefni. Fjárfestar segjast leita að jákvæðum áhrifum. Fyrirtæki heita sjálfbærnimarkmiðum. Reglugerðir þrýsta á fyrirtæki að upplýsa um framgang að hringrásarhagkerfinu. En peningurinn flæðir ekki í átt að hringrás. Ég hef varið síðustu árum meðal annars að vinnu við hringrásarhagkerfið á Norðurlöndunum. Tók þátt í að stofna Nordic Circular Hotspot, fjármagnað af Nordic Innovation. Leitt vegvísa fyrir fjármálakerfið. Búið til fjárfestingaáætlanir og fjármagnað hringrásarhagkerfið með leiðandi fyrirtækjum, bönkum og fjárfestum. Frá allri þessari reynslu hefur einn sannleikur komið í ljós: Við erum föst í pattstöðu. „Svona höfum við alltaf gert þetta" hugarfar er auðveldara. Allir bíða eftir að einhver annar taki fyrsta skrefið. Á meðan safnast sönnunargögnin og áhætturnar upp: → Rannsókn frá 2021 (Ellen MacArthur) sem ég vona að haldi vatni í dag segir að fyrirtæki sem innleiða hringrásarhugsun í sínum rekstri hafa sýnt 8,6% lægri vanskilaáhættu og skila betri áhættuleiðréttri ávöxtun. → Verð á auðlindum heldur áfram að hækka. → Úrgangskostnaður er að springa út. → Aðfangakeðjur rofna. → Viðskipta- og tollastríð eru á leiðinni (sbr. Bandaríki Trump). → Óháð öllu þá er bara skynsamlegt að nota hráefni betur og lengur. Hindranirnar eru ekki tæknilegar. Þær eru mannlegar. Ef þér líður eins og það sé ekki framtíð í línulegu kerfi er tækifærið núna. Stjórnvöld verða að taka fyrsta skrefið. Svo þurfa bankarnir að meta betur og verðleggja áhættu línulegra viðskiptalíkana. Fyrirtækin munu síðan hugsa ný viðskiptalíkön, spennandi verkefni og lækka þannig áhættu og auka tækifæri og tekjur. Fjárfestingar munu koma. Neytendur kjósa með veskinu. Ég skil þig eftir með fjögur skref til að græða á hringrásarhagkerfinu: 1. Spyrð þig hvort það sé framtíð í línulegu hagkerfi. 2. Innleiðir hringrásarhugsun. 3. 4. Hagnaður. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Accrona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn talar stanslaust um hringrásarhagkerfið, að endurnýta hráefni jarðar betur og lengur. Samt féll hringrásarhlutfall heimsins úr 9,1% í 7,2% frá 2018 til 2023. Þrátt fyrir loforð um 4,5 billjón dollara tækifæri í hringrásarhagkerfinu er það ekki að kveikja í fjárfestum. Aðeins 3-4% fjármagns flæðir inn í hringrásarhagkerfið sem á að vera framtíðarhagkerfi heimsins. Fjárfestingarsjóðum tengdum hringrásarhagkerfinu fjölgar ekki og eru að minnka að stærð. Bankar segja að þeir vilji græn verkefni. Fjárfestar segjast leita að jákvæðum áhrifum. Fyrirtæki heita sjálfbærnimarkmiðum. Reglugerðir þrýsta á fyrirtæki að upplýsa um framgang að hringrásarhagkerfinu. En peningurinn flæðir ekki í átt að hringrás. Ég hef varið síðustu árum meðal annars að vinnu við hringrásarhagkerfið á Norðurlöndunum. Tók þátt í að stofna Nordic Circular Hotspot, fjármagnað af Nordic Innovation. Leitt vegvísa fyrir fjármálakerfið. Búið til fjárfestingaáætlanir og fjármagnað hringrásarhagkerfið með leiðandi fyrirtækjum, bönkum og fjárfestum. Frá allri þessari reynslu hefur einn sannleikur komið í ljós: Við erum föst í pattstöðu. „Svona höfum við alltaf gert þetta" hugarfar er auðveldara. Allir bíða eftir að einhver annar taki fyrsta skrefið. Á meðan safnast sönnunargögnin og áhætturnar upp: → Rannsókn frá 2021 (Ellen MacArthur) sem ég vona að haldi vatni í dag segir að fyrirtæki sem innleiða hringrásarhugsun í sínum rekstri hafa sýnt 8,6% lægri vanskilaáhættu og skila betri áhættuleiðréttri ávöxtun. → Verð á auðlindum heldur áfram að hækka. → Úrgangskostnaður er að springa út. → Aðfangakeðjur rofna. → Viðskipta- og tollastríð eru á leiðinni (sbr. Bandaríki Trump). → Óháð öllu þá er bara skynsamlegt að nota hráefni betur og lengur. Hindranirnar eru ekki tæknilegar. Þær eru mannlegar. Ef þér líður eins og það sé ekki framtíð í línulegu kerfi er tækifærið núna. Stjórnvöld verða að taka fyrsta skrefið. Svo þurfa bankarnir að meta betur og verðleggja áhættu línulegra viðskiptalíkana. Fyrirtækin munu síðan hugsa ný viðskiptalíkön, spennandi verkefni og lækka þannig áhættu og auka tækifæri og tekjur. Fjárfestingar munu koma. Neytendur kjósa með veskinu. Ég skil þig eftir með fjögur skref til að græða á hringrásarhagkerfinu: 1. Spyrð þig hvort það sé framtíð í línulegu hagkerfi. 2. Innleiðir hringrásarhugsun. 3. 4. Hagnaður. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Accrona.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun